Skotbardagi við forsetahöll Tjad Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2025 10:52 Mahamat Deby Itno, forseti Tjad, var í forsetahöllinni þegar bardaginn átti sér stað. Hann tók völd í Tjad eftir að faðir hans féll í átökum við uppreisnarmenn árið 2021. AP/Mouta Ali Vopnaðir menn réðust á forsetahöll Tjad í N‘Djamena, höfuðborg landsins, í gær. Nítján féllu í skotbardaga þar þegar árásin var stöðvuð en yfirvöld segja 24 sérsveitarmenn hafa ráðist á forsetahöllina, í meintri tilraun til valdaráns. Átján af sérsveitarmönnunum voru felldir og hinir sex eru særðir, samkvæmt Abderaman Koulamallah, utanríkisráðherra og talsmanni ríkisstjórnar Tjad, sem blaðamenn AFP fréttaveitunnar ræddu við. Hann sagði einn úr öryggissveitum hafa fallið í átökum við árásarmennina. Koulamallah hefur haldið því fram að árásarmennirnir hafi verið á lyfjum þegar þeir gerðu árásina og hafi verið stöðvaðir nokkuð auðveldlega. Mahamat Idriss Deby Itno, forseti Tjad, var í forsetahöllinni þegar árásin var gerð. Ráðherrann var í beinni útsendingu á Facebook eftir árásina í gær þar sem hann lýsti því yfir að hún hefði verið stöðvuð og stjórnvöld hefðu full tök á ástandinu. Þá stóð hann með hermönnum fyrir utan forsetahöllina, með byssu í slíðri á mjöðminni. Tjad er undir stjórn Deby, sem tók völd eftir að faðir hans féll í átökum við uppreisnarmenn en sá hafði stjórnað landinu með harðri hendi í þrjá áratugi og hersins. Deby skipaði nýverið frönskum hermönnum að yfirgefa landið. AFP segir að nokkrum klukkustundum fyrir árásina hafi forsetinn og aðrir embættismenn fundað með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. Sjá einnig: Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Vígahópar hafa lengi verið mjög virkir á svæðinu kringum Tjad-vatn en ríkið er umkringt Kamerún, Níger, Nígeríu, Mið-Afríkulýðveldinu, Líbíu og Súdan en þar hafa yfirvöld Í Tjad verið sökuð um afskipti af átökunum þar. Tæpar tvær vikur eru síðan umdeildar kosningar voru haldnar í Tjad en kjörsókn var lítil og stjórnarandstaðan hefur kvartað yfir svindli. Tjad Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Átján af sérsveitarmönnunum voru felldir og hinir sex eru særðir, samkvæmt Abderaman Koulamallah, utanríkisráðherra og talsmanni ríkisstjórnar Tjad, sem blaðamenn AFP fréttaveitunnar ræddu við. Hann sagði einn úr öryggissveitum hafa fallið í átökum við árásarmennina. Koulamallah hefur haldið því fram að árásarmennirnir hafi verið á lyfjum þegar þeir gerðu árásina og hafi verið stöðvaðir nokkuð auðveldlega. Mahamat Idriss Deby Itno, forseti Tjad, var í forsetahöllinni þegar árásin var gerð. Ráðherrann var í beinni útsendingu á Facebook eftir árásina í gær þar sem hann lýsti því yfir að hún hefði verið stöðvuð og stjórnvöld hefðu full tök á ástandinu. Þá stóð hann með hermönnum fyrir utan forsetahöllina, með byssu í slíðri á mjöðminni. Tjad er undir stjórn Deby, sem tók völd eftir að faðir hans féll í átökum við uppreisnarmenn en sá hafði stjórnað landinu með harðri hendi í þrjá áratugi og hersins. Deby skipaði nýverið frönskum hermönnum að yfirgefa landið. AFP segir að nokkrum klukkustundum fyrir árásina hafi forsetinn og aðrir embættismenn fundað með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. Sjá einnig: Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Vígahópar hafa lengi verið mjög virkir á svæðinu kringum Tjad-vatn en ríkið er umkringt Kamerún, Níger, Nígeríu, Mið-Afríkulýðveldinu, Líbíu og Súdan en þar hafa yfirvöld Í Tjad verið sökuð um afskipti af átökunum þar. Tæpar tvær vikur eru síðan umdeildar kosningar voru haldnar í Tjad en kjörsókn var lítil og stjórnarandstaðan hefur kvartað yfir svindli.
Tjad Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira