Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. janúar 2025 18:42 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur óskað eftir sparnaðarráðum frá almenningi. Hún hafi góða reynslu af slíku samráði. Vísir/Einar Sparnaðarráðum rignir inn í Samráðsgátt stjórnvalda eftir að forsætisráðherra kallaði í dag eftir tillögum frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunaaðilar um hvar og hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Forsætisráðherra býst við mörgum gagnlegum ábendingum enda hafi hún góða reynslu af slíku samráði. Nýr forsætisráðherra hóf árið af krafti og kallaði eftir sparnaðarráðum í rekstri ríkisins í Samráðsgátt stjórnvalda í dag. Fólki var ráðlagt að velta fyrir sér hvort opinberu fé væri eytt í sömu verkefni ef verið væri að byrja hér frá grunni. Fram kom að áætluð ríkisútgjöld séu 16 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu alls um 1.550 milljarðar króna. Sparnaðarráðin hrúgast inn Meðal á þriðja hundrað tillagana sem hrúguðust inn í Samráðsgátt stjórnvalda í dag er að leggja niður ráðherrabíla. Ganga úr Nató og hætta að veita fjármunum í vopnakaup og stríðsrekstur. Fækka eða sameina sendiráð og stofnunum og fækka aðstoðarmönnum ráðherra. Flestir velja þó að birta ekki tillögur sínar. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er vongóð um að margar gagnlegar tillögur berist. „Ég hef mjög góða reynslu af samráði við almenning. Bæði í opnu fundarformi og í beinum tilmælum. Almenna þekkingin reynist gjarnan vel. Ef sömu tillögurnar koma aftur og aftur upp þá er einfaldlega eitthvað til í þeim,“ segir Kristrún. Sameining eigi ekki að skerða þjónustu Kristrún segir þetta skref í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að hagræða og sameina stofnanir. Það þurfi þó ekki að þýða uppsagnir. „Ef stofnanir eiga að sameinast þá þarf að vera augljóst að það muni ekki hafa í för með sér að þjónusta verði skert,“ segir hún. Aðspurð um hvað ríkisstjórnin hyggst spara í hagræðingaraðgerðum svarar Kristrún: „Það á allt eftir að koma í ljós. Við getum ekki gefið okkur eina fasta tölu fyrir fram því við verðum að geta staðið undir þjónustu. Við viljum að velferðarþjónustan í landinu sé vel fjármögnuð og þjónusta á landsbyggðinni sé tryggð.“. Nota gervigreind Hægt er að senda inn tillögur í Samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri til 23. janúar og eftir það tekur þriggja manna starfshópur við þeim. „Við verðum líka auðvitað með starfsfólk hér í forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu sem munu vinna úr þessu. Við ætlum líka að nota gervigreind í þessari vinnu. Það mun taka einhvern tíma. Þá munu við líka fá ráðgjöf frá sérfræðingum um hvar og hvernig er hægt að hagræða,“ segir Kristrún. Ætla að hrista hópinn saman á Þingvöllum Ríkisstjórnin hittist á vinnufundi í fyrramálið í forsetaráðherrabústaðnum á Þingvöllum. „Við munum halda áfram að ræða um stjórnarsáttmálann. Við fórum hratt yfir hann á fyrsta formlega ríkisstjórnarfundinum í síðustu viku. Við munum fara yfir forgangsmál ríkisstjórnarinnar og hagræðingarverkefnið. Fjármálaráðherra og fjármálaráðuneytið eru að fara af stað með undirbúning fjármálaáætlunar og við ætlum að ræða það. Þetta í raun enn þá betri leið til að hrista hópinn enn þá betur saman svo við getum verið samstíga á komandi mánuðum,“ segir hún. Kristrún er búin að ákveða hvern hún vill fá sem næsta þingflokksformann Samfylkingar. „Ég á eftir að kynna þessa tillögu fyrir þingflokknum og við verðum mjög líklega með þingflokksfund strax eftir helgi. Það þarf líka að kjósa í stjórn þingflokksins, ritara og varamann. Þetta er eitthvað sem þingflokkurinn ræðir um og greiðir svo atkvæði í kjölfarið,“ segir Kristrún. Aðspurð um hvort Dagur B. Eggertsson hafi lýst yfir áhuga á að gegna stöðu þingflokksformanns svarar Kristrún: Það er fullt af góðu fólki í þingflokki Samfylkingar sem hefur áhuga á að gegna ábyrgðarstöðum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Rekstur hins opinbera Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Nýr forsætisráðherra hóf árið af krafti og kallaði eftir sparnaðarráðum í rekstri ríkisins í Samráðsgátt stjórnvalda í dag. Fólki var ráðlagt að velta fyrir sér hvort opinberu fé væri eytt í sömu verkefni ef verið væri að byrja hér frá grunni. Fram kom að áætluð ríkisútgjöld séu 16 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu alls um 1.550 milljarðar króna. Sparnaðarráðin hrúgast inn Meðal á þriðja hundrað tillagana sem hrúguðust inn í Samráðsgátt stjórnvalda í dag er að leggja niður ráðherrabíla. Ganga úr Nató og hætta að veita fjármunum í vopnakaup og stríðsrekstur. Fækka eða sameina sendiráð og stofnunum og fækka aðstoðarmönnum ráðherra. Flestir velja þó að birta ekki tillögur sínar. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er vongóð um að margar gagnlegar tillögur berist. „Ég hef mjög góða reynslu af samráði við almenning. Bæði í opnu fundarformi og í beinum tilmælum. Almenna þekkingin reynist gjarnan vel. Ef sömu tillögurnar koma aftur og aftur upp þá er einfaldlega eitthvað til í þeim,“ segir Kristrún. Sameining eigi ekki að skerða þjónustu Kristrún segir þetta skref í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að hagræða og sameina stofnanir. Það þurfi þó ekki að þýða uppsagnir. „Ef stofnanir eiga að sameinast þá þarf að vera augljóst að það muni ekki hafa í för með sér að þjónusta verði skert,“ segir hún. Aðspurð um hvað ríkisstjórnin hyggst spara í hagræðingaraðgerðum svarar Kristrún: „Það á allt eftir að koma í ljós. Við getum ekki gefið okkur eina fasta tölu fyrir fram því við verðum að geta staðið undir þjónustu. Við viljum að velferðarþjónustan í landinu sé vel fjármögnuð og þjónusta á landsbyggðinni sé tryggð.“. Nota gervigreind Hægt er að senda inn tillögur í Samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri til 23. janúar og eftir það tekur þriggja manna starfshópur við þeim. „Við verðum líka auðvitað með starfsfólk hér í forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu sem munu vinna úr þessu. Við ætlum líka að nota gervigreind í þessari vinnu. Það mun taka einhvern tíma. Þá munu við líka fá ráðgjöf frá sérfræðingum um hvar og hvernig er hægt að hagræða,“ segir Kristrún. Ætla að hrista hópinn saman á Þingvöllum Ríkisstjórnin hittist á vinnufundi í fyrramálið í forsetaráðherrabústaðnum á Þingvöllum. „Við munum halda áfram að ræða um stjórnarsáttmálann. Við fórum hratt yfir hann á fyrsta formlega ríkisstjórnarfundinum í síðustu viku. Við munum fara yfir forgangsmál ríkisstjórnarinnar og hagræðingarverkefnið. Fjármálaráðherra og fjármálaráðuneytið eru að fara af stað með undirbúning fjármálaáætlunar og við ætlum að ræða það. Þetta í raun enn þá betri leið til að hrista hópinn enn þá betur saman svo við getum verið samstíga á komandi mánuðum,“ segir hún. Kristrún er búin að ákveða hvern hún vill fá sem næsta þingflokksformann Samfylkingar. „Ég á eftir að kynna þessa tillögu fyrir þingflokknum og við verðum mjög líklega með þingflokksfund strax eftir helgi. Það þarf líka að kjósa í stjórn þingflokksins, ritara og varamann. Þetta er eitthvað sem þingflokkurinn ræðir um og greiðir svo atkvæði í kjölfarið,“ segir Kristrún. Aðspurð um hvort Dagur B. Eggertsson hafi lýst yfir áhuga á að gegna stöðu þingflokksformanns svarar Kristrún: Það er fullt af góðu fólki í þingflokki Samfylkingar sem hefur áhuga á að gegna ábyrgðarstöðum.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Rekstur hins opinbera Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira