Jimmy Carter látinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. desember 2024 21:23 Carter við útför eiginkonu sinnar, Rosalynn Carter, sem lést í fyrra. EPA Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er látinn. Hann varð hundrað ára gamall. Carter var 39. forseti Bandaríkjanna og sat eitt kjörtímabil í embætti frá 1977 til 1981. Hann var langlífasti forseti Bandaríkjanna. Í frétt CBS segir að samtökin Carter Center hafi greint frá andláti forsetans fyrrverandi. Upplýsingar um dánarorsök liggja ekki fyrir en Carter hafði verið á líknandi meðferð síðan í febrúar í fyrra. Það voru engin sérstök veikindi sem leiddu til þess að meðferðin hófst, en Carter hafði þó verið tíður gestur á sjúkrahúsum og var hann sagður þreyttur á því. Carter fagnaði hundrað ára afmæli þann 1. október síðastliðinn. Blaðamaður Vísis gerði ævi hans og störfum ítarleg skil en greinina má lesa hér að neðan. Carter fæddist árið 1924 í bænum Plains í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann sótti háskóla í Georgíu og síðar háskóla sjóhers Bandaríkjanna en þaðan útskrifaðist hann árið 1946. Sama ár giftust hann og Rosalynn en hún var einnig frá Plains í Georgíu. Rosalynn lést þann 19. nóvember 2023. Carter sneri sér að stjórnmálum árið 1962 og varð ríkisstjóri Georgíu fyrir hönd Demókrata átta árum síðar. Þaðan færði hann sig yfir í Hvíta húsið árið 1977, eftir að hafa sigrað Repúblikanann Gerald Ford, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningunum. Fjórum árum síðar laut hann í lægra haldi fyrir Ronald Reagan, fertugasta forseta Bandaríkjanna. Í forsetatíð sinni afrekaði Carter nokkuð í starfi forseta. Hann stækkaði til að mynda mjög þjóðgarðakerfi Bandaríkjanna og stofnaði menntamálaráðuneytið, auk þess sem hann stækkaði umfang velferðarkerfis Bandaríkjanna. Eftir að Carter yfirgaf Hvíta húsið sneri hann sér að öðrum störfum. Hann og Rosalynn stofnuðu hjálparsamtökin Carter center árið 1982, en samtökin hafa leitast við að stilla til friðar á átakasvæðum í heiminum og staðið vörð um lýðræði og mannréttindi í heiminum. Þar að auki hefur stofnunin barist gegn dreifingu farsótta í heiminum. Þá skrifaði Carter 32 bækur í gegn um ævina. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Andlát Jimmy Carter Tengdar fréttir Rosalynn Carter er látin Rosalynn Carter, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, er látin 96 ára að aldri. 19. nóvember 2023 21:02 Jimmy Carter liggur banaleguna Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er í líknandi meðferð. Hann hefur nýverið varið tíma á sjúkrahúsi en ákvað í dag að verja þeim tíma sem hann á eftir á heimili sínu með fjölskyldu sinni. 18. febrúar 2023 21:04 Hundrað ára eftir tæp tvö ár á banalegunni Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur í dag upp á hundrað ára afmæli sitt en hann hefur verið í líknandi meðferð í tæplega tvö ár. Forsetinn fyrrverandi hefur fengið kveðjur víðsvegar að úr heiminum. 1. október 2024 08:03 Myndir: Rosalynn Carter kvödd af eiginmanninum til 77 ára Rosalynn Carter, rithöfundur, aktívisti og fyrrverandi forsetafrú var kvödd í gær. Jarðarför hennar fór fram í Maranatha kirkju í heimabæ hennar, smábænum Plains skammt frá Atlanta borg í Georgíu. 30. nóvember 2023 16:46 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira
Carter var 39. forseti Bandaríkjanna og sat eitt kjörtímabil í embætti frá 1977 til 1981. Hann var langlífasti forseti Bandaríkjanna. Í frétt CBS segir að samtökin Carter Center hafi greint frá andláti forsetans fyrrverandi. Upplýsingar um dánarorsök liggja ekki fyrir en Carter hafði verið á líknandi meðferð síðan í febrúar í fyrra. Það voru engin sérstök veikindi sem leiddu til þess að meðferðin hófst, en Carter hafði þó verið tíður gestur á sjúkrahúsum og var hann sagður þreyttur á því. Carter fagnaði hundrað ára afmæli þann 1. október síðastliðinn. Blaðamaður Vísis gerði ævi hans og störfum ítarleg skil en greinina má lesa hér að neðan. Carter fæddist árið 1924 í bænum Plains í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann sótti háskóla í Georgíu og síðar háskóla sjóhers Bandaríkjanna en þaðan útskrifaðist hann árið 1946. Sama ár giftust hann og Rosalynn en hún var einnig frá Plains í Georgíu. Rosalynn lést þann 19. nóvember 2023. Carter sneri sér að stjórnmálum árið 1962 og varð ríkisstjóri Georgíu fyrir hönd Demókrata átta árum síðar. Þaðan færði hann sig yfir í Hvíta húsið árið 1977, eftir að hafa sigrað Repúblikanann Gerald Ford, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningunum. Fjórum árum síðar laut hann í lægra haldi fyrir Ronald Reagan, fertugasta forseta Bandaríkjanna. Í forsetatíð sinni afrekaði Carter nokkuð í starfi forseta. Hann stækkaði til að mynda mjög þjóðgarðakerfi Bandaríkjanna og stofnaði menntamálaráðuneytið, auk þess sem hann stækkaði umfang velferðarkerfis Bandaríkjanna. Eftir að Carter yfirgaf Hvíta húsið sneri hann sér að öðrum störfum. Hann og Rosalynn stofnuðu hjálparsamtökin Carter center árið 1982, en samtökin hafa leitast við að stilla til friðar á átakasvæðum í heiminum og staðið vörð um lýðræði og mannréttindi í heiminum. Þar að auki hefur stofnunin barist gegn dreifingu farsótta í heiminum. Þá skrifaði Carter 32 bækur í gegn um ævina. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Andlát Jimmy Carter Tengdar fréttir Rosalynn Carter er látin Rosalynn Carter, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, er látin 96 ára að aldri. 19. nóvember 2023 21:02 Jimmy Carter liggur banaleguna Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er í líknandi meðferð. Hann hefur nýverið varið tíma á sjúkrahúsi en ákvað í dag að verja þeim tíma sem hann á eftir á heimili sínu með fjölskyldu sinni. 18. febrúar 2023 21:04 Hundrað ára eftir tæp tvö ár á banalegunni Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur í dag upp á hundrað ára afmæli sitt en hann hefur verið í líknandi meðferð í tæplega tvö ár. Forsetinn fyrrverandi hefur fengið kveðjur víðsvegar að úr heiminum. 1. október 2024 08:03 Myndir: Rosalynn Carter kvödd af eiginmanninum til 77 ára Rosalynn Carter, rithöfundur, aktívisti og fyrrverandi forsetafrú var kvödd í gær. Jarðarför hennar fór fram í Maranatha kirkju í heimabæ hennar, smábænum Plains skammt frá Atlanta borg í Georgíu. 30. nóvember 2023 16:46 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira
Rosalynn Carter er látin Rosalynn Carter, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, er látin 96 ára að aldri. 19. nóvember 2023 21:02
Jimmy Carter liggur banaleguna Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er í líknandi meðferð. Hann hefur nýverið varið tíma á sjúkrahúsi en ákvað í dag að verja þeim tíma sem hann á eftir á heimili sínu með fjölskyldu sinni. 18. febrúar 2023 21:04
Hundrað ára eftir tæp tvö ár á banalegunni Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur í dag upp á hundrað ára afmæli sitt en hann hefur verið í líknandi meðferð í tæplega tvö ár. Forsetinn fyrrverandi hefur fengið kveðjur víðsvegar að úr heiminum. 1. október 2024 08:03
Myndir: Rosalynn Carter kvödd af eiginmanninum til 77 ára Rosalynn Carter, rithöfundur, aktívisti og fyrrverandi forsetafrú var kvödd í gær. Jarðarför hennar fór fram í Maranatha kirkju í heimabæ hennar, smábænum Plains skammt frá Atlanta borg í Georgíu. 30. nóvember 2023 16:46