Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 14. janúar 2025 20:04 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins ræddi kjaradeiluna í Kvöldfréttum. Vísir/Einar Samninganefndir kennara og sveitarfélaga funda í Karphúsinu á morgun eftir stutt hlé á samningaviðræðunum. Formaður Kennarasambandsins segir miður að vera aftur að lenda á þeim stað að þurfa að lyfta hnefanum til þess að láta hlusta á kennara. Samninganefnd sveitarfélaganna, sem er með grunn-, leik- og tónlistarskóla á sínu forræði, mun sitja fundinn með kennurum. Samninganefnd ríkisins, sem er með framhaldsskóla á sínu forræði, verður ekki viðstödd. Ef samningar nást ekki fyrir mánaðamót hefjast verkfallsaðgerðir kennara á ný. Að sögn Magnúsar Þórs Jónssonar formanns Kennarasambandsins hefjast verkföll í tuttugu og einum skóla, fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum, þann 1. febrúar ef ekki næst að semja. „Við höfum ekki ennþá fundað með samninganefnd ríkisins og því miður er ég á því að þau séu kannski lengra frá samkomulagi eða alvöru samningsvilja þeim megin heldur en sambandsmegin,“ segir Magnús og á þar við Samband sveitarfélaga. Kröfur kennara séu skýrar en þeir vilji að laun verði jöfnuð á milli markaða en samkomulag þessa efnis var gert árið 2016 sem ríkið er aðli að. Fulltrúar í nýrri ríkisstjórn hafi gefið það upp að þeir teldu tímabært að samkomulagið væri fullnustað. Í samkomulaginu felist að laun kennara, ráðgjafa og stjórnenda í grunn-, leik-, tónlistar- og framhaldsskólum séu jafnsett við laun á almennum og opinberum markaði. Formaður samninganefndar sveitarfélaga sagði fréttastofu í vikunni að viðræðurnar hefðu helst strandað á launakröfum Kennarasambandsins. Aðspurður hvort launakröfur þeirra væru óraunhæfar segir Magnús þær sanngjarnar í ljósi áðurnefnds samkomulags. „Við höfum alveg verið skýr með það frá upphafi að það merki markaðarins sem hefur svolítið verið talað um myndi ekki duga til þess að gera KÍ samning. Og núna þurfum við bara að einbeita okkur að því verkefni, að finna leið til þetta markmið okkar verði sett í þann farveg sem þetta samkomulag á að gefa okkur.“ Hann bendir á aukið hlutfall ófaglærðra kennara í stofnunum sambandsins. „Við verðum að stoppa þessa blæðingu sem er út úr kerfunum. Það verður ekkert gert nema ef þeir sem standa ábyrgir gagnvart kerfunum verði með okkur í þessari vegferð, sem við teljum okkur eiga mikinn hljómgrunn meðal fólks. En við erum því miður aftur að lenda á þeim stað að þurfa að lyfta hnefanum til þess að láta hlusta á okkur. Við getum ekki horft upp á það að fólkinu sé sama um hvernig kerfin okkar virka.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Enn er langt á milli aðila í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara og var tekið ótímabundið hlé í viðræðunum í gær. Verkföll hefjast 1. febrúar náist ekki að semja fyrir það. 11. janúar 2025 08:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Samninganefnd sveitarfélaganna, sem er með grunn-, leik- og tónlistarskóla á sínu forræði, mun sitja fundinn með kennurum. Samninganefnd ríkisins, sem er með framhaldsskóla á sínu forræði, verður ekki viðstödd. Ef samningar nást ekki fyrir mánaðamót hefjast verkfallsaðgerðir kennara á ný. Að sögn Magnúsar Þórs Jónssonar formanns Kennarasambandsins hefjast verkföll í tuttugu og einum skóla, fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum, þann 1. febrúar ef ekki næst að semja. „Við höfum ekki ennþá fundað með samninganefnd ríkisins og því miður er ég á því að þau séu kannski lengra frá samkomulagi eða alvöru samningsvilja þeim megin heldur en sambandsmegin,“ segir Magnús og á þar við Samband sveitarfélaga. Kröfur kennara séu skýrar en þeir vilji að laun verði jöfnuð á milli markaða en samkomulag þessa efnis var gert árið 2016 sem ríkið er aðli að. Fulltrúar í nýrri ríkisstjórn hafi gefið það upp að þeir teldu tímabært að samkomulagið væri fullnustað. Í samkomulaginu felist að laun kennara, ráðgjafa og stjórnenda í grunn-, leik-, tónlistar- og framhaldsskólum séu jafnsett við laun á almennum og opinberum markaði. Formaður samninganefndar sveitarfélaga sagði fréttastofu í vikunni að viðræðurnar hefðu helst strandað á launakröfum Kennarasambandsins. Aðspurður hvort launakröfur þeirra væru óraunhæfar segir Magnús þær sanngjarnar í ljósi áðurnefnds samkomulags. „Við höfum alveg verið skýr með það frá upphafi að það merki markaðarins sem hefur svolítið verið talað um myndi ekki duga til þess að gera KÍ samning. Og núna þurfum við bara að einbeita okkur að því verkefni, að finna leið til þetta markmið okkar verði sett í þann farveg sem þetta samkomulag á að gefa okkur.“ Hann bendir á aukið hlutfall ófaglærðra kennara í stofnunum sambandsins. „Við verðum að stoppa þessa blæðingu sem er út úr kerfunum. Það verður ekkert gert nema ef þeir sem standa ábyrgir gagnvart kerfunum verði með okkur í þessari vegferð, sem við teljum okkur eiga mikinn hljómgrunn meðal fólks. En við erum því miður aftur að lenda á þeim stað að þurfa að lyfta hnefanum til þess að láta hlusta á okkur. Við getum ekki horft upp á það að fólkinu sé sama um hvernig kerfin okkar virka.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Enn er langt á milli aðila í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara og var tekið ótímabundið hlé í viðræðunum í gær. Verkföll hefjast 1. febrúar náist ekki að semja fyrir það. 11. janúar 2025 08:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Enn er langt á milli aðila í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara og var tekið ótímabundið hlé í viðræðunum í gær. Verkföll hefjast 1. febrúar náist ekki að semja fyrir það. 11. janúar 2025 08:46