Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. janúar 2025 07:55 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra telur mannúðlega velferðarstjórn móteitrið við öfgahægristefnu og segist ætla að stjórna réttu megin við núllið. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, var í viðtali hjá The Observer á vef Guardian. Þar ræðir hún um mótun nýrrar ríkisstjórnar, móteitrið við öfgahægristefnu og nýja leið til að stjórna. Blaðamaðurinn Miranda Bryant tók viðtalið við Kristrúnu í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum og byrjar greinina á að greina frá áhrifunum sem kjör Vigdísar Finnbogadóttur hafði og hvernig nú í fyrsta sinn að forseti landsins og forsætisráðherra eru báðir konur. Kristrún segir í viðtalinu að það hafi ekki verið ætlun sín að mynda ríkisstjórn sem væri leidd af þremur konum. Það hafi verið tilviljun að flokkunum væri stjórnað af konum. „En ég held að það sé ákveðin dýnamík sem þú færð þegar þú ert með þrjár konur saman. Við erum líka með þrjár konur á ólíkum stigum ævi sinnar,“ segir Kristrún um sig, Ingu og Þorgerði. Þó þær hafi allar ólíkan bakgrunn segir Kristrún að allar þrjár séu framsæknar með áherslu á velferð. Ný tegund ríkisstjórnar Hún segist jafnvel vilja sýna nýja leið til að stunda stjórnmál og það skipti máli að ríkisstjórnin geti sýnt að hún geti stjórnað á annan hátt. „Þetta er ný tegund af stjórn, bæði hvað varðar pólitískar áherslur og hvað varðar kyn,“ segir Kristrún. Þá er Kristrún spurð út í hagræðingartillögurnar sem ríkisstjórnin hefur óskað eftir frá almenningi landsins. Hún segir ríkisstjórnina einblína á efnahagsmál. „Það er stórt forgangsmál fyrir mig að sýna að þú getur verið velferðarmiðaða félagshyggjustjórn sem geti samt haldið ríkissjóði réttu megin við núllið,“ segir hún. Hún segir samskipti innan ríkisstjórnarinnar einnig stórt forgangsmál og minnist á hvernig átök milli stjórnarflokkanna leiddu til falls síðustu ríkisstjórnar. Þjóðin vilji ríkisstjórn sem gangi í takt. Móteitrið við öfgahægrinu Á meðan stór hluti Evrópu og Bandaríkjanna færi sig til hægri segir Kristrún að ríkisstjórn sín verði vinstri-miðju-stjórn. Hún hafi lagt mikla áherslu á að fara aftur í kjarna jafnaðarstefnunnar og reynt að ná til venjulegs fólks frekar en elítunnar með því að leggja áherslu á húsnæði, velferð og atvinnumál. Hún telur blöndu ríkisstjórnarinnar af framfarasinnuðum stjórnmálum og velferð vera réttu leiðina til að berjast við öfgahægrið. „Ég held að það sé móteitrið við öfgahægristefnu. Velferðarsinnaðir miðju-hægri- og miðju-vinstriflokkar, hvar sem þú vilt staðsetja þessa ríkisstjórn, færa stjórnmálin aftur á mannúðlegt stig,“ segir hún. Frekar en að dæma fólk segist Kristrún vilja hlusta. Til að færast frá öfgum í stjórnmálum þurfi þau að verða mannúðlegri og horfa minna til elítunnar. „Það er fólksins að segja“ Kristrún fjallar einnig um ferðamennsku á Íslandi og segir stefnu ríkisstjórnarinnar horfa á gæði fram yfir magn í þeim málum. „Það er viðkvæmt mál hvernig þú umgengst náttúruna hérna. Ef það eru margir að koma til landsins og þú ert ekki með fjármuni fyrir innviði til að byggja upp sterkan ferðamannabransa þá lendirðu í vandræðum. Það er líka öryggisatriði. Svo þetta er eitthvað sem við viljum breyta,“ segir hún. Ríkisstjórnin hafi lofað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2027 um hvort eigi að fara aftur í samningaviðræður við Evrópusambandið. „Það eru ólíkar skoðanir innan ríkisstjórnarinnar um það hvort þessi þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að enda með já-i eða nei-i en það er ekki okkar að segja, ekki satt? Það er fólksins að segja, það er skoðun fólksins. Þetta er mikilvægt skref fram á við,“ segir hún. Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Blaðamaðurinn Miranda Bryant tók viðtalið við Kristrúnu í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum og byrjar greinina á að greina frá áhrifunum sem kjör Vigdísar Finnbogadóttur hafði og hvernig nú í fyrsta sinn að forseti landsins og forsætisráðherra eru báðir konur. Kristrún segir í viðtalinu að það hafi ekki verið ætlun sín að mynda ríkisstjórn sem væri leidd af þremur konum. Það hafi verið tilviljun að flokkunum væri stjórnað af konum. „En ég held að það sé ákveðin dýnamík sem þú færð þegar þú ert með þrjár konur saman. Við erum líka með þrjár konur á ólíkum stigum ævi sinnar,“ segir Kristrún um sig, Ingu og Þorgerði. Þó þær hafi allar ólíkan bakgrunn segir Kristrún að allar þrjár séu framsæknar með áherslu á velferð. Ný tegund ríkisstjórnar Hún segist jafnvel vilja sýna nýja leið til að stunda stjórnmál og það skipti máli að ríkisstjórnin geti sýnt að hún geti stjórnað á annan hátt. „Þetta er ný tegund af stjórn, bæði hvað varðar pólitískar áherslur og hvað varðar kyn,“ segir Kristrún. Þá er Kristrún spurð út í hagræðingartillögurnar sem ríkisstjórnin hefur óskað eftir frá almenningi landsins. Hún segir ríkisstjórnina einblína á efnahagsmál. „Það er stórt forgangsmál fyrir mig að sýna að þú getur verið velferðarmiðaða félagshyggjustjórn sem geti samt haldið ríkissjóði réttu megin við núllið,“ segir hún. Hún segir samskipti innan ríkisstjórnarinnar einnig stórt forgangsmál og minnist á hvernig átök milli stjórnarflokkanna leiddu til falls síðustu ríkisstjórnar. Þjóðin vilji ríkisstjórn sem gangi í takt. Móteitrið við öfgahægrinu Á meðan stór hluti Evrópu og Bandaríkjanna færi sig til hægri segir Kristrún að ríkisstjórn sín verði vinstri-miðju-stjórn. Hún hafi lagt mikla áherslu á að fara aftur í kjarna jafnaðarstefnunnar og reynt að ná til venjulegs fólks frekar en elítunnar með því að leggja áherslu á húsnæði, velferð og atvinnumál. Hún telur blöndu ríkisstjórnarinnar af framfarasinnuðum stjórnmálum og velferð vera réttu leiðina til að berjast við öfgahægrið. „Ég held að það sé móteitrið við öfgahægristefnu. Velferðarsinnaðir miðju-hægri- og miðju-vinstriflokkar, hvar sem þú vilt staðsetja þessa ríkisstjórn, færa stjórnmálin aftur á mannúðlegt stig,“ segir hún. Frekar en að dæma fólk segist Kristrún vilja hlusta. Til að færast frá öfgum í stjórnmálum þurfi þau að verða mannúðlegri og horfa minna til elítunnar. „Það er fólksins að segja“ Kristrún fjallar einnig um ferðamennsku á Íslandi og segir stefnu ríkisstjórnarinnar horfa á gæði fram yfir magn í þeim málum. „Það er viðkvæmt mál hvernig þú umgengst náttúruna hérna. Ef það eru margir að koma til landsins og þú ert ekki með fjármuni fyrir innviði til að byggja upp sterkan ferðamannabransa þá lendirðu í vandræðum. Það er líka öryggisatriði. Svo þetta er eitthvað sem við viljum breyta,“ segir hún. Ríkisstjórnin hafi lofað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2027 um hvort eigi að fara aftur í samningaviðræður við Evrópusambandið. „Það eru ólíkar skoðanir innan ríkisstjórnarinnar um það hvort þessi þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að enda með já-i eða nei-i en það er ekki okkar að segja, ekki satt? Það er fólksins að segja, það er skoðun fólksins. Þetta er mikilvægt skref fram á við,“ segir hún.
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira