Fréttastofa BBC greinir frá. Ekið var á fólk sem var saman komið til að fagna áramótunum á Bourbon-stræti í New Orleans þar sem er að finna fjölda vinsælla veitinga- og skemmtistaða. Atvikið átti sér stað á horni Bourbon-strætis og Canal-strætis um klukkan 3:15 að staðartíma, eða um 9:15 að íslenskum tíma.
Það var 42 ára bandarískur ríkisborgari að nafni Shamsud-Din Jabbar sem ók bifreiðinni en fáni hryðjuverkasamtaka sem kennir sig við íslamskt ríki fannst í bílnum. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur nú gert opinbera mynd af Din-Jabbar sem var skotinn til bana af lögreglu á vettvangi.
Din-Jabbar hafði verið handtekinn tvisvar áður í Texas-ríki, árið 2002 og svo árið 2005.
Greint var frá því fyrr í dag að tvær heimagerðar sprengjur hafi fundist í New Orleans skammt frá borginni. Telur lögreglan því að Din-Jabbar hafi ekki verið einn að verki. Einnig fundust minniháttar sprengjur og skotvopn í bifreiðinni.
FBI lokaði í kvöld svæði í norðurhluta Houston borgar í Texas-ríki sem verið er að sinna „löggæslu störfum“. Biðlað er til fólks að leggja ekki leið sína að svæðinu í nokkra klukkutíma á meðan sérþjálfaðir lögreglumenn sinna störfum sínum.
Ekki hafa verið gefnar frekari upplýsingar um hvað sé verið að vinna að í Houston.
— FBI Houston (@FBIHouston) January 1, 2025