Tala látinna hækkar í fimmtán Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. janúar 2025 23:10 Alríkislögregla Bandaríkjanna birti þessa mynd af Shamsud-Din Jabbar. AP/Gerald Herbert Tala látinna eftir árás í New Orleans í morgun þar sem maður ók bifreið sinni inn í mannfjölda hefur nú hækkað. Áður var greint frá að tíu hafi látist en nú eru 15 látnir og að minnsta kosti 35 aðrir særðir. Fréttastofa BBC greinir frá. Ekið var á fólk sem var saman komið til að fagna áramótunum á Bourbon-stræti í New Orleans þar sem er að finna fjölda vinsælla veitinga- og skemmtistaða. Atvikið átti sér stað á horni Bourbon-strætis og Canal-strætis um klukkan 3:15 að staðartíma, eða um 9:15 að íslenskum tíma. Það var 42 ára bandarískur ríkisborgari að nafni Shamsud-Din Jabbar sem ók bifreiðinni en fáni hryðjuverkasamtaka sem kennir sig við íslamskt ríki fannst í bílnum. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur nú gert opinbera mynd af Din-Jabbar sem var skotinn til bana af lögreglu á vettvangi. Din-Jabbar hafði verið handtekinn tvisvar áður í Texas-ríki, árið 2002 og svo árið 2005. Greint var frá því fyrr í dag að tvær heimagerðar sprengjur hafi fundist í New Orleans skammt frá borginni. Telur lögreglan því að Din-Jabbar hafi ekki verið einn að verki. Einnig fundust minniháttar sprengjur og skotvopn í bifreiðinni. FBI lokaði í kvöld svæði í norðurhluta Houston borgar í Texas-ríki sem verið er að sinna „löggæslu störfum“. Biðlað er til fólks að leggja ekki leið sína að svæðinu í nokkra klukkutíma á meðan sérþjálfaðir lögreglumenn sinna störfum sínum. Ekki hafa verið gefnar frekari upplýsingar um hvað sé verið að vinna að í Houston. pic.twitter.com/biyGPyKBMh— FBI Houston (@FBIHouston) January 1, 2025 Bandaríkin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fleiri fréttir Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá. Ekið var á fólk sem var saman komið til að fagna áramótunum á Bourbon-stræti í New Orleans þar sem er að finna fjölda vinsælla veitinga- og skemmtistaða. Atvikið átti sér stað á horni Bourbon-strætis og Canal-strætis um klukkan 3:15 að staðartíma, eða um 9:15 að íslenskum tíma. Það var 42 ára bandarískur ríkisborgari að nafni Shamsud-Din Jabbar sem ók bifreiðinni en fáni hryðjuverkasamtaka sem kennir sig við íslamskt ríki fannst í bílnum. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur nú gert opinbera mynd af Din-Jabbar sem var skotinn til bana af lögreglu á vettvangi. Din-Jabbar hafði verið handtekinn tvisvar áður í Texas-ríki, árið 2002 og svo árið 2005. Greint var frá því fyrr í dag að tvær heimagerðar sprengjur hafi fundist í New Orleans skammt frá borginni. Telur lögreglan því að Din-Jabbar hafi ekki verið einn að verki. Einnig fundust minniháttar sprengjur og skotvopn í bifreiðinni. FBI lokaði í kvöld svæði í norðurhluta Houston borgar í Texas-ríki sem verið er að sinna „löggæslu störfum“. Biðlað er til fólks að leggja ekki leið sína að svæðinu í nokkra klukkutíma á meðan sérþjálfaðir lögreglumenn sinna störfum sínum. Ekki hafa verið gefnar frekari upplýsingar um hvað sé verið að vinna að í Houston. pic.twitter.com/biyGPyKBMh— FBI Houston (@FBIHouston) January 1, 2025
Bandaríkin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fleiri fréttir Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Sjá meira