Tímamótafréttir bárust af sviði stjórnmálanna í gær. Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann væri að kveðja pólitíkina þar sem hann hefur verið í aðalhlutverki um langa hríð. Bjarni tók sæti á Alþingi árið 2003 og hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins síðan 2009. Þangað til í nýliðnum desember hafði Bjarni, í forystu Sjálfstæðisflokksins, setið í ríkisstjórn með mörgum mismunandi flokkum í hinum ýmsum ráðherraembættum. Lengi hafa verið sagðar fréttir af mögulegu brotthvarfi Bjarna úr stjórnmálunum. Í september 2006 var sagt frá því í Fréttablaðinu að kenningar væru á lofti um að hann væri á leið út. „Mér líður þannig að ég eigi eftir að halda áfram. Ég á margt eftir óklárað í stjórnmálum áður en ég hætti í þeim,“ sagði 36 ára gamall Bjarni þá, en hann átti heldur betur eftir að reynast sannspár, búinn að sitja á þingi í um þrjú ár og átti rúm átján ár eftir. Í færslunni þar sem Bjarni tilkynnti í gær að hann væri að hætta tók hann þó fram að þingseta hans hefði varað lengri tíma en hann hefði nokkurn tímann getað ímyndað sér. „Ég hef verið þingmaður í Suðvesturkjördæmi frá árinu 2003 og tók fyrst sæti á þinginu 33 ára gamall. Síðar í mánuðinum verð ég 55 ára.“ Af þessu tilefni er vert að fara aðeins yfir stjórnmálaferil Bjarna Benediktssonar. Í ljósi þess hversu langur ferill Bjarna hefur verið verður aðeins stiklað á stóru og því er fjöldi mála sem ekki gefst tími til að fara yfir í þessari umfjöllun. Komst inn sem uppbótarþingmaður Áður en Bjarni tók sæti á þingi hafði hann komið víða við. Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík 1989, fékk lögfræðipróf frá Háskóla Íslands 1995 og stundaði í framhaldinu nám í lögfræði og þýsku í Þýskalandi og fékk síðan meistaragráðu í lögfræði eftir nám í Miami School of Law í Bandaríkjunum. Þá starfaði hann sem lögfræðingur hjá Eimskip í lok tíunda áratugarins og síðan var hann lögmaður með eigin rekstur á Lex lögmannstofu frá 1999 til 2003. Jafnframt má minnast á að Bjarni var í stjórn Hugins, félags ungra Sjálfstæðismanna í Garðabæ, og formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar en hann lék sjálfur með meistaraflokki félagsins um nokkurra ára skeið. Bjarni var í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum 2003, einu sæti á eftir núverandi utanríkisráðherra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Staðan var tvísýn hjá Bjarna á kosninganótt, en hann komst inn á lokasprettinum sem uppbótarþingmaður. Hann var síðan kjörinn formaður allsherjarnefndar Alþingis, og tók einmitt við þeirri formennsku af Þorgerði Katrínu. Efnilegur en „of einlægur“ Þegar Bjarni var búinn að sitja á þingi í um það bil eitt ár var honum hrósað verulega í dálknum Maður vikunnar í Fréttablaðinu, í bland við smá gagnrýni. „Samferðarmenn Bjarna bera honum afar vel söguna. Æskuvinur hans lýsti honum sem heilsteyptum karakter, hógværum og skynsömum. Hann er sagður léttur í lund og mikill húmoristi. Bjarni er jarðbundinn eins og hann á kyn til og hefur alla tíð borist afskaplega lítið á, sagður vel upp alinn. En sá eiginleiki Bjarna sem hefur nýst honum hvað best undanfarnar vikur er að hann klárar það sem honum er falið að gera og það sem hann tekur sér fyrir hendur,“ sagði í Fréttablaðinu. Í þessum dálki var því haldið fram að reynsluleysi hans af stjórnmálum birtist helst þegar hann tæki þátt í „pólitískri orðasnerru“ við andstæðinga sína. „Þrátt fyrir að Bjarni sé ágætlega máli farinn er hann ekki leiftrandi í málflutningi og á erfitt með að fara í þann ham sem tíðkast gjarnan í slíku orðaskaki.“ Samflokksmaður Bjarna hafði á orði að hann væri of einlægur, allt að því viðkvæmur fyrir beinskeyttum orðaskiptum og pólitískir hrægammar væru fljótir að finna blóðlyktina þegar einhverjum sárnaði. Það var þó mat höfundar Manns vikunnar að byrjun Bjarna á þingi lofaði góðu, svo góðu að einhverjir sæju hann fyrir sér í „framtíðarforystusveit“ Sjálfstæðisflokksins. Bjarni eins og skyr þegar hann varð formaður Í upphafi þingferils síns tók Bjarni mikinn þátt í opinberri umræðu, til að mynda um fjölmiðlalögin, endurskoðun stjórnarskrárinnar, Evrópumál og ýmis mál sem varða réttarfar og dómstóla. Í janúar 2009, í kjölfar bankahrunsins, tilkynnti Geir H. Haarde, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins að hann ætlaði að láta af formennsku í Sjálfstæðisflokknum eftir næsta landsfund, en þá hafði Geir greinst með krabbamein. Jafnframt var boðað til kosninga sem fóru fram í maí þetta sama ár. Bjarni fór í formannsslaginn og bar sigur úr býtum gegn Kristjáni Þór Júlíussyni. „Ég er eins og skyr, ég er mjög hrærður,“ sagði Bjarni af því tilefni og uppskar hlátrasköll. Í Alþingiskosningunum um vorið hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 23,7 prósent kosningu, en endaði í stjórnarandstöðu gegn ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Það var nóg að gera í stjórnarandstöðunni ekki síst vegna Icesave-málsins. Komst loksins í ríkisstjórn Bjarni komst hins vegar í ríkisstjórn eftir kosningasigur í apríl 2013 þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu stjórn. Bjarni varð þá fjármálaráðherra, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, tók við embætti forsætisráðherra. Stefanía Óskarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði ræddi um feril Bjarna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi og sagði samstarf Bjarna og Sigmundar hafa verið árangursríkt. Aðgerðir þeirra hefðu skilað ríkissjóði miklum ávinningi. Á meðal þess sem þeir gerðu í ríkisstjórn var að koma á aðgerðaráætlun um niðfellingu hafta og þá komu þeir á fót hinni svokölluðu skuldaleiðréttingu. Ashley Madison og Icehot1 Umrædd ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar vakti þó sérstaka athygli vegna nokkurra svokallaðra lekamála. Stjórnin var meira að segja kölluð „Lekastjórnin“ af sumum. Eitt þessara mála sem varðaði Bjarna kom upp síðsumars 2015 þegar netföngum af framhjáhalds-stefnumótasíðunni Ashley Madison var lekið á netið. Þarna voru einhver íslensk netföng, og þar á meðal netfang Bjarna Benediktssonar frá því að hann hafði verið í stjórn N1. Bjarni var skráður á vefinn undir notendanafninu Icehot1. Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna, sagði þau hjónin hafa skráð sig á vefinn fyrir forvitnisakir árið 2008. Síðan hefðu þau aldrei farið inn á umræddan vef. Panama-skjölin Annað mál sem skók ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokk varðaði Panama-skjölin. Í mars 2016 var greint frá því að nöfn Bjarna og Sigmundar væru á listum yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum. Þar mátti einnig finna nafn Ólafar Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Bjarni útskýrði málið þannig á Facebook-síðu sinni að hann hefði árið 2006 fyrir fjörutíu milljónir króna keypt þriðjungshlut í eignarhaldsfélagi sem Landsbankinn í Lúxemborg hafði stofnað fyrir viðskiptafélaga hans um kaup á fasteign í Dubaí. Hann hefði alla tíð staðið í þeirri trú að félagið væri í Lúxemborg, en hann hafi síðan fengið ábendingu frá erlendum blaðamanni að félagið væri skráð á Seychelles-eyjum. Hann tók fram að hann hefði bæði gert grein fyrir kaupum á félaginu og niðurlagningu þess gagnvart íslenskum skattyfirvöldum. Þá hefði uppgötvunin um að félagið væri skráð á Seychelles-eyjum ekki áhrif á skattalegt samhengi málsins. Bjarni sagði jafnframt í viðtali að sér þætti eðlismunur á máli sínu og Ólafar annars vegar, og máli Sigmundar hins vegar. Sigmundur endaði á að segja af sér sem forsætisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson tók við því embætti, og kosningum var flýtt til haustsins 2016. Skammlíf ríkisstjórn með Bjarna í fararbroddi Aftur vann Sjálfstæðisflokkurinn kosningasigur og var langstærsti flokkurinn á Alþingi með 21 þingmann og 29 prósent atkvæða, en næst stærstu flokkarnir voru Píratar og Vinstri grænir með tíu þingmenn hvor. Bjarni myndaði nýja ríkisstjórn með Viðreisn, með Benedikt Jóhannssyni frænda Bjarna í fararbroddi, og Bjartri Framtíð, þar sem Óttarr Proppé var formaður. Í þessari ríkisstjórn varð Bjarni loks forsætisráðherra. Stjórnin átti eftir að vera ein sú skammlífasta í lýðræðissögunni, en hún var við stjórnartauminn í átta mánuði. Það var Björt framtíð sem sleit ríkisstjórnarsamstarfinu vegna „alvarlegs trúnaðarbrests“. Það gerðist sama dag og í ljós kom að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði skrifað undir meðmæli með umsókn um uppreist æru. Þáverandi dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen greindi Bjarna frá því í júlí 2017 að faðir hans hefði mælt með uppreist æru fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila. Mál Hjalta annars vegar og Róberts Downey hins vegar höfðu verið milli tannanna á fólki dagana og vikurnar á undan. Báðir höfðu hlotið dóma fyrir barnaníð og hlutu uppreist æru í september 2016. „Ég ætla ekki að líta undan. Ég ætla að horfast beint í augun við þessa stöðu. Það er mín skoðun að við þurfum að endurheimta sterka ríkisstjórn fyrir Ísland,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi daginn eftir að tilkynnt var um að ríkisstjórnin væri sprungin. Aftur var boðað til kosninga. Langlífari ríkisstjórn Í kosningunum 2017 fékk Sjálfstæðisflokkurinn lakari kosningu en árið á undan en var samt sem áður stærsti flokkurinn. Og aftur komst Bjarni í ríkisstjórn, nú með Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Bjarni fór aftur í fjármálaráðuneytið, en Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, varð forsætisráðherra. Ólíkt stjórninni á undan varð þessi þriggja flokka stjórn ansi langlíf, en hún endurnýjaði umboð sitt í þingkosningum í september 2021 í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Að sögn Stefníu Óskarsdóttur í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var samstarf flokkanna líka árangursríkt. Stjórnin hafi farið í mikla innviðauppbyggingu sem hafi verið algjör nauðsyn. „Þannig að Bjarni hefur komið að mörgum mikilvægum málum og siglt þjóðarskútunni örugglega,“ sagði Stefanía. Ásmundarsalsmálið Eitt helsta verkefni þessarar stjórnar var að takast á við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Og í einu máli tengdum faraldrinum var Bjarni sannarlega í sviðsljósinu. Frá því að faraldurinn kom upp í mars 2020 voru alla jafna sérstakar sóttvarnarreglur í gildi sem innihéldu ýmsar samkomutakmarkanir, og um jólin 2020 var tíu manna samkomubann í gildi, og veitingastaðir og barir máttu aðeins vera opnir til tíu. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að morgni aðfangadags þar sem lögreglan greindi frá verkefnum sínum á Þorláksmessukvöld var fjallað um samkvæmi í sal sem hefði átt að vera lokaður á þessum tíma. „Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ sagði í dagbókinni Í fyrstu lá ekki fyrir hvaða ráðherra lögreglan vísaði til og fjölmiðlar kepptust um að komast að því hver hefði verið í þessu teiti. Vísir greindi svo frá því að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal í Skólavörðuholtinu ásamt eiginkonu sinni. Bjarni baðst afsökunar á þessu. „Ég hafði verið í húsinu í um fimmtán mínútur og á þeim tíma fjölgaði gestunum. Rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa listasafnið strax þegar ég áttaði mig á að fjöldinn rúmaðist ekki innan takmarkana. Það gerði ég ekki og ég biðst innilega afsökunar á þeim mistökum,“ sagði hann í færslu á Facebook. Stjórnarandstaðan fór fram á það að Bjarni myndi skoða stöðu sína og íhuga afsögn. Katrín sagðist á jóladag ekki gera kröfu um að Bjarni myndi segja af sér, og Bjarni sagði jafnframt að atburðurinn kallaði ekki á afsögn. Þess má geta að eigendur Ásmundarsalar héldu því fram að í raun hefðu sóttvarnarreglur ekki verið brotnar. En þau voru engu að síður sektuð. Sagði af sér eftir Íslandsbankasöluna Annað mál sem var áberandi þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var við völd var salan á Íslandsbanka. Tvö útboð áttu sér stað í sölunni. Hið fyrra átti sér stað árið 2021 og var opið almenningi. Það síðara fór fram árið 2022, var lokað og fengu einungis fag- og stofnanafjárfestar að taka þátt. Í seinna útboðinu keypti Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hlut í bankanum fyrir 54 milljónir króna. Hann gerði það í gegnum félagið Hafsilfur ehf., sem var alfarið í hans eigu. Þetta kom fram í apríl 2020, en áður hafði Bankasýsla ríkisins, sem annaðist söluna, mælt gegn því að listinn yfir fjárfesta yrði birtur. Það var hins vegar þann 10. október 2023 sem Bjarni tilkynnti að hann hygðist hætta sem fjármálaráðherra. Ástæðan var álit umboðsmanns Alþings þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Bjarni hefði ekki verið hæfur þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um sölu á Íslandsbanka, í ljósi þess að einkahlutafélag föður hans var á meðal kaupenda. Þrátt fyrir að Bjarni segði af sér sagðist hann vera með hreina samvisku. „Þetta á ekki síst við í ljósi þess hvernig sölumeðferð var háttað en öll framkvæmd sölunnar var lögum samkvæmt í höndum Bankasýslu ríkisins og salan fór fram með útboðsferli þar sem að mínu mati var ógerningur fyrir ráðherra að fylgjast með mögulegu vanhæfi í sölunni,“ sagði hann á blaðamannafundinum þar sem hann tilkynnti um afsögn sína. Ekki lá strax fyrir hvort Bjarni væri þá á leið úr stjórnmálum, eða hvort hann myndi einungis hætta sem ráðherra, eða jafnvel að hann myndi skipta um ráðherrastól. Það síðasta reyndist rétt. Fjórum dögum eftir að Bjarni sagði af sér var ný mynd ríkisstjórnarinnar kynnt. Bjarni og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, skiptu um sæti. Hann varð utanríkisráðherra og hún fjármálaráðherra. Ekki mikið eftir hjá BDV Aftur urðu breytingar á ríkisstjórninni ári seinna þegar Katrín tilkynnti að hún ætlaði að hætta sem forsætisráðherra og segja af sér þingmennsku til að fara í forsetaframboð. Að kvöldi 9. apríl var ný ríkisstjórn með sömu flokkum mynduð, og aftur varð Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. „Ég er mjög bjartsýnn á að stjórnarflokkarnir séu sammála um þessi megin áherslumál. Svo verður þetta krefjandi – og ég segi við ráðherrana og ég segi við þingflokkinn minn: Ekki biðja um að þetta sé auðvelt,“ sagði Bjarni. Katrín hafði ekki erindi sem erfiði í forsetaframboðinu og beið lægri hlut gegn Höllu Tómasdóttur. Voru margir sem snerust gegn henni vegna þess að hafa yfirgefið ríkisstjórnina og skilið Bjarna eftir sem leiðtoga hennar. Ekki gekk heldur vel hjá ríkisstjórninni. Ný útgáfa stjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna lifði ekki lengi. Rétt rúmu ári eftir að Bjarni tilkynnti að hann væri að hætta í forsætisráðuneytinu og hálfu ári eftir brotthvarf Katrínar tilkynnti hann um endalok ríkisstjórnarsamstarfsins. Dagana og vikurnar á undan hafði verið talsverð ólga á stjórnarheimilinu, ekki síst vegna máls Yazans Tamimi, ellefu ára gamals langveiks drengs frá Palestínu. Um mánuði fyrir stjórnarslitin átti að vísa honum og fjölskyldu hans úr landi að næturlagi. Þá hringdu ráðherrar hvor í annan og í ríkislögreglustjóra og brottflutningurinn var stöðvaður eftir að Bjarni féllst á beiðni ráðherra Vinstri grænna þess efnis. Í kjölfarið lístu ráðherrarnir mjög ólíkum sjónarmiðum sínum á málinu. „En síðan kemur upp þetta mál með langveikan dreng frá Palestínu, sem í rauninni á endanum má segja velti þessari ríkisstjórn, það er svona þúfan sem veltir hlassinu,“ sagði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, í kjölfar stjórnarslitanna. „Ég var búinn að veðja á þú myndir spyrja að þessu“ Aftur var boðað til kosninga sem fóru fram 30. nóvember. Þá gerðist það í annað skipti að Sjálfstæðisflokkurinn, undir forystu Bjarna, var ekki sá stærsti. Fyrra skiptið var 2009 þegar hann var nýtekinn við sem formaður og í kjölfar efnahagshrunsins. Flokkurinn var þó með 19,4 prósenta fylgi, innan við tveimur prósentum frá Samfylkingu sem var stærst. Bjarni sagði því að um varnarsigur væri að ræða en þetta var í fyrsta skipti sem flokkurinn mældist með fylgi undir tuttugu prósentum í Alþingiskosningum. Í þetta skiptið komst Bjarni ekki í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir hjá Samfylkingu, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hjá Viðreisn og Inga Sæland hjá Flokki fólksins mynduðu ríkisstjórn. Bjarni, sem hefur á síðustu árum ítrekað verið spurður út í framtíð sína í stjórnmálum, síðast í Kryddsíldinni á Stöð 2 á gamlársdag. Þar var hann enn og aftur spurður hvort hann ætlaði sér að halda áfram sem formaður Sjálfstæðisflokksins. „Þarna græddi ég rauðvínsflösku. Ég var búinn að veðja á þú myndir spyrja að þessu,“ sagði Bjarni og bætti við að það færi eftir því hvort hann myndi ná kosningu og hvort hann yrði í kjöri. Nú nokkrum dögum seinna hefur Bjarni greint frá því að hann verði ekki í kjöri. Eftir formennsku í á sextánda ár og þingmennsku á þriðja áratug er komið að tímamótum. Bjarni kveður stjórnmálin og spennan magnast í baráttunni um formannsstólinn þar sem fjölmargir eru nefndir til sögunnar sem mögulegir eftirmenn. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ráðherra í Ásmundarsal Salan á Íslandsbanka Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent
Lengi hafa verið sagðar fréttir af mögulegu brotthvarfi Bjarna úr stjórnmálunum. Í september 2006 var sagt frá því í Fréttablaðinu að kenningar væru á lofti um að hann væri á leið út. „Mér líður þannig að ég eigi eftir að halda áfram. Ég á margt eftir óklárað í stjórnmálum áður en ég hætti í þeim,“ sagði 36 ára gamall Bjarni þá, en hann átti heldur betur eftir að reynast sannspár, búinn að sitja á þingi í um þrjú ár og átti rúm átján ár eftir. Í færslunni þar sem Bjarni tilkynnti í gær að hann væri að hætta tók hann þó fram að þingseta hans hefði varað lengri tíma en hann hefði nokkurn tímann getað ímyndað sér. „Ég hef verið þingmaður í Suðvesturkjördæmi frá árinu 2003 og tók fyrst sæti á þinginu 33 ára gamall. Síðar í mánuðinum verð ég 55 ára.“ Af þessu tilefni er vert að fara aðeins yfir stjórnmálaferil Bjarna Benediktssonar. Í ljósi þess hversu langur ferill Bjarna hefur verið verður aðeins stiklað á stóru og því er fjöldi mála sem ekki gefst tími til að fara yfir í þessari umfjöllun. Komst inn sem uppbótarþingmaður Áður en Bjarni tók sæti á þingi hafði hann komið víða við. Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík 1989, fékk lögfræðipróf frá Háskóla Íslands 1995 og stundaði í framhaldinu nám í lögfræði og þýsku í Þýskalandi og fékk síðan meistaragráðu í lögfræði eftir nám í Miami School of Law í Bandaríkjunum. Þá starfaði hann sem lögfræðingur hjá Eimskip í lok tíunda áratugarins og síðan var hann lögmaður með eigin rekstur á Lex lögmannstofu frá 1999 til 2003. Jafnframt má minnast á að Bjarni var í stjórn Hugins, félags ungra Sjálfstæðismanna í Garðabæ, og formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar en hann lék sjálfur með meistaraflokki félagsins um nokkurra ára skeið. Bjarni var í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum 2003, einu sæti á eftir núverandi utanríkisráðherra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Staðan var tvísýn hjá Bjarna á kosninganótt, en hann komst inn á lokasprettinum sem uppbótarþingmaður. Hann var síðan kjörinn formaður allsherjarnefndar Alþingis, og tók einmitt við þeirri formennsku af Þorgerði Katrínu. Efnilegur en „of einlægur“ Þegar Bjarni var búinn að sitja á þingi í um það bil eitt ár var honum hrósað verulega í dálknum Maður vikunnar í Fréttablaðinu, í bland við smá gagnrýni. „Samferðarmenn Bjarna bera honum afar vel söguna. Æskuvinur hans lýsti honum sem heilsteyptum karakter, hógværum og skynsömum. Hann er sagður léttur í lund og mikill húmoristi. Bjarni er jarðbundinn eins og hann á kyn til og hefur alla tíð borist afskaplega lítið á, sagður vel upp alinn. En sá eiginleiki Bjarna sem hefur nýst honum hvað best undanfarnar vikur er að hann klárar það sem honum er falið að gera og það sem hann tekur sér fyrir hendur,“ sagði í Fréttablaðinu. Í þessum dálki var því haldið fram að reynsluleysi hans af stjórnmálum birtist helst þegar hann tæki þátt í „pólitískri orðasnerru“ við andstæðinga sína. „Þrátt fyrir að Bjarni sé ágætlega máli farinn er hann ekki leiftrandi í málflutningi og á erfitt með að fara í þann ham sem tíðkast gjarnan í slíku orðaskaki.“ Samflokksmaður Bjarna hafði á orði að hann væri of einlægur, allt að því viðkvæmur fyrir beinskeyttum orðaskiptum og pólitískir hrægammar væru fljótir að finna blóðlyktina þegar einhverjum sárnaði. Það var þó mat höfundar Manns vikunnar að byrjun Bjarna á þingi lofaði góðu, svo góðu að einhverjir sæju hann fyrir sér í „framtíðarforystusveit“ Sjálfstæðisflokksins. Bjarni eins og skyr þegar hann varð formaður Í upphafi þingferils síns tók Bjarni mikinn þátt í opinberri umræðu, til að mynda um fjölmiðlalögin, endurskoðun stjórnarskrárinnar, Evrópumál og ýmis mál sem varða réttarfar og dómstóla. Í janúar 2009, í kjölfar bankahrunsins, tilkynnti Geir H. Haarde, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins að hann ætlaði að láta af formennsku í Sjálfstæðisflokknum eftir næsta landsfund, en þá hafði Geir greinst með krabbamein. Jafnframt var boðað til kosninga sem fóru fram í maí þetta sama ár. Bjarni fór í formannsslaginn og bar sigur úr býtum gegn Kristjáni Þór Júlíussyni. „Ég er eins og skyr, ég er mjög hrærður,“ sagði Bjarni af því tilefni og uppskar hlátrasköll. Í Alþingiskosningunum um vorið hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 23,7 prósent kosningu, en endaði í stjórnarandstöðu gegn ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Það var nóg að gera í stjórnarandstöðunni ekki síst vegna Icesave-málsins. Komst loksins í ríkisstjórn Bjarni komst hins vegar í ríkisstjórn eftir kosningasigur í apríl 2013 þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu stjórn. Bjarni varð þá fjármálaráðherra, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, tók við embætti forsætisráðherra. Stefanía Óskarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði ræddi um feril Bjarna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi og sagði samstarf Bjarna og Sigmundar hafa verið árangursríkt. Aðgerðir þeirra hefðu skilað ríkissjóði miklum ávinningi. Á meðal þess sem þeir gerðu í ríkisstjórn var að koma á aðgerðaráætlun um niðfellingu hafta og þá komu þeir á fót hinni svokölluðu skuldaleiðréttingu. Ashley Madison og Icehot1 Umrædd ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar vakti þó sérstaka athygli vegna nokkurra svokallaðra lekamála. Stjórnin var meira að segja kölluð „Lekastjórnin“ af sumum. Eitt þessara mála sem varðaði Bjarna kom upp síðsumars 2015 þegar netföngum af framhjáhalds-stefnumótasíðunni Ashley Madison var lekið á netið. Þarna voru einhver íslensk netföng, og þar á meðal netfang Bjarna Benediktssonar frá því að hann hafði verið í stjórn N1. Bjarni var skráður á vefinn undir notendanafninu Icehot1. Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna, sagði þau hjónin hafa skráð sig á vefinn fyrir forvitnisakir árið 2008. Síðan hefðu þau aldrei farið inn á umræddan vef. Panama-skjölin Annað mál sem skók ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokk varðaði Panama-skjölin. Í mars 2016 var greint frá því að nöfn Bjarna og Sigmundar væru á listum yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum. Þar mátti einnig finna nafn Ólafar Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Bjarni útskýrði málið þannig á Facebook-síðu sinni að hann hefði árið 2006 fyrir fjörutíu milljónir króna keypt þriðjungshlut í eignarhaldsfélagi sem Landsbankinn í Lúxemborg hafði stofnað fyrir viðskiptafélaga hans um kaup á fasteign í Dubaí. Hann hefði alla tíð staðið í þeirri trú að félagið væri í Lúxemborg, en hann hafi síðan fengið ábendingu frá erlendum blaðamanni að félagið væri skráð á Seychelles-eyjum. Hann tók fram að hann hefði bæði gert grein fyrir kaupum á félaginu og niðurlagningu þess gagnvart íslenskum skattyfirvöldum. Þá hefði uppgötvunin um að félagið væri skráð á Seychelles-eyjum ekki áhrif á skattalegt samhengi málsins. Bjarni sagði jafnframt í viðtali að sér þætti eðlismunur á máli sínu og Ólafar annars vegar, og máli Sigmundar hins vegar. Sigmundur endaði á að segja af sér sem forsætisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson tók við því embætti, og kosningum var flýtt til haustsins 2016. Skammlíf ríkisstjórn með Bjarna í fararbroddi Aftur vann Sjálfstæðisflokkurinn kosningasigur og var langstærsti flokkurinn á Alþingi með 21 þingmann og 29 prósent atkvæða, en næst stærstu flokkarnir voru Píratar og Vinstri grænir með tíu þingmenn hvor. Bjarni myndaði nýja ríkisstjórn með Viðreisn, með Benedikt Jóhannssyni frænda Bjarna í fararbroddi, og Bjartri Framtíð, þar sem Óttarr Proppé var formaður. Í þessari ríkisstjórn varð Bjarni loks forsætisráðherra. Stjórnin átti eftir að vera ein sú skammlífasta í lýðræðissögunni, en hún var við stjórnartauminn í átta mánuði. Það var Björt framtíð sem sleit ríkisstjórnarsamstarfinu vegna „alvarlegs trúnaðarbrests“. Það gerðist sama dag og í ljós kom að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði skrifað undir meðmæli með umsókn um uppreist æru. Þáverandi dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen greindi Bjarna frá því í júlí 2017 að faðir hans hefði mælt með uppreist æru fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila. Mál Hjalta annars vegar og Róberts Downey hins vegar höfðu verið milli tannanna á fólki dagana og vikurnar á undan. Báðir höfðu hlotið dóma fyrir barnaníð og hlutu uppreist æru í september 2016. „Ég ætla ekki að líta undan. Ég ætla að horfast beint í augun við þessa stöðu. Það er mín skoðun að við þurfum að endurheimta sterka ríkisstjórn fyrir Ísland,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi daginn eftir að tilkynnt var um að ríkisstjórnin væri sprungin. Aftur var boðað til kosninga. Langlífari ríkisstjórn Í kosningunum 2017 fékk Sjálfstæðisflokkurinn lakari kosningu en árið á undan en var samt sem áður stærsti flokkurinn. Og aftur komst Bjarni í ríkisstjórn, nú með Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Bjarni fór aftur í fjármálaráðuneytið, en Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, varð forsætisráðherra. Ólíkt stjórninni á undan varð þessi þriggja flokka stjórn ansi langlíf, en hún endurnýjaði umboð sitt í þingkosningum í september 2021 í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Að sögn Stefníu Óskarsdóttur í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var samstarf flokkanna líka árangursríkt. Stjórnin hafi farið í mikla innviðauppbyggingu sem hafi verið algjör nauðsyn. „Þannig að Bjarni hefur komið að mörgum mikilvægum málum og siglt þjóðarskútunni örugglega,“ sagði Stefanía. Ásmundarsalsmálið Eitt helsta verkefni þessarar stjórnar var að takast á við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Og í einu máli tengdum faraldrinum var Bjarni sannarlega í sviðsljósinu. Frá því að faraldurinn kom upp í mars 2020 voru alla jafna sérstakar sóttvarnarreglur í gildi sem innihéldu ýmsar samkomutakmarkanir, og um jólin 2020 var tíu manna samkomubann í gildi, og veitingastaðir og barir máttu aðeins vera opnir til tíu. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að morgni aðfangadags þar sem lögreglan greindi frá verkefnum sínum á Þorláksmessukvöld var fjallað um samkvæmi í sal sem hefði átt að vera lokaður á þessum tíma. „Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ sagði í dagbókinni Í fyrstu lá ekki fyrir hvaða ráðherra lögreglan vísaði til og fjölmiðlar kepptust um að komast að því hver hefði verið í þessu teiti. Vísir greindi svo frá því að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal í Skólavörðuholtinu ásamt eiginkonu sinni. Bjarni baðst afsökunar á þessu. „Ég hafði verið í húsinu í um fimmtán mínútur og á þeim tíma fjölgaði gestunum. Rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa listasafnið strax þegar ég áttaði mig á að fjöldinn rúmaðist ekki innan takmarkana. Það gerði ég ekki og ég biðst innilega afsökunar á þeim mistökum,“ sagði hann í færslu á Facebook. Stjórnarandstaðan fór fram á það að Bjarni myndi skoða stöðu sína og íhuga afsögn. Katrín sagðist á jóladag ekki gera kröfu um að Bjarni myndi segja af sér, og Bjarni sagði jafnframt að atburðurinn kallaði ekki á afsögn. Þess má geta að eigendur Ásmundarsalar héldu því fram að í raun hefðu sóttvarnarreglur ekki verið brotnar. En þau voru engu að síður sektuð. Sagði af sér eftir Íslandsbankasöluna Annað mál sem var áberandi þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var við völd var salan á Íslandsbanka. Tvö útboð áttu sér stað í sölunni. Hið fyrra átti sér stað árið 2021 og var opið almenningi. Það síðara fór fram árið 2022, var lokað og fengu einungis fag- og stofnanafjárfestar að taka þátt. Í seinna útboðinu keypti Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hlut í bankanum fyrir 54 milljónir króna. Hann gerði það í gegnum félagið Hafsilfur ehf., sem var alfarið í hans eigu. Þetta kom fram í apríl 2020, en áður hafði Bankasýsla ríkisins, sem annaðist söluna, mælt gegn því að listinn yfir fjárfesta yrði birtur. Það var hins vegar þann 10. október 2023 sem Bjarni tilkynnti að hann hygðist hætta sem fjármálaráðherra. Ástæðan var álit umboðsmanns Alþings þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Bjarni hefði ekki verið hæfur þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um sölu á Íslandsbanka, í ljósi þess að einkahlutafélag föður hans var á meðal kaupenda. Þrátt fyrir að Bjarni segði af sér sagðist hann vera með hreina samvisku. „Þetta á ekki síst við í ljósi þess hvernig sölumeðferð var háttað en öll framkvæmd sölunnar var lögum samkvæmt í höndum Bankasýslu ríkisins og salan fór fram með útboðsferli þar sem að mínu mati var ógerningur fyrir ráðherra að fylgjast með mögulegu vanhæfi í sölunni,“ sagði hann á blaðamannafundinum þar sem hann tilkynnti um afsögn sína. Ekki lá strax fyrir hvort Bjarni væri þá á leið úr stjórnmálum, eða hvort hann myndi einungis hætta sem ráðherra, eða jafnvel að hann myndi skipta um ráðherrastól. Það síðasta reyndist rétt. Fjórum dögum eftir að Bjarni sagði af sér var ný mynd ríkisstjórnarinnar kynnt. Bjarni og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, skiptu um sæti. Hann varð utanríkisráðherra og hún fjármálaráðherra. Ekki mikið eftir hjá BDV Aftur urðu breytingar á ríkisstjórninni ári seinna þegar Katrín tilkynnti að hún ætlaði að hætta sem forsætisráðherra og segja af sér þingmennsku til að fara í forsetaframboð. Að kvöldi 9. apríl var ný ríkisstjórn með sömu flokkum mynduð, og aftur varð Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. „Ég er mjög bjartsýnn á að stjórnarflokkarnir séu sammála um þessi megin áherslumál. Svo verður þetta krefjandi – og ég segi við ráðherrana og ég segi við þingflokkinn minn: Ekki biðja um að þetta sé auðvelt,“ sagði Bjarni. Katrín hafði ekki erindi sem erfiði í forsetaframboðinu og beið lægri hlut gegn Höllu Tómasdóttur. Voru margir sem snerust gegn henni vegna þess að hafa yfirgefið ríkisstjórnina og skilið Bjarna eftir sem leiðtoga hennar. Ekki gekk heldur vel hjá ríkisstjórninni. Ný útgáfa stjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna lifði ekki lengi. Rétt rúmu ári eftir að Bjarni tilkynnti að hann væri að hætta í forsætisráðuneytinu og hálfu ári eftir brotthvarf Katrínar tilkynnti hann um endalok ríkisstjórnarsamstarfsins. Dagana og vikurnar á undan hafði verið talsverð ólga á stjórnarheimilinu, ekki síst vegna máls Yazans Tamimi, ellefu ára gamals langveiks drengs frá Palestínu. Um mánuði fyrir stjórnarslitin átti að vísa honum og fjölskyldu hans úr landi að næturlagi. Þá hringdu ráðherrar hvor í annan og í ríkislögreglustjóra og brottflutningurinn var stöðvaður eftir að Bjarni féllst á beiðni ráðherra Vinstri grænna þess efnis. Í kjölfarið lístu ráðherrarnir mjög ólíkum sjónarmiðum sínum á málinu. „En síðan kemur upp þetta mál með langveikan dreng frá Palestínu, sem í rauninni á endanum má segja velti þessari ríkisstjórn, það er svona þúfan sem veltir hlassinu,“ sagði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, í kjölfar stjórnarslitanna. „Ég var búinn að veðja á þú myndir spyrja að þessu“ Aftur var boðað til kosninga sem fóru fram 30. nóvember. Þá gerðist það í annað skipti að Sjálfstæðisflokkurinn, undir forystu Bjarna, var ekki sá stærsti. Fyrra skiptið var 2009 þegar hann var nýtekinn við sem formaður og í kjölfar efnahagshrunsins. Flokkurinn var þó með 19,4 prósenta fylgi, innan við tveimur prósentum frá Samfylkingu sem var stærst. Bjarni sagði því að um varnarsigur væri að ræða en þetta var í fyrsta skipti sem flokkurinn mældist með fylgi undir tuttugu prósentum í Alþingiskosningum. Í þetta skiptið komst Bjarni ekki í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir hjá Samfylkingu, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hjá Viðreisn og Inga Sæland hjá Flokki fólksins mynduðu ríkisstjórn. Bjarni, sem hefur á síðustu árum ítrekað verið spurður út í framtíð sína í stjórnmálum, síðast í Kryddsíldinni á Stöð 2 á gamlársdag. Þar var hann enn og aftur spurður hvort hann ætlaði sér að halda áfram sem formaður Sjálfstæðisflokksins. „Þarna græddi ég rauðvínsflösku. Ég var búinn að veðja á þú myndir spyrja að þessu,“ sagði Bjarni og bætti við að það færi eftir því hvort hann myndi ná kosningu og hvort hann yrði í kjöri. Nú nokkrum dögum seinna hefur Bjarni greint frá því að hann verði ekki í kjöri. Eftir formennsku í á sextánda ár og þingmennsku á þriðja áratug er komið að tímamótum. Bjarni kveður stjórnmálin og spennan magnast í baráttunni um formannsstólinn þar sem fjölmargir eru nefndir til sögunnar sem mögulegir eftirmenn.