Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2025 09:15 Heiti Bandidos letrað á framgafall mótorhjóls. Samtökin eru virk víða um lönd með fjölda undirdeilda. Dönsk stjórnvöld ætla að sýna fram á að um ein skipulögð glæpasamtök sé að ræða. Vísir/Getty Réttarhöld hófust í Kaupmannahöfn í morgun þar sem saksóknarar fara fram á að dómari leysi upp mótorhjólagengið Bandidos. Lögreglan lagði tímabundið bann við starfsemi þess í fyrra. Málatilbúnaður ákæruvaldsins byggist á því að stjórnarskrá Danmerkur heimili að samtök sem upphefji eða æsi til ofbeldis séu leyst upp. Meðlimir mótorhjólagengisins hafa verið sakfelldir fyrir fjölda ofbeldisbrota, þar á meðal morð, tilraunir til manndráps og líkamsárásir. Gengi eins og Bandidos samanstanda af fjölda staðbundinna undirdeilda eða hópa. Danska ríkisútvarpið segir að saksóknarar þurfi að sýna fram á að Bandidos séu ein skipulögð samtök. Til þess muni þeir leggja fram fjölda skjala sem lögregla hefur lagt hald á við húsleit hjá glæpagenginu, þar á meðal samþykktir, fundargerðir og samstarfssamninga. Þá eru saksóknarar sagðir ætla að vísa til þess aragrúa sakadóma sem meðlimir gengisins hafi hlotið í gegnum tíðina til þess að sýna fram á að samtökin hafi glæpsamlegan tilgang þar sem ofbeldi er hluti af daglegri starfsemi. Lasse Boje, yfirmaður efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar, þegar hann tilkynnti að starfsemi Bandidos hefði verið bönnuð tímabundið í maí 2024.Vísir/EPA Danska lögreglan lagði tímabundið bann við starfsemi Bandidos með sömu rökum í maí. Starfsemi samtakanna og háttsemi félaga þeirra væru ógn við líf og öryggi borgaranna og allsherjarreglu. Bannið þýddi að bandítarnir máttu ekki nota félagsheimili sín, halda fundi eða bera merki samtakanna opinberlega. Danska deild Bandidos var stofnuð árið 1993. Ellefu manns féllu og hátt í hundrað særðust í stríði þeirra við annað mótorhjólagengi, Vítisengla, í allri Skandinavíu þremur árum síðar, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttarhöldin nú eru sögð taka 38 daga og gæti niðurstaða legið fyrir í ágúst. Á meðal vitna sem eiga að koma fyrir dóminn eru félagar í Bandidos. Danmörk Erlend sakamál Bifhjól Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Málatilbúnaður ákæruvaldsins byggist á því að stjórnarskrá Danmerkur heimili að samtök sem upphefji eða æsi til ofbeldis séu leyst upp. Meðlimir mótorhjólagengisins hafa verið sakfelldir fyrir fjölda ofbeldisbrota, þar á meðal morð, tilraunir til manndráps og líkamsárásir. Gengi eins og Bandidos samanstanda af fjölda staðbundinna undirdeilda eða hópa. Danska ríkisútvarpið segir að saksóknarar þurfi að sýna fram á að Bandidos séu ein skipulögð samtök. Til þess muni þeir leggja fram fjölda skjala sem lögregla hefur lagt hald á við húsleit hjá glæpagenginu, þar á meðal samþykktir, fundargerðir og samstarfssamninga. Þá eru saksóknarar sagðir ætla að vísa til þess aragrúa sakadóma sem meðlimir gengisins hafi hlotið í gegnum tíðina til þess að sýna fram á að samtökin hafi glæpsamlegan tilgang þar sem ofbeldi er hluti af daglegri starfsemi. Lasse Boje, yfirmaður efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar, þegar hann tilkynnti að starfsemi Bandidos hefði verið bönnuð tímabundið í maí 2024.Vísir/EPA Danska lögreglan lagði tímabundið bann við starfsemi Bandidos með sömu rökum í maí. Starfsemi samtakanna og háttsemi félaga þeirra væru ógn við líf og öryggi borgaranna og allsherjarreglu. Bannið þýddi að bandítarnir máttu ekki nota félagsheimili sín, halda fundi eða bera merki samtakanna opinberlega. Danska deild Bandidos var stofnuð árið 1993. Ellefu manns féllu og hátt í hundrað særðust í stríði þeirra við annað mótorhjólagengi, Vítisengla, í allri Skandinavíu þremur árum síðar, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttarhöldin nú eru sögð taka 38 daga og gæti niðurstaða legið fyrir í ágúst. Á meðal vitna sem eiga að koma fyrir dóminn eru félagar í Bandidos.
Danmörk Erlend sakamál Bifhjól Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent