Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2025 15:32 Þorbjörg Sigríður reynir nú allt hvað af tekur að finna einhver klæði sem duga til að bera á vopnin er víst er að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari er allt annað en ánægð með vararíkissaksóknarann Helga Magnús. vísir/vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur látið það verða eitt sitt fyrsta verkefni í ráðuneytinu að reyna að komast til botns í ágreiningi Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara. Þorbjörg Sigríður segir, í samtali við fréttastofu, að hún hafi nú fundað með þeim báðum en sitt í hvoru lagi. „Já, það hefur aðeins hreyfst í þeim málum. Ég hef átt fundi með ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara, sitt í hvoru lagi til að ræða stöðu málsins.“ Verður að finnast lausn á þessum vanda Þorbjörg Sigríður sagði eftir fyrsta ríkisstjórnarfund ríkisstjórnarinnar á þorláksmessu rétt að hún hefði fengið málið í fangið á fyrsta degi í ráðuneytinu. Þá hafði Helgi Magnús snúið aftur til starfa hjá embætti ríkissaksóknara en hann hafði verið í veikindaleyfi um margra vikna skeið. Þorbjörg Sigríður sagði þá bagalegt að þessi tvö gætu ekki starfað saman. „Það lá fyrir ákvörðun forvera míns í þessu máli. Í samhengi hlutanna er ekki langur tími liðinn en þetta mál er til skoðunar í ráðuneytinu,“ segir dómsmálaráðherra nú. Meginmarkmiðið það að kerfið virki og njóti trausts Spurð hvort hún meti það svo að hægt væri að ná niðurstöðu sem báðir aðilar gætu sætt sig við sagðist hún nú hafa hlustað á afstöðu beggja. „En stóra hagsmunamál almennings er að réttarkerfið virki. Við erum að horfa uppá það að ákæruvaldið, sem er veigamikill hlekkur í þeirri keðju sem réttarkerfið er, virki. Njóti trausts og sé starfhæft.“ Meginmarkmiðið væri að kerfið virkaði. Það væru þeir hagsmunirnir sem hún vildi fyrst og síðast verja í þessu máli. Fundirnir hefðu miðað að því að finna lausnir að teknu tilliti til þeirra. En snýst þetta mál ekki öðrum þræði um að ríkissaksóknari hafi vald yfir þeirri stofnun sem hún veitir forstöðu? „Jú, vitaskuld er það stórt atriði í málinu. Ákvörðun forvera míns, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, í málinu liggur fyrir um hverjar heimildir ríkissaksóknara voru til að áminna og annað í þeim efnum.“ Nú eru opinberir starfsmenn stundum færðir til í störfum sínum, er það eitthvað sem kemur til greina? „Ég er búin að hitta þau tvö og heyra þeirra sjónarmið. Markmið mitt er að kerfið fúnkeri og njóti trausts almennings og ég er vitaskuld ekki að fara að leysa úr því hér í viðtali við þig.“ Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Dómsmál Viðreisn Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. 16. júlí 2024 15:09 Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. 5. september 2024 19:22 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Þorbjörg Sigríður segir, í samtali við fréttastofu, að hún hafi nú fundað með þeim báðum en sitt í hvoru lagi. „Já, það hefur aðeins hreyfst í þeim málum. Ég hef átt fundi með ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara, sitt í hvoru lagi til að ræða stöðu málsins.“ Verður að finnast lausn á þessum vanda Þorbjörg Sigríður sagði eftir fyrsta ríkisstjórnarfund ríkisstjórnarinnar á þorláksmessu rétt að hún hefði fengið málið í fangið á fyrsta degi í ráðuneytinu. Þá hafði Helgi Magnús snúið aftur til starfa hjá embætti ríkissaksóknara en hann hafði verið í veikindaleyfi um margra vikna skeið. Þorbjörg Sigríður sagði þá bagalegt að þessi tvö gætu ekki starfað saman. „Það lá fyrir ákvörðun forvera míns í þessu máli. Í samhengi hlutanna er ekki langur tími liðinn en þetta mál er til skoðunar í ráðuneytinu,“ segir dómsmálaráðherra nú. Meginmarkmiðið það að kerfið virki og njóti trausts Spurð hvort hún meti það svo að hægt væri að ná niðurstöðu sem báðir aðilar gætu sætt sig við sagðist hún nú hafa hlustað á afstöðu beggja. „En stóra hagsmunamál almennings er að réttarkerfið virki. Við erum að horfa uppá það að ákæruvaldið, sem er veigamikill hlekkur í þeirri keðju sem réttarkerfið er, virki. Njóti trausts og sé starfhæft.“ Meginmarkmiðið væri að kerfið virkaði. Það væru þeir hagsmunirnir sem hún vildi fyrst og síðast verja í þessu máli. Fundirnir hefðu miðað að því að finna lausnir að teknu tilliti til þeirra. En snýst þetta mál ekki öðrum þræði um að ríkissaksóknari hafi vald yfir þeirri stofnun sem hún veitir forstöðu? „Jú, vitaskuld er það stórt atriði í málinu. Ákvörðun forvera míns, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, í málinu liggur fyrir um hverjar heimildir ríkissaksóknara voru til að áminna og annað í þeim efnum.“ Nú eru opinberir starfsmenn stundum færðir til í störfum sínum, er það eitthvað sem kemur til greina? „Ég er búin að hitta þau tvö og heyra þeirra sjónarmið. Markmið mitt er að kerfið fúnkeri og njóti trausts almennings og ég er vitaskuld ekki að fara að leysa úr því hér í viðtali við þig.“
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Dómsmál Viðreisn Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. 16. júlí 2024 15:09 Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. 5. september 2024 19:22 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
„Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. 16. júlí 2024 15:09
Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. 5. september 2024 19:22