Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. desember 2024 17:38 Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Lee Jin-wook/AP Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg vegna mannskæðs flugslyss sem varð í landinu í dag. Fánar verða dregnir í hálfa stöng og opinberir starfsmenn munu bera svartar slaufur. Myndefni sýnir þotuna reyna magalendingu þegar hún rennur af flugbrautinni og hafnar á vegg á flugvellinum. Flugvélin var af gerðinni Boeing 737 og var á leið til lendingar á alþjóðaflugvellinum Muan í suðausturhluta Suður-Kóreu. 181 var um borð og létust allir nema tveir sem dvelja nú á sjúkrahúsi en báðir voru úr áhöfn vélarinnar. Annar þeirra er með meðvitund og virðist ástand hans stöðugt samkvæmt frétt BBC. Neyðarkall barst frá flugmönnum Ástæður slyssins liggja ekki fyrir en talið er að flokkur fugla hafi flogið inn í lendingarbúnað vélarinnar. Að sögn innviðaráðherra landsins barst neyðarkall frá flugvélinni um tveimur mínútum áður en hún brotlenti og um mínútu áður en neyðarkallið barst hafði stjórnstöð flugvallarins varað flugmenn vélarinnar við fuglunum. „Við gerum ráð fyrir að fuglar hafi valdið slysinu eða versnandi veður. Nákvæm orsök slyssins verður fundin með tæknilegri rannsókn,“ sagði Lee Jeong-hyeon, slökkviliðsstjóri. Fjöldi viðbragðsaðila var á flugvellinum í dag.Cho Nam-soo/AP Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir. Líklega er slysið mannskæðasta flugslys í sögu landsins. Forstjóri flugfélagsins Jeju air segist harma atvikið og sendir ástvinum þeirra sem voru í flugvélinni sínar dýpstu samúðarkveðjur. „Í fyrsta lagi bið ég alla þá sem hafa stutt Jeju Air afsökunar. En fyrst og fremst vil ég biðjast afsökunar og votta þeim sem týndu lífi í þessu slysi og fjölskyldum þeirra innilega samúð mína. Á þessari stundu er erfitt að átta sig á orsökum slyssins og við verðum að bíða eftir opinberum niðurstöðum úr rannsókn yfirvalda,“ sagði Kim E-bae, forstjóri Jeju air. Suður-Kórea Samgönguslys Samgöngur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu 179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna. 29. desember 2024 02:06 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira
Myndefni sýnir þotuna reyna magalendingu þegar hún rennur af flugbrautinni og hafnar á vegg á flugvellinum. Flugvélin var af gerðinni Boeing 737 og var á leið til lendingar á alþjóðaflugvellinum Muan í suðausturhluta Suður-Kóreu. 181 var um borð og létust allir nema tveir sem dvelja nú á sjúkrahúsi en báðir voru úr áhöfn vélarinnar. Annar þeirra er með meðvitund og virðist ástand hans stöðugt samkvæmt frétt BBC. Neyðarkall barst frá flugmönnum Ástæður slyssins liggja ekki fyrir en talið er að flokkur fugla hafi flogið inn í lendingarbúnað vélarinnar. Að sögn innviðaráðherra landsins barst neyðarkall frá flugvélinni um tveimur mínútum áður en hún brotlenti og um mínútu áður en neyðarkallið barst hafði stjórnstöð flugvallarins varað flugmenn vélarinnar við fuglunum. „Við gerum ráð fyrir að fuglar hafi valdið slysinu eða versnandi veður. Nákvæm orsök slyssins verður fundin með tæknilegri rannsókn,“ sagði Lee Jeong-hyeon, slökkviliðsstjóri. Fjöldi viðbragðsaðila var á flugvellinum í dag.Cho Nam-soo/AP Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir. Líklega er slysið mannskæðasta flugslys í sögu landsins. Forstjóri flugfélagsins Jeju air segist harma atvikið og sendir ástvinum þeirra sem voru í flugvélinni sínar dýpstu samúðarkveðjur. „Í fyrsta lagi bið ég alla þá sem hafa stutt Jeju Air afsökunar. En fyrst og fremst vil ég biðjast afsökunar og votta þeim sem týndu lífi í þessu slysi og fjölskyldum þeirra innilega samúð mína. Á þessari stundu er erfitt að átta sig á orsökum slyssins og við verðum að bíða eftir opinberum niðurstöðum úr rannsókn yfirvalda,“ sagði Kim E-bae, forstjóri Jeju air.
Suður-Kórea Samgönguslys Samgöngur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu 179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna. 29. desember 2024 02:06 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira
Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu 179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna. 29. desember 2024 02:06