Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2025 16:03 Eyðileggingin er gríðarleg í Palisades. Vísir/EPA Gróðureldarnir í Los Angeles fara nú í nýja átt sem veldur nýjum hættum. Alls eru ellefu látin í eldunum en er búist við því að sú tala hækki þegar slökkviliðsmenn fá tækifæri til að skoða þau hús betur sem hafa brunnið. Meðal látinna eru feðgar og blind fyrrum barnastjarna, Rory Callum Sykes. Haft er eftir móður hans að hann hafi dáið á heimili þeirra í Palisades. Hún hafi reynt að bjarga honum úr kofanum sem hann bjó í við húsið en ekkert vatn hafi verið til reiðu í vatnsslöngunni þegar hún reyndi að slökkva eldinn. Í frétt bandaríska miðilsins Reuters um eldana segir að eldar geisi nú á sex mismunandi stöðum í Los Angeles og hafi gert það síðan á þriðjudag. Alls hafa um tíu þúsund byggingar, heimili og iðnaðarhúsnæði, brunnið til kaldra kola síðustu daga. Þúsundir eru heimilislausir vegna eldanna og er búið að lýsa yfir neyðarástandi vegna reyks frá eldunum. Þúsundir eru heimilislausir. Í Altadena hefur fólk komið með ýmsar nauðsynjar sem standa fólki til boða.Vísir/EPA Í frétt Reuters segir að Santa Ana-vindarnir, sem hafi magnað upp eldana, hafi róast á föstudag en eldurinn sem hafi verið í Palisades-hverfinu í vestari enda borgarinnar hafi þá verið á leið í nýja átt. Þá hafi þurft að gefa út nýjar leiðbeiningar um rýmingar í borginni þegar eldarnir hafi fært sig nær Brentwood-hverfinu og San Fernando-dalnum. Gróðureldarnir eru þeir verstu sem hafa verið í Los Angeles. Heilu hverfin eru horfin. Samkvæmt frétt Reuters var í gær, föstudagskvöld, hafði slökkviliðið náð böndum á um ellefu prósent eldanna við Palisades, miðað við átta prósent í gær, og um fimmtán prósent eldanna við Eaton en þetta hlutfall var í kringum þrjú prósent í gær. Það hefur því náðst nokkur árangur. Slökkviliðsmenn slökkva í glæðum í Altadena í Kaliforníu í gær í Eaton-gróðureldinum. Vísir/EPA Rýmingar eru í gildi fyrir um 153 þúsund manns og viðvaranir um rýmingu og útgöngubann í gildi fyrir aðra 166 þúsund. Fjöldi slökkviliðsmanna frá öðrum ríkjum og frá Kanada hefur komið til aðstoðar auk þess sem forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur lofað alríkisaðstoð. Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út að aðstæður ættu að batna í Los Angeles um helgina þegar vind ætti að lægja. Enn yrði þó þurrt á svæðinu og því töluverð hætta út alla næstu viku. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi vegna þykks, eitraðs reyks sem liggur yfir svæðinu. Nánar á vef BBC. Slökkviliðsmenn kasta eldtefjandi efnum yfir skóga nærri Palisades til að reyna að temja eldana.Vísir/EPA Gavin Newsom, ríkisstjóri Los Angeles hefur kallað eftir því að það verði rannsakað hvernig kom til þess að fjöldi brunahana voru tómir þegar slökkviliðsmenn leituðu í þá. Það hafi tafið slökkvistarf. Í færslu á samfélagsmiðlinum X deildi Newsom bréfi sem hann skrifaði til yfirmanns vatns- og orkustofnunar Los Angeles um málið. Hann kallar eftir óháðri rannsókn á málinu. Bandaríkin Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Bandaríski sundmaðurinn Gary Hall Jr. átti flottan feril og safnaði að sér verðlaunum á Ólympíuleikunum. Hann missti þó þau öll á einu bretti. 10. janúar 2025 23:30 Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Úrslitakeppnin í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hefst á morgun. Eldarnir sem geisa í Kaliforní hafa sín áhrif á leik Los Angeles Rams. 10. janúar 2025 11:32 Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Steve Kerr og fjölskylda er í hópi þeirra fjölmörgu sem þurftu að sjá á eftir húsum sínum og eignum í eldunum miklu í Los Angeles. 10. janúar 2025 07:02 „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13 Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Meðal látinna eru feðgar og blind fyrrum barnastjarna, Rory Callum Sykes. Haft er eftir móður hans að hann hafi dáið á heimili þeirra í Palisades. Hún hafi reynt að bjarga honum úr kofanum sem hann bjó í við húsið en ekkert vatn hafi verið til reiðu í vatnsslöngunni þegar hún reyndi að slökkva eldinn. Í frétt bandaríska miðilsins Reuters um eldana segir að eldar geisi nú á sex mismunandi stöðum í Los Angeles og hafi gert það síðan á þriðjudag. Alls hafa um tíu þúsund byggingar, heimili og iðnaðarhúsnæði, brunnið til kaldra kola síðustu daga. Þúsundir eru heimilislausir vegna eldanna og er búið að lýsa yfir neyðarástandi vegna reyks frá eldunum. Þúsundir eru heimilislausir. Í Altadena hefur fólk komið með ýmsar nauðsynjar sem standa fólki til boða.Vísir/EPA Í frétt Reuters segir að Santa Ana-vindarnir, sem hafi magnað upp eldana, hafi róast á föstudag en eldurinn sem hafi verið í Palisades-hverfinu í vestari enda borgarinnar hafi þá verið á leið í nýja átt. Þá hafi þurft að gefa út nýjar leiðbeiningar um rýmingar í borginni þegar eldarnir hafi fært sig nær Brentwood-hverfinu og San Fernando-dalnum. Gróðureldarnir eru þeir verstu sem hafa verið í Los Angeles. Heilu hverfin eru horfin. Samkvæmt frétt Reuters var í gær, föstudagskvöld, hafði slökkviliðið náð böndum á um ellefu prósent eldanna við Palisades, miðað við átta prósent í gær, og um fimmtán prósent eldanna við Eaton en þetta hlutfall var í kringum þrjú prósent í gær. Það hefur því náðst nokkur árangur. Slökkviliðsmenn slökkva í glæðum í Altadena í Kaliforníu í gær í Eaton-gróðureldinum. Vísir/EPA Rýmingar eru í gildi fyrir um 153 þúsund manns og viðvaranir um rýmingu og útgöngubann í gildi fyrir aðra 166 þúsund. Fjöldi slökkviliðsmanna frá öðrum ríkjum og frá Kanada hefur komið til aðstoðar auk þess sem forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur lofað alríkisaðstoð. Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út að aðstæður ættu að batna í Los Angeles um helgina þegar vind ætti að lægja. Enn yrði þó þurrt á svæðinu og því töluverð hætta út alla næstu viku. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi vegna þykks, eitraðs reyks sem liggur yfir svæðinu. Nánar á vef BBC. Slökkviliðsmenn kasta eldtefjandi efnum yfir skóga nærri Palisades til að reyna að temja eldana.Vísir/EPA Gavin Newsom, ríkisstjóri Los Angeles hefur kallað eftir því að það verði rannsakað hvernig kom til þess að fjöldi brunahana voru tómir þegar slökkviliðsmenn leituðu í þá. Það hafi tafið slökkvistarf. Í færslu á samfélagsmiðlinum X deildi Newsom bréfi sem hann skrifaði til yfirmanns vatns- og orkustofnunar Los Angeles um málið. Hann kallar eftir óháðri rannsókn á málinu.
Bandaríkin Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Bandaríski sundmaðurinn Gary Hall Jr. átti flottan feril og safnaði að sér verðlaunum á Ólympíuleikunum. Hann missti þó þau öll á einu bretti. 10. janúar 2025 23:30 Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Úrslitakeppnin í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hefst á morgun. Eldarnir sem geisa í Kaliforní hafa sín áhrif á leik Los Angeles Rams. 10. janúar 2025 11:32 Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Steve Kerr og fjölskylda er í hópi þeirra fjölmörgu sem þurftu að sjá á eftir húsum sínum og eignum í eldunum miklu í Los Angeles. 10. janúar 2025 07:02 „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13 Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Bandaríski sundmaðurinn Gary Hall Jr. átti flottan feril og safnaði að sér verðlaunum á Ólympíuleikunum. Hann missti þó þau öll á einu bretti. 10. janúar 2025 23:30
Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Úrslitakeppnin í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hefst á morgun. Eldarnir sem geisa í Kaliforní hafa sín áhrif á leik Los Angeles Rams. 10. janúar 2025 11:32
Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Steve Kerr og fjölskylda er í hópi þeirra fjölmörgu sem þurftu að sjá á eftir húsum sínum og eignum í eldunum miklu í Los Angeles. 10. janúar 2025 07:02
„Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13
Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent