Meiðslin sett strik í undirbúning Valur Páll Eiríksson skrifar 7. janúar 2025 19:01 Snorri Steinn Guðjónsson er spenntur fyrir komandi heimsmeistaramóti. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, kveðst bjartsýnn fyrir komandi verkefni. Ísland leikur tvo æfingaleiki við Svía í vikunni áður en keppni hefst á HM í næstu viku. „Staðan er allt í lagi. Hún er ekki fullkomin. Elvar er kominn inn en Aron er ennþá meiddur og verður ekki með okkur fyrr en í milliriðlum,“ segir Snorri um stöðuna á leikmannahópi Íslands. Líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag verður fyrirliðinn Aron Pálmarsson frá þar til í milliriðlinum. „Ómar Ingi datt út fyrir mót og það var vitað. Aron hefur svo sem ekki verið með okkur hingað til. Það er eitthvað í það að hann geti farið að beita sér,“ sagði hann enn fremur. Snorri Steinn segir þó tilfinninguna vera nokkuð góða eftir þær æfingar sem að baki eru. „Hún er bara fín. Maður er alltaf brattur og spenntur að byrja. Það verður gaman að máta okkur við Svíana og sjá hvað kemur út úr þeim leikjum. Við eigum ennþá eitthvað í land og þurfum að vinna áfram í okkar hlutum og fá þá til að tikka í rétta átt. Um það snúast þessir æfingaleikir og æfingar fram að móti,“ segir Snorri. Áhersluatriðin séu víða en eðlilega hafi meiðsli þeirra Arons og Ómars haft sitt að segja. „Við höfum reynt að kovera þetta allt og erum ennþá á þeirri leið. Eðlilega, að missa Ómar og að Aron sé ekki með, þá hefur farið svolítill tími í það að skoða og vega og mega hlutina og sjá hvað við munum gera þegar þeir eru ekki með,“ segir Snorri Steinn. Ákefð og læti Strákarnir halda utan á morgun til Svíþjóðar þar sem þeir spila tvo leiki við heimamenn í Kristianstad áður en farið til Zagreb hvar riðill íslenska liðsins á HM verður spilaður. En hvers leitar Snorri eftir í þessum tveimur æfingaleikjum? „Frammistöðu og að okkur líði vel með okkar leik. Það segir sig svolítið sjálft. Auðvitað eru þetta æfingaleikir og allt það en ég vil ekki hafa æfingaleikjafnyk af þessu. Ég vil sjá ákefð og læti og að við séum að reyna að vinna leikina,“ „Á sama tíma rúllar maður aðeins öðruvísi á liðinu og á einhverjum tímapunkti ertu að prófa þig áfram, einhverjar uppstillingar sem þú vilt sjá. Eflaust verður eitthvað sem gengur betur en annað en til þess eru leikirnir,“ segir Snorri Steinn sem er bjartsýnn fyrir komandi mót. „Alltaf. Þangað til annað kemur í ljós.“ Fyrsti leikur Íslands er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar, liðið mætir því næst Kúbu tveimur dögum síðar og svo Slóveníu 20. janúar. Keppni hefst í milliriðli 22. janúar og vonast til að Aron verði klár í slaginn þá. Allir leikir Íslands, í riðlinum og milliriðli, fara fram í Zagreb í Króatíu. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Meiðslin haft áhrif á undirbúning Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira
„Staðan er allt í lagi. Hún er ekki fullkomin. Elvar er kominn inn en Aron er ennþá meiddur og verður ekki með okkur fyrr en í milliriðlum,“ segir Snorri um stöðuna á leikmannahópi Íslands. Líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag verður fyrirliðinn Aron Pálmarsson frá þar til í milliriðlinum. „Ómar Ingi datt út fyrir mót og það var vitað. Aron hefur svo sem ekki verið með okkur hingað til. Það er eitthvað í það að hann geti farið að beita sér,“ sagði hann enn fremur. Snorri Steinn segir þó tilfinninguna vera nokkuð góða eftir þær æfingar sem að baki eru. „Hún er bara fín. Maður er alltaf brattur og spenntur að byrja. Það verður gaman að máta okkur við Svíana og sjá hvað kemur út úr þeim leikjum. Við eigum ennþá eitthvað í land og þurfum að vinna áfram í okkar hlutum og fá þá til að tikka í rétta átt. Um það snúast þessir æfingaleikir og æfingar fram að móti,“ segir Snorri. Áhersluatriðin séu víða en eðlilega hafi meiðsli þeirra Arons og Ómars haft sitt að segja. „Við höfum reynt að kovera þetta allt og erum ennþá á þeirri leið. Eðlilega, að missa Ómar og að Aron sé ekki með, þá hefur farið svolítill tími í það að skoða og vega og mega hlutina og sjá hvað við munum gera þegar þeir eru ekki með,“ segir Snorri Steinn. Ákefð og læti Strákarnir halda utan á morgun til Svíþjóðar þar sem þeir spila tvo leiki við heimamenn í Kristianstad áður en farið til Zagreb hvar riðill íslenska liðsins á HM verður spilaður. En hvers leitar Snorri eftir í þessum tveimur æfingaleikjum? „Frammistöðu og að okkur líði vel með okkar leik. Það segir sig svolítið sjálft. Auðvitað eru þetta æfingaleikir og allt það en ég vil ekki hafa æfingaleikjafnyk af þessu. Ég vil sjá ákefð og læti og að við séum að reyna að vinna leikina,“ „Á sama tíma rúllar maður aðeins öðruvísi á liðinu og á einhverjum tímapunkti ertu að prófa þig áfram, einhverjar uppstillingar sem þú vilt sjá. Eflaust verður eitthvað sem gengur betur en annað en til þess eru leikirnir,“ segir Snorri Steinn sem er bjartsýnn fyrir komandi mót. „Alltaf. Þangað til annað kemur í ljós.“ Fyrsti leikur Íslands er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar, liðið mætir því næst Kúbu tveimur dögum síðar og svo Slóveníu 20. janúar. Keppni hefst í milliriðli 22. janúar og vonast til að Aron verði klár í slaginn þá. Allir leikir Íslands, í riðlinum og milliriðli, fara fram í Zagreb í Króatíu. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Meiðslin haft áhrif á undirbúning
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira