Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2025 12:37 Þórdís Kolbrún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar nú í hádeginu þar sem tekin verður afstaða til þess hvort landsfundur flokksins fari fram samkvæmt áætlun um mánaðamótin febrúar-mars, eða hvort fundinum verði frestað. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs og að segja jafnframt af sér þingmennsku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann í Valhöll fyrir fund. Hún segir fundinn að mestu leyti hefðbundinn miðstjórnarfund en nokkuð langt sé um liðið síðan miðstjórn kom saman. Þá verði á fundinum rætt hvort festa eigi þá dagsetningu sem hefur verið auglýst fyrir landsfund, um mánaðamótin febrúar-mars, eða hvort landsfundi verði frestað, eins og hefur verið rætt. Fundarmenn muni ræða stjórnmálaviðhorf og taka samtal eftir miklar breytingar. Leyfir fundinum að taka ákvörðun Þórdís Kolbrún segist munu leyfa miðstjórninni að taka ákvörðun um mögulega frestun landsfundar. Hún virðist þó vera komin með nokkuð ákveðna skoðun í þeim efnum. „Það komu gagnrýnisraddir um að það ætti mögulega að fresta fundinum. Síðan auðvitað gerist það að Bjarni Benediktsson ákveður að bjóða sig ekki fram og taka ekki sæti á þingi. Þá finnst mér þetta nú orðið frekar augljóst í mínum huga, persónulega. Að vera með formann sem er að hætta, þá finnst mér að við eigum að halda áfram og klára.“ Þú myndir þá vilja halda þig við þessa dagsetningu og fundurinn væri þá eftir tæpa tvo mánuði? „Já.“ Tjáir sig ekki um formannsframboð Þórdís Kolbrún segist ekki ætla að tjá sig um það hvort hún hafi gert upp hug sinn um mögulegt formannsframboð. Hún hafi á undanförnum tveimur árum eða svo ítrekað sagst vera tilbúin til að taka við formannssætinu af Bjarna. Ekkert hafi breyst í þeim efnum. „En þetta er stór ákvörðun, það eru miklar breytingar í Sjálfstæðisflokknum, sem fylgja því að formaðurinn hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig ekki fram aftur og er hættur. Það er enginn stærri en flokkurinn, þar með talið formaðurinn. Þetta er vandasamt hlutverk og það er margt að hugsa um og ræða.“ Þurfi að hrista sig saman Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn stendur á krossgötum, formaðurinn sem hefur setið næstlengst allra formanna er að hætta og flokkurinn hlaut sögulega lítið fylgi í nýafstöðnum alþingiskosningum, með tilheyrandi veru í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Hvernig þarf Sjálfstæðisflokkurinn, í þínum huga, að taka á þessari stöðu? „Við þurfum auðvitað bara að hrista okkur saman, tala skýrt. Það eru miklar breytingar og frelsi sem fylgja því að þurfa ekki að gera málamiðlanir en öllu frelsi fylgir ábyrgð og líka því að vera í stjórnarandstöðu. Mín skoðun er að við eigum að sjálfsögðu að vera ábyrgur flokkur í stjórnarandstöðu. Við lifum líka viðsjárverða tíma og ég held það skipti máli að fólk sem vill láta taka sig alvarlega hagi sér eftir því.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann í Valhöll fyrir fund. Hún segir fundinn að mestu leyti hefðbundinn miðstjórnarfund en nokkuð langt sé um liðið síðan miðstjórn kom saman. Þá verði á fundinum rætt hvort festa eigi þá dagsetningu sem hefur verið auglýst fyrir landsfund, um mánaðamótin febrúar-mars, eða hvort landsfundi verði frestað, eins og hefur verið rætt. Fundarmenn muni ræða stjórnmálaviðhorf og taka samtal eftir miklar breytingar. Leyfir fundinum að taka ákvörðun Þórdís Kolbrún segist munu leyfa miðstjórninni að taka ákvörðun um mögulega frestun landsfundar. Hún virðist þó vera komin með nokkuð ákveðna skoðun í þeim efnum. „Það komu gagnrýnisraddir um að það ætti mögulega að fresta fundinum. Síðan auðvitað gerist það að Bjarni Benediktsson ákveður að bjóða sig ekki fram og taka ekki sæti á þingi. Þá finnst mér þetta nú orðið frekar augljóst í mínum huga, persónulega. Að vera með formann sem er að hætta, þá finnst mér að við eigum að halda áfram og klára.“ Þú myndir þá vilja halda þig við þessa dagsetningu og fundurinn væri þá eftir tæpa tvo mánuði? „Já.“ Tjáir sig ekki um formannsframboð Þórdís Kolbrún segist ekki ætla að tjá sig um það hvort hún hafi gert upp hug sinn um mögulegt formannsframboð. Hún hafi á undanförnum tveimur árum eða svo ítrekað sagst vera tilbúin til að taka við formannssætinu af Bjarna. Ekkert hafi breyst í þeim efnum. „En þetta er stór ákvörðun, það eru miklar breytingar í Sjálfstæðisflokknum, sem fylgja því að formaðurinn hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig ekki fram aftur og er hættur. Það er enginn stærri en flokkurinn, þar með talið formaðurinn. Þetta er vandasamt hlutverk og það er margt að hugsa um og ræða.“ Þurfi að hrista sig saman Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn stendur á krossgötum, formaðurinn sem hefur setið næstlengst allra formanna er að hætta og flokkurinn hlaut sögulega lítið fylgi í nýafstöðnum alþingiskosningum, með tilheyrandi veru í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Hvernig þarf Sjálfstæðisflokkurinn, í þínum huga, að taka á þessari stöðu? „Við þurfum auðvitað bara að hrista okkur saman, tala skýrt. Það eru miklar breytingar og frelsi sem fylgja því að þurfa ekki að gera málamiðlanir en öllu frelsi fylgir ábyrgð og líka því að vera í stjórnarandstöðu. Mín skoðun er að við eigum að sjálfsögðu að vera ábyrgur flokkur í stjórnarandstöðu. Við lifum líka viðsjárverða tíma og ég held það skipti máli að fólk sem vill láta taka sig alvarlega hagi sér eftir því.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira