Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2025 14:21 Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Einkasafn Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. Læknarnir Oddur Þórir Þórarinsson og Hafsteinn Daníel Þorsteinsson, sem störfuðu báðir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, HSU, um árabil viðruðu þungar áhyggjur sínar af stöðu heilbrigðismála á Suðurlandi í fréttum Stöðvar 2 í gær. Þeir gagnrýndu stjórn HSU fyrir að bjóða læknum lakari kjör en þekkist annars staðar og bregðast illa við mönnunarvanda sem sé gegnumgangandi á svæðinu. Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU vísar ýmsu í málflutningi læknanna á bug. „Almennt gengur okkur vel að manna stöðurnar okkar, þó svo að í einhverjum tilfellum reynist erfitt að manna læknastöður á minni heilsugæslustöðvum. Og það er náttúrulega gríðarlegt áhyggjuefni þegar það gerist. Mér finnst líka mikilvægt í þessari umræðu að fólk upplifi ekki óöryggi, það er afar mikilvægt að íbúar á Suðurlandi og aðrir skjólstæðingar sem til okkar leita geti treyst að öryggi þeirra sé tryggt,“ segir Díana. Greiðslurnar í samræmi við aðrar stofnanir Þá hafnar Díana fullyrðingum um að kjör hjá HSU séu lakari en annars staðar. „Greiðslurnar eru að okkar mati í samræmi við þá taxta sem ég sé frá öðrum stofnunum. Og við höfum alveg átt samtal ég og forstjórar annarra heilbrigðisstofnana. Við erum mjög meðvitð um þetta og þetta er bara mjög erfið staða. Ég get ekki séð að við séum að gera verr en aðrir,“ segir Díana. Mál aldraðs manns í Rangárþingi sem ekki var hægt að úrskurða látinn um jólin vegna læknaskorts hefur verið í brennidepli, og þótt ákveðin táknmynd vandans. Díana segir verið að vinna í að koma málum þar í betra horf. Er ekki óforsvaranlegt að ekki sé hægt að bregðast við svona tilviki? „Jú, það má klárlega segja það. Það er náttúrulega miður að úrskurður látins manns hafi þurft að bíða og að vottorðið hafi ekki fengist afgreitt strax með þeim hætti sem til er ætlast. Og mér þykir þetta miður. Það var líka um misskilning í þessu ferli að ræða og það hefði ekki þurft að taka svona langan tíma að afgreiða málið.“ Funda eftir helgi Annar læknirinn orðaði þetta þannig í gær að hann óttaðist að Suðurlandið yrði eyðimörk í heilbrigðisþjónustu ef fram heldur sem horfir. Þú tekur ekki undir það? „Guð minn góður. Við erum náttúrulega stór stofnun eins og ég sagði, 850 starfsmenn, og við erum að mestu mjög vel mönnuð nema, þar sem áhyggjuefnin eru, á minni heilsugæslum á landsbyggðinni þar sem vantar lækna til að setjast að og vera.“ Díana segir þó ljóst að bregðast þurfi við mönnunarvandanum þar sem hann sé til staðar. Hún hafi rætt við heilbrigðisráðherra, fyrrverandi og núverandi, um aðgerðir til að laða að lækna. Þar megi nefna afslátt á námslánum eða skattaívilnanir. Þá mun HSU funda með forsvarsmönnum Ásahrepps og Rángarþings eystra og ytra um stöðu mála eftir helgi. Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Kjaramál Tengdar fréttir Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45 „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Læknir segir læknalaust á Rangárvallasýslu vegna þess að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur markvisst auglýst starfið með kjörum undir gildandi kjarasamningum til að fæla frá verktaka. Hérað HSU sé eyðimörk hvað varðar mönnun í dag. 28. desember 2024 17:00 Enginn læknir á vaktinni Íbúar í Rangárvallasýslu krefjast úrbóta í læknamálum en enginn læknir var á vakt yfir jólin í sýslunni. Skorað er á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslunnar á landsbyggðinni án tafar. 28. desember 2024 13:04 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Læknarnir Oddur Þórir Þórarinsson og Hafsteinn Daníel Þorsteinsson, sem störfuðu báðir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, HSU, um árabil viðruðu þungar áhyggjur sínar af stöðu heilbrigðismála á Suðurlandi í fréttum Stöðvar 2 í gær. Þeir gagnrýndu stjórn HSU fyrir að bjóða læknum lakari kjör en þekkist annars staðar og bregðast illa við mönnunarvanda sem sé gegnumgangandi á svæðinu. Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU vísar ýmsu í málflutningi læknanna á bug. „Almennt gengur okkur vel að manna stöðurnar okkar, þó svo að í einhverjum tilfellum reynist erfitt að manna læknastöður á minni heilsugæslustöðvum. Og það er náttúrulega gríðarlegt áhyggjuefni þegar það gerist. Mér finnst líka mikilvægt í þessari umræðu að fólk upplifi ekki óöryggi, það er afar mikilvægt að íbúar á Suðurlandi og aðrir skjólstæðingar sem til okkar leita geti treyst að öryggi þeirra sé tryggt,“ segir Díana. Greiðslurnar í samræmi við aðrar stofnanir Þá hafnar Díana fullyrðingum um að kjör hjá HSU séu lakari en annars staðar. „Greiðslurnar eru að okkar mati í samræmi við þá taxta sem ég sé frá öðrum stofnunum. Og við höfum alveg átt samtal ég og forstjórar annarra heilbrigðisstofnana. Við erum mjög meðvitð um þetta og þetta er bara mjög erfið staða. Ég get ekki séð að við séum að gera verr en aðrir,“ segir Díana. Mál aldraðs manns í Rangárþingi sem ekki var hægt að úrskurða látinn um jólin vegna læknaskorts hefur verið í brennidepli, og þótt ákveðin táknmynd vandans. Díana segir verið að vinna í að koma málum þar í betra horf. Er ekki óforsvaranlegt að ekki sé hægt að bregðast við svona tilviki? „Jú, það má klárlega segja það. Það er náttúrulega miður að úrskurður látins manns hafi þurft að bíða og að vottorðið hafi ekki fengist afgreitt strax með þeim hætti sem til er ætlast. Og mér þykir þetta miður. Það var líka um misskilning í þessu ferli að ræða og það hefði ekki þurft að taka svona langan tíma að afgreiða málið.“ Funda eftir helgi Annar læknirinn orðaði þetta þannig í gær að hann óttaðist að Suðurlandið yrði eyðimörk í heilbrigðisþjónustu ef fram heldur sem horfir. Þú tekur ekki undir það? „Guð minn góður. Við erum náttúrulega stór stofnun eins og ég sagði, 850 starfsmenn, og við erum að mestu mjög vel mönnuð nema, þar sem áhyggjuefnin eru, á minni heilsugæslum á landsbyggðinni þar sem vantar lækna til að setjast að og vera.“ Díana segir þó ljóst að bregðast þurfi við mönnunarvandanum þar sem hann sé til staðar. Hún hafi rætt við heilbrigðisráðherra, fyrrverandi og núverandi, um aðgerðir til að laða að lækna. Þar megi nefna afslátt á námslánum eða skattaívilnanir. Þá mun HSU funda með forsvarsmönnum Ásahrepps og Rángarþings eystra og ytra um stöðu mála eftir helgi.
Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Kjaramál Tengdar fréttir Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45 „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Læknir segir læknalaust á Rangárvallasýslu vegna þess að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur markvisst auglýst starfið með kjörum undir gildandi kjarasamningum til að fæla frá verktaka. Hérað HSU sé eyðimörk hvað varðar mönnun í dag. 28. desember 2024 17:00 Enginn læknir á vaktinni Íbúar í Rangárvallasýslu krefjast úrbóta í læknamálum en enginn læknir var á vakt yfir jólin í sýslunni. Skorað er á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslunnar á landsbyggðinni án tafar. 28. desember 2024 13:04 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45
„Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Læknir segir læknalaust á Rangárvallasýslu vegna þess að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur markvisst auglýst starfið með kjörum undir gildandi kjarasamningum til að fæla frá verktaka. Hérað HSU sé eyðimörk hvað varðar mönnun í dag. 28. desember 2024 17:00
Enginn læknir á vaktinni Íbúar í Rangárvallasýslu krefjast úrbóta í læknamálum en enginn læknir var á vakt yfir jólin í sýslunni. Skorað er á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslunnar á landsbyggðinni án tafar. 28. desember 2024 13:04