Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Lovísa Arnardóttir skrifar 30. desember 2024 06:56 Vélinni var nauðlent og eftir það klessti hún svo á vegg við enda flugvallarins. Vísir/EPA Starfandi forseti Suður-Kóreu, Choi Sang-mok, hefur fyrirskipað að allur flugfloti landsins verði skoðaður með tilliti til öryggis. 179 létust í flugslysi í Suður-Kóreu í gær þegar lendingarbúnaður vélarinnar bilaði. Alls voru 181 um borð í vélinni. Tveimur flugþjónum var bjargað úr brakinu en þau fundust nærri stéli vélarinnar. Flugslysið er mannskæðasta innanlandsflugslys í sögu landsins. Í frétt Guardian segir að stjórnvöld hafi einnig ákveðið að allar Boeing 737-800s vélar landsins yrðu skoðaðar. Alls eru samkvæmt frétt Guardian 101 slík vél í notkun í landinu í innanlandsflugi. Fram kemur í fréttinni að til greina komi að bandarískir rannsakendur komi að rannsókninni, sem og fulltrúar frá Boeing. Tveir flugþjónar lifðu slysið af.Vísir/EPA Sjö daga þjóðarsorg er í Suður-Kóreu vegna slyssins. Áætlað er að Choi fljúgi til Muan, þar sem vélin fórst, í dag til að vera viðstaddur minningarstund. Búið er að bera kennsla á 141 af þeim 179 sem létust í slysinu með erfðaefni eða fingraförum. Fjölskyldur fórnarlamba hafa komið sér fyrir á flugvellinum. Svartir kassar fundnir Rannsakendur frá bæði Suður-Kóreu og Bandaríkjunum reyna nú að komast að því hvað varð til þess að vélin fórst. Í fyrst var talið að hún hefði flogið inn í stóran fuglahóp en enn er mörgum spurningum ósvarað. Báðir svartir kassar vélarinnar hafa fundist og eru hluti af rannsókninni. Önnur vél flugfélagsins, Jeju Airlines, lenti í vanda með lendingarbúnað og þurfti að snúa aftur til Seúl stuttu eftir flugtak. Talsmaður flugfélagsins sagði þau meðvituð um atvikið og að það væri í skoðun. Í frétt Guardian segir að sérfræðingar sem hafi skoðað myndbönd slysinu, þar sem má sjá vélin nauðlenda, og lenda svo á vegg, hafa einnig spurt um hönnun flugvallarins og gagnrýnt að veggur hafi verið byggður við enda vallarins. Myndbandið má sjá hér. Fjöldi minnist þeirra 179 sem létust í slysinu.Vísir/EPA Votta samúð Leiðtogar viða um heim hafa vottað samúð sína vegna slyssins. Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagði Bandaríkin veita alla þá aðstoð sem þau gætu þurft og forseti Kína, Xi Jinping, og forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, vottuðu samúð sína. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands sagði á samfélagsmiðlinum X að hugur hennar væri hjá fórnarlömbum slyssins. „Það hryggir mig að heyra af mannskæða flugslysinu í Suður-Kóreu. Hugur minn er hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra,“ sagði Þorgerður Katrín. Suður-Kórea Fréttir af flugi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Í frétt Guardian segir að stjórnvöld hafi einnig ákveðið að allar Boeing 737-800s vélar landsins yrðu skoðaðar. Alls eru samkvæmt frétt Guardian 101 slík vél í notkun í landinu í innanlandsflugi. Fram kemur í fréttinni að til greina komi að bandarískir rannsakendur komi að rannsókninni, sem og fulltrúar frá Boeing. Tveir flugþjónar lifðu slysið af.Vísir/EPA Sjö daga þjóðarsorg er í Suður-Kóreu vegna slyssins. Áætlað er að Choi fljúgi til Muan, þar sem vélin fórst, í dag til að vera viðstaddur minningarstund. Búið er að bera kennsla á 141 af þeim 179 sem létust í slysinu með erfðaefni eða fingraförum. Fjölskyldur fórnarlamba hafa komið sér fyrir á flugvellinum. Svartir kassar fundnir Rannsakendur frá bæði Suður-Kóreu og Bandaríkjunum reyna nú að komast að því hvað varð til þess að vélin fórst. Í fyrst var talið að hún hefði flogið inn í stóran fuglahóp en enn er mörgum spurningum ósvarað. Báðir svartir kassar vélarinnar hafa fundist og eru hluti af rannsókninni. Önnur vél flugfélagsins, Jeju Airlines, lenti í vanda með lendingarbúnað og þurfti að snúa aftur til Seúl stuttu eftir flugtak. Talsmaður flugfélagsins sagði þau meðvituð um atvikið og að það væri í skoðun. Í frétt Guardian segir að sérfræðingar sem hafi skoðað myndbönd slysinu, þar sem má sjá vélin nauðlenda, og lenda svo á vegg, hafa einnig spurt um hönnun flugvallarins og gagnrýnt að veggur hafi verið byggður við enda vallarins. Myndbandið má sjá hér. Fjöldi minnist þeirra 179 sem létust í slysinu.Vísir/EPA Votta samúð Leiðtogar viða um heim hafa vottað samúð sína vegna slyssins. Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagði Bandaríkin veita alla þá aðstoð sem þau gætu þurft og forseti Kína, Xi Jinping, og forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, vottuðu samúð sína. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands sagði á samfélagsmiðlinum X að hugur hennar væri hjá fórnarlömbum slyssins. „Það hryggir mig að heyra af mannskæða flugslysinu í Suður-Kóreu. Hugur minn er hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra,“ sagði Þorgerður Katrín.
Suður-Kórea Fréttir af flugi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira