Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Aron Guðmundsson skrifar 14. janúar 2025 14:53 Freyr Alexandersson náði að stýra Kortrijk í tæplega ár sem er nokkuð vel af sér vikið miðað við þjálfarasögu félagsins síðustu ár. Getty/Nico Vereecken Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs. Freyr hafði íhugað að taka sér hlé frá þjálfun fram á næsta sumar þegar að leiðir hans og Kortrijk skildu í síðasta mánuði en áhuginn á hans kröftum var mikill og áhugaverðir valkostir komu inn á borðið sem erfitt var að hundsa. Einn þeirra valkosta var hjá Brann en Freyr átti einnig fund með forráðamönnum KSÍ. „Þetta hefur verið langt ferli,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild en nánar verður rætt við hann í Sportpakkanum í kvöld að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég hætti hjá Kortrijk 17.desember og daginn eftir hafa forráðamenn Brann samband við mig. Ég man ekki alveg hvenær KSÍ hafði samband við mig en svo voru einnig önnur lið sem höfðu samband. Eitthvað sem ég átti ekkert alveg von á. Ég vildi að sjálfsögðu tala við þá sem höfðu áhuga og svo eftir áramót fókuseraði ég á Ísland og Brann. Svo kemur síðasta vika. Áður en ég ákveð að fara til Brann fer ég til Íslands og hitti loksins fólkið hjá KSÍ. Við áttum frábæran fund. Ég er með mjög skýra sýn á það hvernig eigi að gera hlutina með íslenska landsliðinu og hvernig ég hefði viljað taka það áfram. Forráðamenn Brann voru mjög þolinmóðir fram að þeim fundi af því að ég þurfti líka bara fjölskyldunnar minna vegna að gera það almennilega upp við mig hvað ég vildi.“ Ferlið með Brann hafi verið mjög langt og mjög ítarlegt. „Faglegt í alla staði og tók langan tíma en þeir biðu í nokkra daga og ég fundaði með KSÍ. En eftir þann fund var ég mjög heiðarlegur og sagði að ég hefði ekki tíma í að bíða lengur en í 48 klukkustundir eftir því að vera boðið starfið eða ekki svo ég gæti valið á milli ef ég vildi það. Ég stóð bara við mín orð. Gaf þeim möguleika á því en ákvað að velja síðan Brann á föstudagskvöldið síðastliðið.“ „Ég brenn fyrir íslenska landsliðið“ Ef þú hefðir haft val um annað hvort Brann eða íslenska landsliðið, hefðirðu valið íslenska landsliðið? „Ég er ekki viss um það. Ég get ekki sagt það fullum fótum. Þetta var bara 50/50 fyrir mig. Það vita það allir sem þekkja mig að ég brenn fyrir íslenska landsliðið og mun alltaf verða stuðningsmaður þess. En þetta starf hjá Brann er bara þess eðlis að ég var mjög spenntur fyrir því og var mjög heiðarlegur gagnvart stjórn KSÍ varðandi það. Ég er bara mjög ánægður með að hafa ákveðið að fara hingað.“ Hvernig skilurðu þá við þessar viðræður við KSÍ. Ertu sáttur við það hvernig þær fóru fram og hvernig ferlið var eða er eitthvað sem situr eftir? „Ég er alveg sáttur við það ferli, skil bara vel við það og er búinn að tala við Þorvald, form KSÍ og styð sambandið, íslenska landsliðið og verðandi landsliðsþjálfara fullum fetum.“ Landslið karla í fótbolta KSÍ Norski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Sjá meira
Freyr hafði íhugað að taka sér hlé frá þjálfun fram á næsta sumar þegar að leiðir hans og Kortrijk skildu í síðasta mánuði en áhuginn á hans kröftum var mikill og áhugaverðir valkostir komu inn á borðið sem erfitt var að hundsa. Einn þeirra valkosta var hjá Brann en Freyr átti einnig fund með forráðamönnum KSÍ. „Þetta hefur verið langt ferli,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild en nánar verður rætt við hann í Sportpakkanum í kvöld að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég hætti hjá Kortrijk 17.desember og daginn eftir hafa forráðamenn Brann samband við mig. Ég man ekki alveg hvenær KSÍ hafði samband við mig en svo voru einnig önnur lið sem höfðu samband. Eitthvað sem ég átti ekkert alveg von á. Ég vildi að sjálfsögðu tala við þá sem höfðu áhuga og svo eftir áramót fókuseraði ég á Ísland og Brann. Svo kemur síðasta vika. Áður en ég ákveð að fara til Brann fer ég til Íslands og hitti loksins fólkið hjá KSÍ. Við áttum frábæran fund. Ég er með mjög skýra sýn á það hvernig eigi að gera hlutina með íslenska landsliðinu og hvernig ég hefði viljað taka það áfram. Forráðamenn Brann voru mjög þolinmóðir fram að þeim fundi af því að ég þurfti líka bara fjölskyldunnar minna vegna að gera það almennilega upp við mig hvað ég vildi.“ Ferlið með Brann hafi verið mjög langt og mjög ítarlegt. „Faglegt í alla staði og tók langan tíma en þeir biðu í nokkra daga og ég fundaði með KSÍ. En eftir þann fund var ég mjög heiðarlegur og sagði að ég hefði ekki tíma í að bíða lengur en í 48 klukkustundir eftir því að vera boðið starfið eða ekki svo ég gæti valið á milli ef ég vildi það. Ég stóð bara við mín orð. Gaf þeim möguleika á því en ákvað að velja síðan Brann á föstudagskvöldið síðastliðið.“ „Ég brenn fyrir íslenska landsliðið“ Ef þú hefðir haft val um annað hvort Brann eða íslenska landsliðið, hefðirðu valið íslenska landsliðið? „Ég er ekki viss um það. Ég get ekki sagt það fullum fótum. Þetta var bara 50/50 fyrir mig. Það vita það allir sem þekkja mig að ég brenn fyrir íslenska landsliðið og mun alltaf verða stuðningsmaður þess. En þetta starf hjá Brann er bara þess eðlis að ég var mjög spenntur fyrir því og var mjög heiðarlegur gagnvart stjórn KSÍ varðandi það. Ég er bara mjög ánægður með að hafa ákveðið að fara hingað.“ Hvernig skilurðu þá við þessar viðræður við KSÍ. Ertu sáttur við það hvernig þær fóru fram og hvernig ferlið var eða er eitthvað sem situr eftir? „Ég er alveg sáttur við það ferli, skil bara vel við það og er búinn að tala við Þorvald, form KSÍ og styð sambandið, íslenska landsliðið og verðandi landsliðsþjálfara fullum fetum.“
Landslið karla í fótbolta KSÍ Norski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Sjá meira