Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sindri Sverrisson skrifar 10. janúar 2025 08:03 Karlalandsliðið spilaði í fyrsta sinn í nýju landsliðsbúningunum gegn Svíþjóð í gær. Liðin gerðu þá 31-31 jafntefli í vináttulandsleik í Kristianstad. epa/Johan Nilsson Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á HM í Zagreb næsta fimmtudagskvöld. Nýjar landsliðstreyjur úr smiðju Adidas eru enn ófáanlegar fyrir stuðningsmenn, og í versta falli fara treyjurnar ekki í sölu fyrr en eftir heimsmeistaramótið. Eftir áralangt samstarf við Kempa tilkynnti HSÍ í nóvember um nýjan búningaframleiðanda sambandsins, Adidas. Kvennalandslið Íslands frumsýndi treyjurnar á EM en stuðningsmenn liðsins gátu ekki orðið sér úti um búninginn. Treyjurnar voru ekki heldur í neinum jólapökkum og enn er óvíst hvenær þær skila sér til landsins. Perla Ruth Albertsdóttir og liðsfélagar í kvennalandsliðinu frumsýndu Adidas-treyjurnar á EM í nóvember og desember.Getty/Christina Pahnke „Við erum stöðugt að pressa á svör frá Adidas,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. „Ég er ennþá að gæla við það [að treyjurnar fari í sölu fyrir HM]. Þetta er aðeins öðruvísi en áður því nú erum við ekki umsjónaraðili með þessu, svo við erum ekki í beinum tengslum við það hvenær þær fari í sölu. Við pressum eins og við getum á að það gerist sem fyrst, en þetta snýst eitthvað um framleiðslu hjá Adidas,“ segir Róbert. Allir vildu að þetta væri löngu frágengið Örvar Rudolfsson hjá Sportmönnum, innflutningsaðila Adidas á Íslandi, segist engu geta lofað um það hvenær treyjurnar fari í sölu. „Það að treyjurnar séu ekki komnar er afskaplega leitt. Allir hlutaðeigandi; við, HSÍ, Adidas Global, allir vildu að þetta yrði frágengið fyrir þónokkru síðan,“ segir Örvar. Hann ítrekar að þó að Sportmenn séu HSÍ innan handar þá sé samningur sambandsins við Adidas Global. Strákarnir okkar hafa spilað í Kempa-treyjum á mörgum stórmótum. Nú leika þeir í Adidas-búningum.vísir/Vilhelm Heldur ástæðunum fyrir sig Örvar kveðst ekki vilja fara út í ástæður þess hve það hefur dregist að fá treyjurnar til landsins. „Treyjurnar eru í framleiðslu, þær eru framleiddar lengra en skemur í burtu, og ég sé ákveðna dagsetningu í mínu kerfi um hvenær þær koma en ég vil ekki gefa út dagsetningu fyrr en ég get staðið við hana,“ segir Örvar en sú dagsetning er þó að minnsta kosti ekki eftir HM. „Það eru fleiri en ein og fleiri en tvær ástæður fyrir þessu en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Það breytir ekki stöðunni neitt hvort almenningur viti ástæðurnar fyrir þessum drætti, en sá dráttur liggur á ýmsum stöðum,“ segir Örvar. Ljóst er að áhugasamir stuðningsmenn strákanna okkar fá að vita af því um leið og hægt verður að nálgast landsliðstreyjur. Treyjurnar koma fyrst hingað til lands en verða svo einnig mögulega til sölu í Zagreb á meðan á HM stendur, fyrir þá fjölmörgu stuðningsmenn sem þangað stefna. Eins og fyrr segir gæti svo farið í versta falli að engar treyjur verði í boði fyrr en eftir HM. Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð fyrir áfalli í kvöld þegar línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson meiddist í leik á móti Svíum. 9. janúar 2025 22:01 Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Ísland og Svíþjóð skildu jöfn, 31-31, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í handbolta karla í kvöld. Leikið var í Kristianstad. Svíar tryggðu sér jafntefli með því að skora síðustu tvö mörk leiksins. 9. janúar 2025 19:45 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
Eftir áralangt samstarf við Kempa tilkynnti HSÍ í nóvember um nýjan búningaframleiðanda sambandsins, Adidas. Kvennalandslið Íslands frumsýndi treyjurnar á EM en stuðningsmenn liðsins gátu ekki orðið sér úti um búninginn. Treyjurnar voru ekki heldur í neinum jólapökkum og enn er óvíst hvenær þær skila sér til landsins. Perla Ruth Albertsdóttir og liðsfélagar í kvennalandsliðinu frumsýndu Adidas-treyjurnar á EM í nóvember og desember.Getty/Christina Pahnke „Við erum stöðugt að pressa á svör frá Adidas,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. „Ég er ennþá að gæla við það [að treyjurnar fari í sölu fyrir HM]. Þetta er aðeins öðruvísi en áður því nú erum við ekki umsjónaraðili með þessu, svo við erum ekki í beinum tengslum við það hvenær þær fari í sölu. Við pressum eins og við getum á að það gerist sem fyrst, en þetta snýst eitthvað um framleiðslu hjá Adidas,“ segir Róbert. Allir vildu að þetta væri löngu frágengið Örvar Rudolfsson hjá Sportmönnum, innflutningsaðila Adidas á Íslandi, segist engu geta lofað um það hvenær treyjurnar fari í sölu. „Það að treyjurnar séu ekki komnar er afskaplega leitt. Allir hlutaðeigandi; við, HSÍ, Adidas Global, allir vildu að þetta yrði frágengið fyrir þónokkru síðan,“ segir Örvar. Hann ítrekar að þó að Sportmenn séu HSÍ innan handar þá sé samningur sambandsins við Adidas Global. Strákarnir okkar hafa spilað í Kempa-treyjum á mörgum stórmótum. Nú leika þeir í Adidas-búningum.vísir/Vilhelm Heldur ástæðunum fyrir sig Örvar kveðst ekki vilja fara út í ástæður þess hve það hefur dregist að fá treyjurnar til landsins. „Treyjurnar eru í framleiðslu, þær eru framleiddar lengra en skemur í burtu, og ég sé ákveðna dagsetningu í mínu kerfi um hvenær þær koma en ég vil ekki gefa út dagsetningu fyrr en ég get staðið við hana,“ segir Örvar en sú dagsetning er þó að minnsta kosti ekki eftir HM. „Það eru fleiri en ein og fleiri en tvær ástæður fyrir þessu en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Það breytir ekki stöðunni neitt hvort almenningur viti ástæðurnar fyrir þessum drætti, en sá dráttur liggur á ýmsum stöðum,“ segir Örvar. Ljóst er að áhugasamir stuðningsmenn strákanna okkar fá að vita af því um leið og hægt verður að nálgast landsliðstreyjur. Treyjurnar koma fyrst hingað til lands en verða svo einnig mögulega til sölu í Zagreb á meðan á HM stendur, fyrir þá fjölmörgu stuðningsmenn sem þangað stefna. Eins og fyrr segir gæti svo farið í versta falli að engar treyjur verði í boði fyrr en eftir HM.
Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð fyrir áfalli í kvöld þegar línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson meiddist í leik á móti Svíum. 9. janúar 2025 22:01 Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Ísland og Svíþjóð skildu jöfn, 31-31, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í handbolta karla í kvöld. Leikið var í Kristianstad. Svíar tryggðu sér jafntefli með því að skora síðustu tvö mörk leiksins. 9. janúar 2025 19:45 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð fyrir áfalli í kvöld þegar línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson meiddist í leik á móti Svíum. 9. janúar 2025 22:01
Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Ísland og Svíþjóð skildu jöfn, 31-31, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í handbolta karla í kvöld. Leikið var í Kristianstad. Svíar tryggðu sér jafntefli með því að skora síðustu tvö mörk leiksins. 9. janúar 2025 19:45