1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. janúar 2025 14:04 Sistynin 16 frá Kjóastöðum í Biskupstungum í Bláskógabyggð, sem eru elst núlifandi systkina á Íslandi. Á myndinni eru í efri röð frá vinstri; Egill, Ólafur, Bárður, Gústaf, Sigríður, Karl, Svanhvít, Magnús, Þorvaldur og Loftur. Og í neðri röðinni frá vinstri eru þau; Guðmundur, Sigþrúður, Guðrún, Ágústa Halla, Halldóra, Þórey. Myndin var tekin á ættarmóti systkinanna í júní 2009. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elstu núlifandi systkini landsins eru systkinin sextán frá Kjóastöðum í Biskupstungum í Bláskógabyggð en þau eru samtals 1166 ára gömul. Elsta systkinið er 83 ára og það yngsta 58 ára. Kjóastaðasystkinin fæddust á 25 árum. 19 mánuðir voru á milli þeirra að meðaltali, minnst um 11 mánuðir en mest 48 mánuðir. Hér erum við að tala um níu syni og sjö dætur en engir tvíburar eru í hópnum. Tvö af systkinunum eiga sama fæðingardag og einu sinni fæddust tvö börn sama árið. Jónas Ólafsson faðir systkinanna varð 85 ára og Sigríður Gústafsdóttir móðir þeirra varð 91 árs. Sigþrúður er yngst systkinanna. Hvernig fannst henni að alast upp í svona stórum systkinahópi? „Það var svolítið öðruvísi en þegar maður var yngri þá náttúrulega gerði maður sér kannski ekki grein fyrir því. Við vorum aldrei öll heima í einu. Ég leit kannski meira á eldri systkini mín eins og frænda og frænkur,” segir Sigþrúður. En hvernig var að búa í sveitinni á þessum árum? „Maður kannski kann að meta það meira núna þegar maður verður eldri. Mér fannst þetta voðalega skrýtið. Mamma og pabbi keyrðu hvorugt og maður þurfti alltaf að vera að sníkja sér far á böllin og skemmtanir,” segir hún hlæjandi. Sigþrúður, sem er yngst systkinanna 58 ára gömul.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjóastaðasystkinin eru samrýmd og hittast reglulega og svo eru þau dugleg að mæta í Tungnaréttir á haustin og taka þá hressilega á í söngnum þegar búið er að draga í dilka. Ætlið þið eitthvað að koma saman og halda upp á þessi tíðindi, elsti systkinahópur Íslands? „Nei, það held ég nú ekki,” segir Sigþrúður, sem er yngst Kjóastaðasystkinanna. Hjónin á Kjóastöðum, Jónas Ólafsson og Sigríður Gústafsdóttir, sem eiga börnin sextán, sem eru öll á lífi. Jónas dó 85 ára gamall og Sigríður 91 árs.Aðsend Bláskógabyggð Réttir Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Kjóastaðasystkinin fæddust á 25 árum. 19 mánuðir voru á milli þeirra að meðaltali, minnst um 11 mánuðir en mest 48 mánuðir. Hér erum við að tala um níu syni og sjö dætur en engir tvíburar eru í hópnum. Tvö af systkinunum eiga sama fæðingardag og einu sinni fæddust tvö börn sama árið. Jónas Ólafsson faðir systkinanna varð 85 ára og Sigríður Gústafsdóttir móðir þeirra varð 91 árs. Sigþrúður er yngst systkinanna. Hvernig fannst henni að alast upp í svona stórum systkinahópi? „Það var svolítið öðruvísi en þegar maður var yngri þá náttúrulega gerði maður sér kannski ekki grein fyrir því. Við vorum aldrei öll heima í einu. Ég leit kannski meira á eldri systkini mín eins og frænda og frænkur,” segir Sigþrúður. En hvernig var að búa í sveitinni á þessum árum? „Maður kannski kann að meta það meira núna þegar maður verður eldri. Mér fannst þetta voðalega skrýtið. Mamma og pabbi keyrðu hvorugt og maður þurfti alltaf að vera að sníkja sér far á böllin og skemmtanir,” segir hún hlæjandi. Sigþrúður, sem er yngst systkinanna 58 ára gömul.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjóastaðasystkinin eru samrýmd og hittast reglulega og svo eru þau dugleg að mæta í Tungnaréttir á haustin og taka þá hressilega á í söngnum þegar búið er að draga í dilka. Ætlið þið eitthvað að koma saman og halda upp á þessi tíðindi, elsti systkinahópur Íslands? „Nei, það held ég nú ekki,” segir Sigþrúður, sem er yngst Kjóastaðasystkinanna. Hjónin á Kjóastöðum, Jónas Ólafsson og Sigríður Gústafsdóttir, sem eiga börnin sextán, sem eru öll á lífi. Jónas dó 85 ára gamall og Sigríður 91 árs.Aðsend
Bláskógabyggð Réttir Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira