Handbolti

Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar í Volda eru í góðum málum á toppnum.
Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar í Volda eru í góðum málum á toppnum. Volda

Íslenski landsliðshornamaðurinn Dana Björg Guðmundsdóttir hefur fagnað sigri í öllum leikjum sínum síðan hún kom heim af Evrópumótinu þar sem hún tók þátt í sínu fyrsta stórmóti með íslenska landsliðinu.

Lið hennar Volda er í efsta sætu norsku b-deildarinnar eftir þriggja marka útisigur á Flint Tønsberg í kvöld, 30-27.

Volda vann toppslaginn á móti Fjellhammer og hefur unnið sex deildarleiki í röð.

Liðið sem endar í efsta sæti deildarinnar fer beint upp í úrvalsdeildina en liðin í næstu tveimur sætum fara í umspil um laust sæti.

Dana Björg skoraði þrjú mörk úr sex skotum í leiknum og komu öll mörkin hennar úr hraðaupphlaupum. Hún hefur oft verið meira áberandi í markaskorun liðsins en aðrar tóku meira af skarið í kvöld.

Nora Jakobsson Van Stam og Mie Blegen Stensrud voru markahæstar með sjö mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×