Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2025 11:01 Albin Lagergren í leik með sænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í París. Getty/Lars Baron Albin Lagergren var liði sænska handboltalandsliðsins í gær sem vann það íslenska í síðasta æfingaleik sínum fyrir heimsmeistaramótið í handbolta. Það munaði þó litlu að hann hefði aldrei fengið tækifæri til þess að spila á mótinu. Lagergren er liðsfélagi Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar hjá Magdeburg. Hann er því búsettur í Magdeburg þar sem árásin var gerð á jólamarkaðinn stuttu fyrir jól. Lagergren sagði frá því hversu litlu munaði að hann og fjölskylda hans hefði verið á staðnum þear bíll keyrði inn í hóp gesta á jólamarkaðnum. Sex létust og sextíu slösuðust. Íslensku landsliðsmennirnir sluppu líka en Gísli Þorgeir Kristjánsson og kærasta hans Rannveig Bjarnadóttir búa í þrjú hundruð metra fjarlægð frá markaðnum. Tilviljun réði því að þau fóru ekki á jólamarkaðinn þetta kvöld. Lagergren þakkar syni sínum fyrir það að fjölskyldan var ekki á staðnum. „Við hættum við að fara þangað á síðustu stundu,“ sagði Lagergren við Aftonbladet. „Ég og liðsfélagi minn ætluðum að fara þangað saman með fjölskyldur okkar. Sonur minn [Ben er þriggja ára] festi sig í lestarteinunum í Ikea og okkur fannst klukkan vera orðin of margt þegar hann var loksins laus,“ sagði Lagergren. „Við hættum því við á síðustu stundu en ætluðum að fara frekar daginn eftir,“ sagði Lagergren. „Ég er þakklátur fyrir það núna. Við heyrðum af árásinni um kvöldið og það var mikið áfall. Eftir það þá vildi maður bara faðma fjölskylduna sína,“ sagði Lagergren. „Þegar svona hlutir gerast þá kemur vel í ljós að handboltinn er ekki það mikilvægast í heiminum. Þetta voru erfiðir dagar fyrir alla borgina og við tókum vel eftir því. Við fórum á þessar minningarathafnir og sáum vel hvað þetta snerti fólk,“ sagði Lagergren. Albin Lagergren hefur skorað 355 mörk í 119 landsleikjum þar af eitt þeirra í sigrinum á Íslandi í gær. HM karla í handbolta 2025 Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Lagergren er liðsfélagi Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar hjá Magdeburg. Hann er því búsettur í Magdeburg þar sem árásin var gerð á jólamarkaðinn stuttu fyrir jól. Lagergren sagði frá því hversu litlu munaði að hann og fjölskylda hans hefði verið á staðnum þear bíll keyrði inn í hóp gesta á jólamarkaðnum. Sex létust og sextíu slösuðust. Íslensku landsliðsmennirnir sluppu líka en Gísli Þorgeir Kristjánsson og kærasta hans Rannveig Bjarnadóttir búa í þrjú hundruð metra fjarlægð frá markaðnum. Tilviljun réði því að þau fóru ekki á jólamarkaðinn þetta kvöld. Lagergren þakkar syni sínum fyrir það að fjölskyldan var ekki á staðnum. „Við hættum við að fara þangað á síðustu stundu,“ sagði Lagergren við Aftonbladet. „Ég og liðsfélagi minn ætluðum að fara þangað saman með fjölskyldur okkar. Sonur minn [Ben er þriggja ára] festi sig í lestarteinunum í Ikea og okkur fannst klukkan vera orðin of margt þegar hann var loksins laus,“ sagði Lagergren. „Við hættum því við á síðustu stundu en ætluðum að fara frekar daginn eftir,“ sagði Lagergren. „Ég er þakklátur fyrir það núna. Við heyrðum af árásinni um kvöldið og það var mikið áfall. Eftir það þá vildi maður bara faðma fjölskylduna sína,“ sagði Lagergren. „Þegar svona hlutir gerast þá kemur vel í ljós að handboltinn er ekki það mikilvægast í heiminum. Þetta voru erfiðir dagar fyrir alla borgina og við tókum vel eftir því. Við fórum á þessar minningarathafnir og sáum vel hvað þetta snerti fólk,“ sagði Lagergren. Albin Lagergren hefur skorað 355 mörk í 119 landsleikjum þar af eitt þeirra í sigrinum á Íslandi í gær.
HM karla í handbolta 2025 Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita