Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. desember 2024 20:07 Albert Guðmundsson og Bessí Jóhannsdóttir segja enga ástæðu til að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Vísir Svo virðist sem ólga ríki meðal Sjálfstæðismanna vegna mögulegrar frestunar landsfundar sem til stóð að yrði haldinn í febrúar. Formanni Varðar og Samtaka eldri Sjálfstæðismanna er brugðið yfir fréttunum og segja þau enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. Í dag var greint frá því að í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins væri til alvarlegrar skoðunar að fresta landsfundi sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. Kaldhæðnislegt að menn beiti veðrinu sem rökum Bessí Jóhannsdóttir er formaður Samtaka eldri Sjálfstæðismanna og stjórnarmaður í miðstjórn flokksins. Hún greindi frá því á Facebook að henni hafi brugðið við lestur fréttarinnar, en hún segir kaldhæðnislegt að beita veðrinu sem rökum fyrir því að fresta fundinum. „Ekki síst í ljósi nýafstaðinna kosninga, sem haldnar voru í lok nóvember þegar að veðrið er yfirleitt ekki gott, eins og sýndi sig raunar í kosningunum. Þá var sá möguleiki fyrir hendi að fresta þyrfti talningu í alþingiskosningunum eins og frægt er orðið.“ „Að mínu mati er tíminn einmitt núna fyrir Sjálfstæðismenn að koma saman til að gera upp kosningarnar og horfa til framtíðar. Látum veðrið ekki stoppa okkur,“ segir hún. Albert Guðmundsson er formaður Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, fyrrverandi formaður Heimdallar og fyrrverandi varaþingmaður flokksins. Hann sér enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. Hann greindi frá skoðun sinni á Facebook fyrr í kvöld. „Nú á ég sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, sem formaður Varðar. Tillaga um að fresta landsfundi hefur ekki borist miðstjórnarmönnum. Sjálfur sé ég enga ástæðu til þess að fresta þegar frestuðum landsfundi. Mikilvægt er að Sjálfstæðismenn komi saman enda ástæða fyrir flokkinn að kjarna sig og horfa til framtíðar.“ Vilja fresta fundinum fram að hausti Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er æðsta vald í málefnum flokksins og markar heildarstefnu hans í landsmálum. Síðasti landsfundur fór fram í nóvember árið 2022 og var hart barist um formennsku milli Bjarna Benediktssonar formanns og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Bjarni sigraði með 59 prósentum atkvæða en Guðlagur fékk 40 prósent. Nú veltir Bjarni og fólk nátengt honum í starfi flokksins því fyrir sér hvort tilefni sé til að fresta fundinum. Jens Garðar Helgason þingmaður og formaður atvinnuveganefndar staðfesti það í samtali við Vísi. Hann segir að dagsetningin hafi verið ákveðin út frá því að vera upptaktur að prófkjörum sem hefðu verið í mars fyrir kosningar. Þar vísar hann til Alþingiskosninga sem reiknað hafði verið með að yrðu haustið eða vorið 2025 en er nú nýlokið eftir að fyrrnefndu ríkisstjórnarsamstarfi var slitið. Jens Garðar segir helstu ástæðuna fyrir að lagt sé til við miðstjórn flokksins að fresta landsfundi þá að brugðið geti til beggja vona hvað varðar veður og færð á vegum seint í febrúar. Farið var ítarlega yfir stöðuna innan raða Sjálfstæðisflokksins í umfjöllun Vísis fyrr í dag, þar sem farið var meðal annars yfir það hverjir lægju undir feldi vegna formannsframboðs. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir „Við erum ólíkir menn“ Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað í gærmorgun að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann tilkynnti mótherja sínum í formannsslagnum, Bjarna Benediktssyni, ákvörðun sína í morgun en gefur ekkert upp um það hvað fór þeim á milli áður en hann tilkynnti ákvörðun sína opinberlega. 30. október 2022 16:27 Pepparar Guðlaugs höfðu betur gegn riddurum Bjarna Janus Arn Guðmundsson og Steinar Ingi Kolbeins hlutu kosningu sem aðalmenn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Báðir eru nánir samstarfsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og höfðu betur í baráttu við nána samstarfsmenn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. 25. janúar 2024 21:55 Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft. 23. desember 2024 16:10 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira
Í dag var greint frá því að í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins væri til alvarlegrar skoðunar að fresta landsfundi sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. Kaldhæðnislegt að menn beiti veðrinu sem rökum Bessí Jóhannsdóttir er formaður Samtaka eldri Sjálfstæðismanna og stjórnarmaður í miðstjórn flokksins. Hún greindi frá því á Facebook að henni hafi brugðið við lestur fréttarinnar, en hún segir kaldhæðnislegt að beita veðrinu sem rökum fyrir því að fresta fundinum. „Ekki síst í ljósi nýafstaðinna kosninga, sem haldnar voru í lok nóvember þegar að veðrið er yfirleitt ekki gott, eins og sýndi sig raunar í kosningunum. Þá var sá möguleiki fyrir hendi að fresta þyrfti talningu í alþingiskosningunum eins og frægt er orðið.“ „Að mínu mati er tíminn einmitt núna fyrir Sjálfstæðismenn að koma saman til að gera upp kosningarnar og horfa til framtíðar. Látum veðrið ekki stoppa okkur,“ segir hún. Albert Guðmundsson er formaður Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, fyrrverandi formaður Heimdallar og fyrrverandi varaþingmaður flokksins. Hann sér enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. Hann greindi frá skoðun sinni á Facebook fyrr í kvöld. „Nú á ég sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, sem formaður Varðar. Tillaga um að fresta landsfundi hefur ekki borist miðstjórnarmönnum. Sjálfur sé ég enga ástæðu til þess að fresta þegar frestuðum landsfundi. Mikilvægt er að Sjálfstæðismenn komi saman enda ástæða fyrir flokkinn að kjarna sig og horfa til framtíðar.“ Vilja fresta fundinum fram að hausti Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er æðsta vald í málefnum flokksins og markar heildarstefnu hans í landsmálum. Síðasti landsfundur fór fram í nóvember árið 2022 og var hart barist um formennsku milli Bjarna Benediktssonar formanns og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Bjarni sigraði með 59 prósentum atkvæða en Guðlagur fékk 40 prósent. Nú veltir Bjarni og fólk nátengt honum í starfi flokksins því fyrir sér hvort tilefni sé til að fresta fundinum. Jens Garðar Helgason þingmaður og formaður atvinnuveganefndar staðfesti það í samtali við Vísi. Hann segir að dagsetningin hafi verið ákveðin út frá því að vera upptaktur að prófkjörum sem hefðu verið í mars fyrir kosningar. Þar vísar hann til Alþingiskosninga sem reiknað hafði verið með að yrðu haustið eða vorið 2025 en er nú nýlokið eftir að fyrrnefndu ríkisstjórnarsamstarfi var slitið. Jens Garðar segir helstu ástæðuna fyrir að lagt sé til við miðstjórn flokksins að fresta landsfundi þá að brugðið geti til beggja vona hvað varðar veður og færð á vegum seint í febrúar. Farið var ítarlega yfir stöðuna innan raða Sjálfstæðisflokksins í umfjöllun Vísis fyrr í dag, þar sem farið var meðal annars yfir það hverjir lægju undir feldi vegna formannsframboðs.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir „Við erum ólíkir menn“ Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað í gærmorgun að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann tilkynnti mótherja sínum í formannsslagnum, Bjarna Benediktssyni, ákvörðun sína í morgun en gefur ekkert upp um það hvað fór þeim á milli áður en hann tilkynnti ákvörðun sína opinberlega. 30. október 2022 16:27 Pepparar Guðlaugs höfðu betur gegn riddurum Bjarna Janus Arn Guðmundsson og Steinar Ingi Kolbeins hlutu kosningu sem aðalmenn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Báðir eru nánir samstarfsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og höfðu betur í baráttu við nána samstarfsmenn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. 25. janúar 2024 21:55 Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft. 23. desember 2024 16:10 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira
„Við erum ólíkir menn“ Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað í gærmorgun að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann tilkynnti mótherja sínum í formannsslagnum, Bjarna Benediktssyni, ákvörðun sína í morgun en gefur ekkert upp um það hvað fór þeim á milli áður en hann tilkynnti ákvörðun sína opinberlega. 30. október 2022 16:27
Pepparar Guðlaugs höfðu betur gegn riddurum Bjarna Janus Arn Guðmundsson og Steinar Ingi Kolbeins hlutu kosningu sem aðalmenn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Báðir eru nánir samstarfsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og höfðu betur í baráttu við nána samstarfsmenn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. 25. janúar 2024 21:55
Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft. 23. desember 2024 16:10