„Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Sindri Sverrisson skrifar 10. janúar 2025 12:32 DeAndre Kane hefur verið áberandi í íslenskum körfubolta síðustu misseri og er algjör happafengur, að sögn Egils Birgissonar í stjórn Grindavíkur. Vísir/Diego Sagan af því hvernig DeAndre Kane, með ferilskrá sem menn töldu of mikla fyrir Ísland, endaði í körfuboltaliði Grindavíkur er hreint lygileg. Stjórnarmaður hjá Grindavík óttaðist um tíma að hafa komið Kane í fangelsi en ungverski bílstjórinn Zsombor lék lykilhlutverk í að allt fór vel að lokum. „Svo fæ ég bara hringingu frá Kane. Ég hugsaði: „Hann er að hringja í mig til að horfa í augun á mér og segjast ætla að drepa mig!““ Svo órólegur var Egill Birgisson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Grindavíkur, eftir að hafa sent Kane frá Bandaríkjunum til Ungverjalands í von um að hann fengi þar vegabréf í hendurnar, til að geta á endanum komist til Íslands. Óhætt er að segja að það hafi ekki gengið þrautalaust. Egill lýsir þessu í nýjum hlaðvarpsþáttum, Ramma fyrir ramma, sem parið Heiðar Snær Magnússon, körfuboltalýsandi, og Margrét Ósk Einarsdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, stýrir. Í þáttunum er núna kafað ofan í heimildaþættina Grindavík, sem sýndir eru á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldum, og kemur nýr hlaðvarpsþáttur út eftir hvern sjónvarpsþátt. Egill sagði söguna ævintýralegu á bakvið komu Kane og má hlusta á hana eftir um 15 mínútur í fyrsta hlaðvarpsþættinum. Kane, sem er 35 ára gamall og hefur til dæmis spilað í efstu deildum Spánar, Rússlands, Þýskalands og í Euroleague, hefur verið afar áberandi með Grindvíkingum í Bónus-deildinni síðan hann kom fyrir síðustu leiktíð. Hann er því að sjálfsögðu áberandi í þáttunum um Grindavík, frá leiktíðinni stórmerkilegu síðasta vetur þegar Grindvíkingar þurftu að yfirgefa bæinn sinn vegna eldgoss og körfuboltalið þeirra urðu að sameiningartákni. Eins og fyrr segir þá gekk það ekki þrautalaust, og það var langur aðdragandi að því, að Kane endaði í Grindavík haustið 2023: „Tímabilið á undan, um jólin, var Damier Pitts hjá okkur. Hann spilaði með Kane í skóla og þeir voru herbergisfélagar. Hann kemur að máli við Jóhann og Jóhann [þjálfara og aðstoðarþjálfara Grindavíkur] og segist vera með vin heima í Bandaríkjunum. Það fyrsta sem þeir hugsuðu var bara: „Ohh, eitt af þessum augnablikum, þar sem á að redda vini sínum giggi“. En hann sendi þeim nafnið og ég man að Jóhann Árni fletti honum upp og sagði strax: „Þessi gæi er ekki að fara að koma hingað.“ Hann sá bara að hann hefði spilað í nánast öllum bestu deildum í heimi og Euroleague. Það vantaði bara NBA þarna inn og þeir vildu meina að eina ástæðan fyrir því væri hve hann var orðinn gamall þegar hann kláraði skólann,“ segir Egill. Frestaði för vegna veikinda dóttur sinnar „Ingibergur formaður byrjaði á að hafa samband við Kane og hann var bara klár í að koma strax um jólin, þetta tímabil sem að við töpuðum fyrir Njarðvík í 8-liða úrslitum. Það var allt klappað og klárt, búið að samþykkja laun og allt, en svo bara „MIA“. Það bara heyrðist ekkert í honum í einhverjar vikur. Þegar félagaskiptaglugginn var orðinn lokaður minnir mig að hann hafi loks haft samband við Ingiberg og sagt frá því að hann hefði verið nýbúinn að eignast barn, og að stelpan hans hefði veikst eitthvað við fæðingu. Hann gat því ekki farið frá þeim til að spila körfubolta á Íslandi.“ Grindvíkingar ákváðu að það sakaði ekki að reyna aftur við Kane um sumarið: „Hann sagðist bara strax vera tilbúinn að koma. „Núna er allt orðið gott og ég er tilbúinn að koma og gera ykkur að meisturum.“ Því þessi gaur, eins og hefur ekki farið framhjá mörgum, er gjörsamlega geðsjúkur þegar kemur að því að vinna. Það er það eina sem hann hugsar um. Hann var klár og við sendum honum samning, en svo held ég að við höfum beðið í mánuð eftir undirskrift.“ Með ekkert vegabréf í höndunum Kane samþykkti að lokum samninginn en þá hófust vandræðin. Hann er Bandaríkjamaður en fékk ungverskan ríkisborgararétt árið 2017. Hann var hins vegar ekki með ungverskt vegabréf í höndunum, né heldur bandarískt vegabréf til að geta flogið af stað. Egill tók málin í sínar hendur og setti sig í samband við ungverska sendiráðið í Bandaríkjunum, og fékk Kane til að sækja þangað bráðabirgðavegabréf til að geta flogið til Ungverjalands og sótt vegabréf þangað. Þar átti svo ungverski bílstjórinn Zsombor að taka á móti honum og koma honum á réttan stað til að geta fengið ungverskt vegabréf, sem hann hafði aldrei formlega fengið í hendurnar. „Fokk, hvað er að gerast?“ Egill vaknaði eldsnemma daginn sem Kane mætti til Ungverjalands, en fór að ókyrrast þegar ekkert heyrðist frá honum né Zsombor, sem Egill þekkti auk þess ekki. „Ég hugsaði bara: „Fokk, hvað er að gerast? Við erum búin að senda manninn frá Bandaríkjunum til Ungverjalands. Þetta gæti ekki orðið verra.“ Svo hringir Kane á Facetime og er gjörsamlega snælduvitlaus. Hann er öskrandi á starfsfólkið þarna inni, því þau neituðu að láta hann fá vegabréfið. Þau sáu hann í kerfinu hjá sér, en vandamálið var að hann gat ekki leyst út vegabréfið því hann var ekki með lögheimili í Ungverjalandi,“ segir Egill. Zsombor lofaði að reyna að græja málin en Egill óttaðist að þeir hefðu jafnvel hreinlega verið handteknir: „Svo fæ ég bara hringingu frá Kane. Ég hugsaði: „Hann er að hringja í mig til að horfa í augun á mér og segjast ætla að drepa mig!“ segir Egill léttur og augljóst að stressið var hrikalega mikið. „En þá kom stærsta bros í heimi og hann heldur á öllum pappírunum: „Ég er með þetta. Ég er að koma til Íslands! Með lögheimili hjá bílstjóranum Þá segir hann mér að bílstjórinn hafi bara sest niður með þeim og sagt að Kane byggi heima hjá honum. Svo þau skráðu lögheimilið hans heima hjá honum og það er enn skráð þar,“ segir Egill. Kane gat því flogið heim til Bandaríkjanna, sótt fjölskylduna og hann mætti svo með fítonskrafti sem mikill senuþjófur inn í Bónus-deildina: „Þessi gæi er algjör happafengur, og á sama tíma getur hann verið vesen. Krakkarnir í Grindavík elska Kane, hann gefur þeim öllum þvílíkan tíma, sama þótt hann sé pirraður, og vill bara fá það besta út úr öllum,“ segir Egill. Rammi fyrir ramma eru hlaðvarpsþættir sem nálgast má meðal annars á Spotify. Þættirnir eru í umsjón Heiðars Snæs Magnússonar og Margrétar Óskar Einarsdóttur. Tveir fyrstu þættirnir um Grindavík eru komnir út og sá þriðji kemur á sunnudagskvöld, eftir þriðja þátt sjónvarpsþáttaraðarinnar um Grindavík á Stöð 2 Sport. UMF Grindavík Bónus-deild karla Körfubolti Grindavík (þættir) Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Sjá meira
„Svo fæ ég bara hringingu frá Kane. Ég hugsaði: „Hann er að hringja í mig til að horfa í augun á mér og segjast ætla að drepa mig!““ Svo órólegur var Egill Birgisson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Grindavíkur, eftir að hafa sent Kane frá Bandaríkjunum til Ungverjalands í von um að hann fengi þar vegabréf í hendurnar, til að geta á endanum komist til Íslands. Óhætt er að segja að það hafi ekki gengið þrautalaust. Egill lýsir þessu í nýjum hlaðvarpsþáttum, Ramma fyrir ramma, sem parið Heiðar Snær Magnússon, körfuboltalýsandi, og Margrét Ósk Einarsdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, stýrir. Í þáttunum er núna kafað ofan í heimildaþættina Grindavík, sem sýndir eru á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldum, og kemur nýr hlaðvarpsþáttur út eftir hvern sjónvarpsþátt. Egill sagði söguna ævintýralegu á bakvið komu Kane og má hlusta á hana eftir um 15 mínútur í fyrsta hlaðvarpsþættinum. Kane, sem er 35 ára gamall og hefur til dæmis spilað í efstu deildum Spánar, Rússlands, Þýskalands og í Euroleague, hefur verið afar áberandi með Grindvíkingum í Bónus-deildinni síðan hann kom fyrir síðustu leiktíð. Hann er því að sjálfsögðu áberandi í þáttunum um Grindavík, frá leiktíðinni stórmerkilegu síðasta vetur þegar Grindvíkingar þurftu að yfirgefa bæinn sinn vegna eldgoss og körfuboltalið þeirra urðu að sameiningartákni. Eins og fyrr segir þá gekk það ekki þrautalaust, og það var langur aðdragandi að því, að Kane endaði í Grindavík haustið 2023: „Tímabilið á undan, um jólin, var Damier Pitts hjá okkur. Hann spilaði með Kane í skóla og þeir voru herbergisfélagar. Hann kemur að máli við Jóhann og Jóhann [þjálfara og aðstoðarþjálfara Grindavíkur] og segist vera með vin heima í Bandaríkjunum. Það fyrsta sem þeir hugsuðu var bara: „Ohh, eitt af þessum augnablikum, þar sem á að redda vini sínum giggi“. En hann sendi þeim nafnið og ég man að Jóhann Árni fletti honum upp og sagði strax: „Þessi gæi er ekki að fara að koma hingað.“ Hann sá bara að hann hefði spilað í nánast öllum bestu deildum í heimi og Euroleague. Það vantaði bara NBA þarna inn og þeir vildu meina að eina ástæðan fyrir því væri hve hann var orðinn gamall þegar hann kláraði skólann,“ segir Egill. Frestaði för vegna veikinda dóttur sinnar „Ingibergur formaður byrjaði á að hafa samband við Kane og hann var bara klár í að koma strax um jólin, þetta tímabil sem að við töpuðum fyrir Njarðvík í 8-liða úrslitum. Það var allt klappað og klárt, búið að samþykkja laun og allt, en svo bara „MIA“. Það bara heyrðist ekkert í honum í einhverjar vikur. Þegar félagaskiptaglugginn var orðinn lokaður minnir mig að hann hafi loks haft samband við Ingiberg og sagt frá því að hann hefði verið nýbúinn að eignast barn, og að stelpan hans hefði veikst eitthvað við fæðingu. Hann gat því ekki farið frá þeim til að spila körfubolta á Íslandi.“ Grindvíkingar ákváðu að það sakaði ekki að reyna aftur við Kane um sumarið: „Hann sagðist bara strax vera tilbúinn að koma. „Núna er allt orðið gott og ég er tilbúinn að koma og gera ykkur að meisturum.“ Því þessi gaur, eins og hefur ekki farið framhjá mörgum, er gjörsamlega geðsjúkur þegar kemur að því að vinna. Það er það eina sem hann hugsar um. Hann var klár og við sendum honum samning, en svo held ég að við höfum beðið í mánuð eftir undirskrift.“ Með ekkert vegabréf í höndunum Kane samþykkti að lokum samninginn en þá hófust vandræðin. Hann er Bandaríkjamaður en fékk ungverskan ríkisborgararétt árið 2017. Hann var hins vegar ekki með ungverskt vegabréf í höndunum, né heldur bandarískt vegabréf til að geta flogið af stað. Egill tók málin í sínar hendur og setti sig í samband við ungverska sendiráðið í Bandaríkjunum, og fékk Kane til að sækja þangað bráðabirgðavegabréf til að geta flogið til Ungverjalands og sótt vegabréf þangað. Þar átti svo ungverski bílstjórinn Zsombor að taka á móti honum og koma honum á réttan stað til að geta fengið ungverskt vegabréf, sem hann hafði aldrei formlega fengið í hendurnar. „Fokk, hvað er að gerast?“ Egill vaknaði eldsnemma daginn sem Kane mætti til Ungverjalands, en fór að ókyrrast þegar ekkert heyrðist frá honum né Zsombor, sem Egill þekkti auk þess ekki. „Ég hugsaði bara: „Fokk, hvað er að gerast? Við erum búin að senda manninn frá Bandaríkjunum til Ungverjalands. Þetta gæti ekki orðið verra.“ Svo hringir Kane á Facetime og er gjörsamlega snælduvitlaus. Hann er öskrandi á starfsfólkið þarna inni, því þau neituðu að láta hann fá vegabréfið. Þau sáu hann í kerfinu hjá sér, en vandamálið var að hann gat ekki leyst út vegabréfið því hann var ekki með lögheimili í Ungverjalandi,“ segir Egill. Zsombor lofaði að reyna að græja málin en Egill óttaðist að þeir hefðu jafnvel hreinlega verið handteknir: „Svo fæ ég bara hringingu frá Kane. Ég hugsaði: „Hann er að hringja í mig til að horfa í augun á mér og segjast ætla að drepa mig!“ segir Egill léttur og augljóst að stressið var hrikalega mikið. „En þá kom stærsta bros í heimi og hann heldur á öllum pappírunum: „Ég er með þetta. Ég er að koma til Íslands! Með lögheimili hjá bílstjóranum Þá segir hann mér að bílstjórinn hafi bara sest niður með þeim og sagt að Kane byggi heima hjá honum. Svo þau skráðu lögheimilið hans heima hjá honum og það er enn skráð þar,“ segir Egill. Kane gat því flogið heim til Bandaríkjanna, sótt fjölskylduna og hann mætti svo með fítonskrafti sem mikill senuþjófur inn í Bónus-deildina: „Þessi gæi er algjör happafengur, og á sama tíma getur hann verið vesen. Krakkarnir í Grindavík elska Kane, hann gefur þeim öllum þvílíkan tíma, sama þótt hann sé pirraður, og vill bara fá það besta út úr öllum,“ segir Egill. Rammi fyrir ramma eru hlaðvarpsþættir sem nálgast má meðal annars á Spotify. Þættirnir eru í umsjón Heiðars Snæs Magnússonar og Margrétar Óskar Einarsdóttur. Tveir fyrstu þættirnir um Grindavík eru komnir út og sá þriðji kemur á sunnudagskvöld, eftir þriðja þátt sjónvarpsþáttaraðarinnar um Grindavík á Stöð 2 Sport.
UMF Grindavík Bónus-deild karla Körfubolti Grindavík (þættir) Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Sjá meira