Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2024 08:32 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir hafa allar komist á verðlaunapall á heimsleikunum. Vísir/eyþór Draumur margra verður að veruleika í næsta mánuði þegar þrjár öflugustu CrossFit konur Íslandssögunnar taka höndum saman og keppa í sama liði á stóru CrossFit móti. Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir hafa ákveðið að tefla fram liði á TYR Wodapalooza mótinu í næsta mánuði. Þessar þrjár komu dóttur nafninu á CrossFit kortið á sínum tíma og þær ætla nú að taka síðasta dansinn saman. Anníe, Katrín og Sara þekkja það vel að keppa á Wodapalooza mótinu en bara í einstaklingskeppninni. Nú keppa þær saman í liði í fyrsta sinn. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar orðið tvisvar heimsmeistarar í CrossFit og Sara komst einnig tvisvar á verðlaunapall heimsleikanna. Lengi voru þær allar í úrvalshópi bestu CrossFit kvenna heims. TYR Wodapalooza mótið fer fram á Miami Beach frá 23. til 26. janúar 2025. Anníe Mist mun þarna snúa til baka eftir að hún varð móðir í annað skiptið og Katrín Tanja er að koma til baka eftir bakmeiðsli sem héldu henni frá keppni á stærstum hluta síðasta tímabils. Sara er einnig að koma til baka eftir langa glímu sína við hnémeiðsli. Katrín Tanja hafði áður tilkynnt að hún væri hætt að keppa í CrossFit en Katrín ákvað greinilega að taka eina keppni í viðbót til að loka hringnum með íslenskum vinkonum sínum. Anníe Mist grínaðist með það í athugasemdum við formlega tilkynningu Wodapalooza að hún þyrfti nú að taka sig í gegn en hún eignaðist sitt annað barn, Atlas Týr Ægidius Frederiksson, í lok apríl síðastliðnum. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) CrossFit Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir hafa ákveðið að tefla fram liði á TYR Wodapalooza mótinu í næsta mánuði. Þessar þrjár komu dóttur nafninu á CrossFit kortið á sínum tíma og þær ætla nú að taka síðasta dansinn saman. Anníe, Katrín og Sara þekkja það vel að keppa á Wodapalooza mótinu en bara í einstaklingskeppninni. Nú keppa þær saman í liði í fyrsta sinn. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar orðið tvisvar heimsmeistarar í CrossFit og Sara komst einnig tvisvar á verðlaunapall heimsleikanna. Lengi voru þær allar í úrvalshópi bestu CrossFit kvenna heims. TYR Wodapalooza mótið fer fram á Miami Beach frá 23. til 26. janúar 2025. Anníe Mist mun þarna snúa til baka eftir að hún varð móðir í annað skiptið og Katrín Tanja er að koma til baka eftir bakmeiðsli sem héldu henni frá keppni á stærstum hluta síðasta tímabils. Sara er einnig að koma til baka eftir langa glímu sína við hnémeiðsli. Katrín Tanja hafði áður tilkynnt að hún væri hætt að keppa í CrossFit en Katrín ákvað greinilega að taka eina keppni í viðbót til að loka hringnum með íslenskum vinkonum sínum. Anníe Mist grínaðist með það í athugasemdum við formlega tilkynningu Wodapalooza að hún þyrfti nú að taka sig í gegn en hún eignaðist sitt annað barn, Atlas Týr Ægidius Frederiksson, í lok apríl síðastliðnum. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza)
CrossFit Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira