Körfubolti

Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hermann Hauksson þurfti að velja á milli margra goðsagna en það er nóg af þeim i sögu KR.
Hermann Hauksson þurfti að velja á milli margra goðsagna en það er nóg af þeim i sögu KR. S2 Sport

Hermann Hauksson fékk það stóra verkefni að velja besta KR-ing sögunnar í Bónus Körfuboltakvöldi í gærkvöldi.

„Við ætlum að velja besta KR-inginn. Jonni þegar við erum búnir þá kemur þú með þína skoðun á því,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds við Jón Halldór Eðvaldsson.

Stefán Árni fékk nefnilega KR-inginn Hermann Hauksson til að velja besta leikmanninn í sögu hans félags og það var ekki auðvelt verkefni.

„Þú velur á milli tveggja manna og sá sem þú velur fer áfram í næstu umferð,“ sagði Stefán.

„Ókei en þetta er svo vont,“ sagði Hermann.

„Hvað er vont við þetta. Ekkert svona. Vertu svolítið harður,“ sagði Jón Halldór.

„Nú er ekki rétti tíminn til að vera lítill í sér,“ sagði Jón.

„Þetta er ógeðslega erfitt, hvað er að ykkur,“ sagði Hermann þegar hver goðsögnin kom upp á fætur annarri.

Hann þurfti meðal annars að velja annan leikmann yfir son sinn. Það má sjá val Hermanns hér fyrir neðan.

Hér má sjá leikmennina sem Hermann þurfti að velja á milli:

Darri Hilmarsson

Björn Kristjánsson

Skarphéðinn Freyr Ingason

Jón Sigurðsson

Helgi Már Magnússon

Birgir Mikaelsson

Michael Craion

Keith Vassell

Marcus Walker

Fannar Ólafsson

Páll Kolbeinsson

Kristófer Acox

Jakob Örn Sigurðarson

Þórir Þorbjarnarson

Axel Nikulásson

Brynjar Þór Björnsson

Pavel Ermolinskij

Martin Hermannsson

Jón Arnór Stefánsson

Klippa: Hermann Hauksson valdi besta KR-ing sögunnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×