Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2024 11:22 Þessa mynd birti orkufyrirtæki Grænlands með fréttatilkynningu um orsök straumrofsins. Nukissiorfiit Leiðari sem slitnaði í háspennulínu milli Nuuk og vatnsaflsvirkjunar við Buksefjord er orsök þess neyðarástands sem skapaðist þegar höfuðstaður Grænlands varð straumlaus um helgina. Þetta upplýsir orkufyrirtæki Grænlendinga, Nukissiorfiit, í fréttatilkynningu. Tólf stiga frost var í Nuuk að morgni laugardags þegar rafmagnið fór af. Snarkólnaði í hýbýlum bæjarbúa, sem kynnt eru með rafmagni. Gripu bæjaryfirvöld til þess ráðs að opna íþróttahús, sem höfðu varafl, svo fólk gæti hlýjað sér og söfnuðust mörghundruð manns þar saman. Allt athafnalíf í bænum fór úr skorðum. Verslanir neyddust til að hafa lokað og bensínstöðvar gátu ekki afgreitt eldsneyti. Útvarpssendingar ríkisútvarps Grænlands, KNR, féllu niður og netsamband var takmarkað þar sem slökkva þurfti á 4G og 5G-sendum. Séð yfir Nuuk, höfuðstað Grænlands.Skjáskot/KNR Neyðarstjórn almannavarna í Nuuk kom saman vegna stöðunnar. Húseigendur voru minntir á að huga að frostskemmdum í vatnsleiðslum. Það hefur jafnframt vakið furðu hve langan tíma tók að ræsa dísilknúnar varaaflsstöðvar og koma rafmagni aftur á. Það var ekki fyrr en á laugardagskvöld sem einstök hverfi fengu rafmagn á ný og sum hverfi máttu búa við rafmagnsleysi fram á sunnudag. Á meðan gilti víðtæk rafmagnsskömmtun. Myndin sýnir trosnaða víra. Háspennulínan er strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu.Nukissiorfiit Orkufyrirtæki Grænlands segir að við skoðun á sextíu kílómetra langri háspennulínunni úr þyrlu hafi komið í ljós að leiðari hafði losnað þar sem hún er strengd yfir Ameralik-fjörðinn. Þar er línan í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Til að lagfæra bilunina þarf meðal annars að kalla til sérfræðinga frá Noregi. Orkufyrirtækið vonast til að það takist innan viku, svo fremi að veður og vindar leyfi. Á meðan verði íbúum Nuuk tryggð raforka frá olíuknúnum varaaflsstöðvum. Íbúar Nuuk þurfa að treysta á raforku frá dísilknúnum varaaflsstöðvum næstu daga.Skjáskot/KNR Orkufyrirtækið segir að þegar leiðarinn slitnaði hafi orðið ójafnvægi spennu sem gerði bilanaleit erfiða. Þá hafi þurft að endurræsa varaaflsstöðvar frá grunni og taka rafmagn af öllum raforkunotendum í Nuuk. Vélbúnaður í stöðvunum hafi kólnað. Lengri tíma hafi því tekið að koma þeim í gang þar sem ákveðið hitastig þurfi til að ræsa sumar vélanna. Segir orkufyrirtækið að ástandið sem skapaðist sé fordæmalaust. Stöð 2 fjallaði í síðasta mánuði um fyrirhugaða stækkun virkjunarinnar í Buksefjord en Íslendingur mun stýra framkvæmdunum: Grænland Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum. 29. desember 2024 10:36 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Tólf stiga frost var í Nuuk að morgni laugardags þegar rafmagnið fór af. Snarkólnaði í hýbýlum bæjarbúa, sem kynnt eru með rafmagni. Gripu bæjaryfirvöld til þess ráðs að opna íþróttahús, sem höfðu varafl, svo fólk gæti hlýjað sér og söfnuðust mörghundruð manns þar saman. Allt athafnalíf í bænum fór úr skorðum. Verslanir neyddust til að hafa lokað og bensínstöðvar gátu ekki afgreitt eldsneyti. Útvarpssendingar ríkisútvarps Grænlands, KNR, féllu niður og netsamband var takmarkað þar sem slökkva þurfti á 4G og 5G-sendum. Séð yfir Nuuk, höfuðstað Grænlands.Skjáskot/KNR Neyðarstjórn almannavarna í Nuuk kom saman vegna stöðunnar. Húseigendur voru minntir á að huga að frostskemmdum í vatnsleiðslum. Það hefur jafnframt vakið furðu hve langan tíma tók að ræsa dísilknúnar varaaflsstöðvar og koma rafmagni aftur á. Það var ekki fyrr en á laugardagskvöld sem einstök hverfi fengu rafmagn á ný og sum hverfi máttu búa við rafmagnsleysi fram á sunnudag. Á meðan gilti víðtæk rafmagnsskömmtun. Myndin sýnir trosnaða víra. Háspennulínan er strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu.Nukissiorfiit Orkufyrirtæki Grænlands segir að við skoðun á sextíu kílómetra langri háspennulínunni úr þyrlu hafi komið í ljós að leiðari hafði losnað þar sem hún er strengd yfir Ameralik-fjörðinn. Þar er línan í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Til að lagfæra bilunina þarf meðal annars að kalla til sérfræðinga frá Noregi. Orkufyrirtækið vonast til að það takist innan viku, svo fremi að veður og vindar leyfi. Á meðan verði íbúum Nuuk tryggð raforka frá olíuknúnum varaaflsstöðvum. Íbúar Nuuk þurfa að treysta á raforku frá dísilknúnum varaaflsstöðvum næstu daga.Skjáskot/KNR Orkufyrirtækið segir að þegar leiðarinn slitnaði hafi orðið ójafnvægi spennu sem gerði bilanaleit erfiða. Þá hafi þurft að endurræsa varaaflsstöðvar frá grunni og taka rafmagn af öllum raforkunotendum í Nuuk. Vélbúnaður í stöðvunum hafi kólnað. Lengri tíma hafi því tekið að koma þeim í gang þar sem ákveðið hitastig þurfi til að ræsa sumar vélanna. Segir orkufyrirtækið að ástandið sem skapaðist sé fordæmalaust. Stöð 2 fjallaði í síðasta mánuði um fyrirhugaða stækkun virkjunarinnar í Buksefjord en Íslendingur mun stýra framkvæmdunum:
Grænland Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum. 29. desember 2024 10:36 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum. 29. desember 2024 10:36