Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Aron Guðmundsson skrifar 17. janúar 2025 07:30 Arnar Gunnlaugsson vill að leikmenn landsliðsins noti sinn landsliðsferil sem víti til varnaðar. vísir/anton Skilaboð Arnars Gunnlaugssonar, nýráðins landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, til leikmanna sinna í landsliðinu eru skýr og þau skilaboð dregur hann sem lærdóm af sínum landsliðsferli. Hann vill að leikmenn Íslands taki landsliðsferlinum ekki sem sjálfsögðum hlut. „Þetta er mesti heiður sem þér getur hlotnast sem leikmaður, að spila fyrir þína þjóð.“ Arnar er skiljanlega mjög stoltur með að hafa landað landsliðsþjálfarastarfinu sem mætti telja að væri draumastarf allra íslenskra þjálfara. Hann samdi við KSÍ til ársins 2028. Þessum tímamótum fylgja hins vegar blendnar tilfinningar. Arnar hefur gert gríðarlega vel með lið Víkings Reykjavíkur undanfarin ár. Komið liðinu á topp íslenskrar knattspyrnu og hann segir erfitt að yfirgefa heimavöll hamingjunnar. „Þetta hefur verið rússíbanaferð síðustu sólarhringa, miklar tilfinningar,“ segir Arnar. „Bæði er ég hrikalega ánægður með að landa þessu starfi, þetta er stærsta starf fyrir íslenskan þjálfara, en svo líka kemur hin hliðin og ég er óhræddur við að segja frá henni. Það er erfitt að yfirgefa Víkingana mína. Þetta hefur verið mín fjölskylda í mörg ár, ótrúlegt samband og ótrúlegt samstarf við stuðningsfólkið, starfsfólkið, leikmenn, þjálfara og alla sem koma að félaginu. Hún verður erfið, kveðjustundin þegar að ég fer í Víkina og segi bless við alla. En fyrst og fremst, til að ljúka þessu tilfinningaflóði, er ég ótrúlega stoltur. Alveg ótrúlega stoltur og ætla að gefa mig allan í þetta starf, leggja mig allan fram. Lofa því að það verður engum steini ekki velt til að ná árangri fyrir okkar þjóð.“ Klippa: Skilaboð Arnars til leikmanna Íslands Sölvi fullkominn arftaki Víkingar eru að rita nýjan kafla í sögu íslenskrar knattspyrnu með því að vera komnir alla leið í umspil um sæti í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar og framu er einvígi gegn gríska stórliðinu Panathinaikos í næsta mánuði. Arnar segir það aldrei hafa komið til greina að stýra Víkingum í síðasta sinn í því verkefni áður en hann helgaði sig að fullu landsliðsþjálfarastarfinu. „Nei. Það var aldrei, kom aldrei ósk frá Víkingunum, aldrei ósk frá mér og aldrei talað um þetta með KSÍ af því að ég held að það hefði verið vont fyrir alla aðila. Fyrir mig, landsliðið, fyrir Víkinga og Sölva Geir. Þetta er fullkominn tímapunktur. Fullkominn tímapunktur fyrir hann að fá sína eldskírn í svona leikjum. Fullkominn tímapunktur til þess að slíta naflastrenginn núna strax.“ Sölvi Geir Ottesen Vísir/Pawel Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkings Reykjavíkur í þjálfarateymi Arnars mun taka við liðinu. Þeir áttu gott samstarf aðspurður hvort hann hafi haft puttana í því ferli að ákveða hver eftirmaðurinn yrði hafði Arnar þetta að segja: „Bara í einhverjum samtölum. Ég held að þetta sé alveg ljóst. Sölvi er fullkominn í þetta starf. Hann þekkir allt út og inn þarna í Víkinni, veit hvað allt snýst um. Hrikalega sterkur karakter með sterka nærveru á hliðarlínunni. Enda hefur hann fengið nægilega reynslu þess að taka við stjórn leikja í öllum mínum leikbönnum. Eins og ég talaði um samstöðu um mína ráðningu sem landsliðsþjálfara á blaðamannafundinum þá held ég að það sé jafnvel meiri samstaða með hann sem næsta þjálfara Víkings.“ Í guðanna bænum ekki taka þessu sem sjálfsögðum hlut Fyrir þjálfaraferilinn býr Arnar að ferli sem atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu. Hann lék 33 A-landsleiki á sínum ferli og frá landsliðsferli sínum dregur hann lærdóm sem hann vill koma á framfæri við núverandi landsliðsmenn Íslands. „Mín skilaboð til strákanna. Ég tók landsliðsferli mínum sem allt of sjálfsögðum hlut. Ég spilaði þrjátíu og þrjá landsleiki á mínum ferli og var kominn með flesta þeirra mjög snemma, tuttugu og tveggja til tuttugu og þriggja ára gamall. Ég hélt ég væri að fara sigra heiminn en næstu tíu til fimmtán árin spilaði ég bara einhverja fimm til sex landsleiki. Bara í guðanna bænum ekki taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Þetta er mesti heiður sem þér getur hlotnast sem leikmaður, að spila fyrir þína þjóð. Leggið ykkur alla fram, sýnið metnað, áhuga og ástríðu. Það eru mín skilaboð til leikmannanna. Þið vitið aldrei hvenær ferlinum lýkur, reynið að mjólka landsliðsferilinn eins lengi og þið getið.“ Goðsagnir í leiknum Og á sínum landsliðsferli spilaði Arnar undir stjórn nokkurra landsliðsþjálfara sem hann horfir til á þessum tímamótum og hefur lært af. Atli Eðvaldsson er einn þeirra þjálfara sem Arnar spilaði undir hjá íslenska landsliðinuMynd/Arnþór „Við erum að tala um goðsagnir í leiknum. Ásgeir heitinn Elíasson sem tók mig fyrst inn í landsliðshópinn 1993, Guðjón Þórðarson, Loga Ólafs en ég var reyndar lítið með honum því ég var mikið meiddur, Atli Eðvaldsson tók mig inn í lokin. Þetta eru nöfn sem allir knattspyrnuáhugamenn þekkja og auðvitað tekur maður einhvern lærdóm frá öllum þessum miklum meisturum og því hvernig þeir nálguðust þetta verkefni. Þetta er öðruvísi verkefni en að vera þjálfari félagsliðs. Jú það eru fullt af eiginleikum sem þú getur notað en líka fullt af eiginleikum sem þú getur lært af.“ Núverandi gullkynslóð á betri stað en sú fyrri Arnar sér gríðarlega möguleika með íslenska landsliðinu. „Það hefur gengið á ýmsu undanfarin fjögur til fimm ár. Alls konar mál hingað og þangað. Mér finnst landsliðið núna vera að rétta úr kútnum, finnst eins og gullkynslóðin núna sé á örlítið betri stað heldur en gullkynslóðin var á sínum tíma á þessum aldri. Merki þessi eru kannski að við erum með fleiri unga leikmenn sem eru að spila hjá stærri liðum og gera sig meira gildandi.“ Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki gegn Ungverjum á EM 2016. Gullkynslóðin sem skrifaði söguna. Nær hin síðari gullkynslóð að endurtaka hana? Getty/Lars Baron „Svo er það þeirra, með hjálp okkar, að sjá til þess að þeir verði jafn mikilvægir og góðir og gullkynslóðin endaði með því að verða með því að koma okkur á stórmót og ná góðum árangri. Möguleikarnir eru gríðarlegir. Það er gríðarlega spennandi að vera landsliðsþjálfari, enda held ég að KSÍ hafi fengið fullt af umsóknum, þjálfarar víðs vegar að úr heiminum hafi séð þetta sem mjög eftirsóknarvert og spennandi starf.“ Landslið karla í fótbolta Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Arnar er skiljanlega mjög stoltur með að hafa landað landsliðsþjálfarastarfinu sem mætti telja að væri draumastarf allra íslenskra þjálfara. Hann samdi við KSÍ til ársins 2028. Þessum tímamótum fylgja hins vegar blendnar tilfinningar. Arnar hefur gert gríðarlega vel með lið Víkings Reykjavíkur undanfarin ár. Komið liðinu á topp íslenskrar knattspyrnu og hann segir erfitt að yfirgefa heimavöll hamingjunnar. „Þetta hefur verið rússíbanaferð síðustu sólarhringa, miklar tilfinningar,“ segir Arnar. „Bæði er ég hrikalega ánægður með að landa þessu starfi, þetta er stærsta starf fyrir íslenskan þjálfara, en svo líka kemur hin hliðin og ég er óhræddur við að segja frá henni. Það er erfitt að yfirgefa Víkingana mína. Þetta hefur verið mín fjölskylda í mörg ár, ótrúlegt samband og ótrúlegt samstarf við stuðningsfólkið, starfsfólkið, leikmenn, þjálfara og alla sem koma að félaginu. Hún verður erfið, kveðjustundin þegar að ég fer í Víkina og segi bless við alla. En fyrst og fremst, til að ljúka þessu tilfinningaflóði, er ég ótrúlega stoltur. Alveg ótrúlega stoltur og ætla að gefa mig allan í þetta starf, leggja mig allan fram. Lofa því að það verður engum steini ekki velt til að ná árangri fyrir okkar þjóð.“ Klippa: Skilaboð Arnars til leikmanna Íslands Sölvi fullkominn arftaki Víkingar eru að rita nýjan kafla í sögu íslenskrar knattspyrnu með því að vera komnir alla leið í umspil um sæti í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar og framu er einvígi gegn gríska stórliðinu Panathinaikos í næsta mánuði. Arnar segir það aldrei hafa komið til greina að stýra Víkingum í síðasta sinn í því verkefni áður en hann helgaði sig að fullu landsliðsþjálfarastarfinu. „Nei. Það var aldrei, kom aldrei ósk frá Víkingunum, aldrei ósk frá mér og aldrei talað um þetta með KSÍ af því að ég held að það hefði verið vont fyrir alla aðila. Fyrir mig, landsliðið, fyrir Víkinga og Sölva Geir. Þetta er fullkominn tímapunktur. Fullkominn tímapunktur fyrir hann að fá sína eldskírn í svona leikjum. Fullkominn tímapunktur til þess að slíta naflastrenginn núna strax.“ Sölvi Geir Ottesen Vísir/Pawel Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkings Reykjavíkur í þjálfarateymi Arnars mun taka við liðinu. Þeir áttu gott samstarf aðspurður hvort hann hafi haft puttana í því ferli að ákveða hver eftirmaðurinn yrði hafði Arnar þetta að segja: „Bara í einhverjum samtölum. Ég held að þetta sé alveg ljóst. Sölvi er fullkominn í þetta starf. Hann þekkir allt út og inn þarna í Víkinni, veit hvað allt snýst um. Hrikalega sterkur karakter með sterka nærveru á hliðarlínunni. Enda hefur hann fengið nægilega reynslu þess að taka við stjórn leikja í öllum mínum leikbönnum. Eins og ég talaði um samstöðu um mína ráðningu sem landsliðsþjálfara á blaðamannafundinum þá held ég að það sé jafnvel meiri samstaða með hann sem næsta þjálfara Víkings.“ Í guðanna bænum ekki taka þessu sem sjálfsögðum hlut Fyrir þjálfaraferilinn býr Arnar að ferli sem atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu. Hann lék 33 A-landsleiki á sínum ferli og frá landsliðsferli sínum dregur hann lærdóm sem hann vill koma á framfæri við núverandi landsliðsmenn Íslands. „Mín skilaboð til strákanna. Ég tók landsliðsferli mínum sem allt of sjálfsögðum hlut. Ég spilaði þrjátíu og þrjá landsleiki á mínum ferli og var kominn með flesta þeirra mjög snemma, tuttugu og tveggja til tuttugu og þriggja ára gamall. Ég hélt ég væri að fara sigra heiminn en næstu tíu til fimmtán árin spilaði ég bara einhverja fimm til sex landsleiki. Bara í guðanna bænum ekki taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Þetta er mesti heiður sem þér getur hlotnast sem leikmaður, að spila fyrir þína þjóð. Leggið ykkur alla fram, sýnið metnað, áhuga og ástríðu. Það eru mín skilaboð til leikmannanna. Þið vitið aldrei hvenær ferlinum lýkur, reynið að mjólka landsliðsferilinn eins lengi og þið getið.“ Goðsagnir í leiknum Og á sínum landsliðsferli spilaði Arnar undir stjórn nokkurra landsliðsþjálfara sem hann horfir til á þessum tímamótum og hefur lært af. Atli Eðvaldsson er einn þeirra þjálfara sem Arnar spilaði undir hjá íslenska landsliðinuMynd/Arnþór „Við erum að tala um goðsagnir í leiknum. Ásgeir heitinn Elíasson sem tók mig fyrst inn í landsliðshópinn 1993, Guðjón Þórðarson, Loga Ólafs en ég var reyndar lítið með honum því ég var mikið meiddur, Atli Eðvaldsson tók mig inn í lokin. Þetta eru nöfn sem allir knattspyrnuáhugamenn þekkja og auðvitað tekur maður einhvern lærdóm frá öllum þessum miklum meisturum og því hvernig þeir nálguðust þetta verkefni. Þetta er öðruvísi verkefni en að vera þjálfari félagsliðs. Jú það eru fullt af eiginleikum sem þú getur notað en líka fullt af eiginleikum sem þú getur lært af.“ Núverandi gullkynslóð á betri stað en sú fyrri Arnar sér gríðarlega möguleika með íslenska landsliðinu. „Það hefur gengið á ýmsu undanfarin fjögur til fimm ár. Alls konar mál hingað og þangað. Mér finnst landsliðið núna vera að rétta úr kútnum, finnst eins og gullkynslóðin núna sé á örlítið betri stað heldur en gullkynslóðin var á sínum tíma á þessum aldri. Merki þessi eru kannski að við erum með fleiri unga leikmenn sem eru að spila hjá stærri liðum og gera sig meira gildandi.“ Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki gegn Ungverjum á EM 2016. Gullkynslóðin sem skrifaði söguna. Nær hin síðari gullkynslóð að endurtaka hana? Getty/Lars Baron „Svo er það þeirra, með hjálp okkar, að sjá til þess að þeir verði jafn mikilvægir og góðir og gullkynslóðin endaði með því að verða með því að koma okkur á stórmót og ná góðum árangri. Möguleikarnir eru gríðarlegir. Það er gríðarlega spennandi að vera landsliðsþjálfari, enda held ég að KSÍ hafi fengið fullt af umsóknum, þjálfarar víðs vegar að úr heiminum hafi séð þetta sem mjög eftirsóknarvert og spennandi starf.“
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira