Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2025 21:05 Björgunarfólk að störfum í Súðavík fyrir 30 árum. Stöð 2 Kona, sem missti þrjú systurbörn sín í snjóflóðinu í Súðavík fyrir þrjátíu árum, segir að enn þann dag í dag læsist um hana ótti þegar hún heyrir síma hringja snemma morguns. Hún furðar sig á því að rannsóknarnefnd um hamfarirnar, sem hóf störf í byrjun árs, hafi ekki verið komið á fót löngu fyrr. Snjóflóðið féll á Súðavík klukkan tuttugu og fimm mínútur yfir sex að morgni mánudagsins sextánda janúar árið 1995. Það ruddi sér leið gegnum þorpið, lenti á um tuttugu húsum og endaði niðri á höfn. Fjórtán létust, þar af átta börn, og tólf slösuðust. Dagbjört Hjaltadóttir, sem missti þrjú systrabörn sín í snjóflóðinu, segir daginn hafa verið sem martröð. Systir Dagbjartar, móðir barnanna, gróf sig út úr flóðinu og komst í síma. „Þá hringir hún í mig og segir, hrópar í símann, að börnin séu týnd og það hafi komið snjóflóð. Ég gríp í manninn inn og hann stekkur í föt og út,“ segir Dagbjört. Þegar á vettvang var komið blasti við algjör eyðilegging; hús systur Dagbjartar og þáverandi manns hennar var rústir einar, eins og svo mörg önnur hús við Túngötu í Súðavík. „Og þrjátíu árum síðar fæ ég enn þá bullandi hjartslátt ef sími hringir að nóttu til, eða vekur mig.“ Voru ekki lengur ein Fárviðri geisaði í Súðavík þennan örlagaríka dag og við tóku nokkrir hryllilegir klukkutímar þar sem Súðvíkingar voru innlyksa og biðu eftir liðsauka sem væntanlegur var með ferjunni Fagranesi. „Og ef að hér hefðu verið jarðgöng... ég gleymi ekki léttinum þegar þetta fólk hætti lífi sínu til að koma hérna með Fagranesinu, læknar og björgunarfólk, til að leysa af algjörlega örmagna Súðvíkinga. Við einhvernveginn veltum af okkur þessari miklu ábyrgð, við vorum ekki lengur ein,“ segir Dagbjört. Þegar tímabært fyrir 29 árum Dagbjört segir daginn í dag, 16. janúar, alltaf sáran. Hann sé þó sérstaklega sár á tímamótum eins og í dag, þegar atburðarásin er rifjuð upp í smáatriðum í öllum fjölmiðlum. „En allir hafa bara haldið áfram að lifa, það er það sem maður gerir, og þetta breytir kannski sýn manns á lífið.“ Mörgum spurningum þykir enn ósvarað um atburðarásina í Súðavík fyrir þrjátíu árum og íbúar hafa lengi barist fyrir uppgjöri. Rannsóknarnefnd um hamfarirnar tók loks til starfa fyrr í þessum mánuði. Löngu tímabær rannsókn, að mati Dagbjartar. „Og mér fannst það tímabært fyrir 29 árum. Maður er ekki að reyna finna sökudólga, við erum öll mannleg og gerum mistök. En það að vilja ekki skoða málið finnst mér ansi hart.“ Snjóflóðin í Súðavík 1995 Náttúruhamfarir Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir „Þetta skilgreinir þorpið“ Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. 16. janúar 2025 12:17 Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar féll á Súðavík. 16. janúar 2025 07:37 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Snjóflóðið féll á Súðavík klukkan tuttugu og fimm mínútur yfir sex að morgni mánudagsins sextánda janúar árið 1995. Það ruddi sér leið gegnum þorpið, lenti á um tuttugu húsum og endaði niðri á höfn. Fjórtán létust, þar af átta börn, og tólf slösuðust. Dagbjört Hjaltadóttir, sem missti þrjú systrabörn sín í snjóflóðinu, segir daginn hafa verið sem martröð. Systir Dagbjartar, móðir barnanna, gróf sig út úr flóðinu og komst í síma. „Þá hringir hún í mig og segir, hrópar í símann, að börnin séu týnd og það hafi komið snjóflóð. Ég gríp í manninn inn og hann stekkur í föt og út,“ segir Dagbjört. Þegar á vettvang var komið blasti við algjör eyðilegging; hús systur Dagbjartar og þáverandi manns hennar var rústir einar, eins og svo mörg önnur hús við Túngötu í Súðavík. „Og þrjátíu árum síðar fæ ég enn þá bullandi hjartslátt ef sími hringir að nóttu til, eða vekur mig.“ Voru ekki lengur ein Fárviðri geisaði í Súðavík þennan örlagaríka dag og við tóku nokkrir hryllilegir klukkutímar þar sem Súðvíkingar voru innlyksa og biðu eftir liðsauka sem væntanlegur var með ferjunni Fagranesi. „Og ef að hér hefðu verið jarðgöng... ég gleymi ekki léttinum þegar þetta fólk hætti lífi sínu til að koma hérna með Fagranesinu, læknar og björgunarfólk, til að leysa af algjörlega örmagna Súðvíkinga. Við einhvernveginn veltum af okkur þessari miklu ábyrgð, við vorum ekki lengur ein,“ segir Dagbjört. Þegar tímabært fyrir 29 árum Dagbjört segir daginn í dag, 16. janúar, alltaf sáran. Hann sé þó sérstaklega sár á tímamótum eins og í dag, þegar atburðarásin er rifjuð upp í smáatriðum í öllum fjölmiðlum. „En allir hafa bara haldið áfram að lifa, það er það sem maður gerir, og þetta breytir kannski sýn manns á lífið.“ Mörgum spurningum þykir enn ósvarað um atburðarásina í Súðavík fyrir þrjátíu árum og íbúar hafa lengi barist fyrir uppgjöri. Rannsóknarnefnd um hamfarirnar tók loks til starfa fyrr í þessum mánuði. Löngu tímabær rannsókn, að mati Dagbjartar. „Og mér fannst það tímabært fyrir 29 árum. Maður er ekki að reyna finna sökudólga, við erum öll mannleg og gerum mistök. En það að vilja ekki skoða málið finnst mér ansi hart.“
Snjóflóðin í Súðavík 1995 Náttúruhamfarir Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir „Þetta skilgreinir þorpið“ Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. 16. janúar 2025 12:17 Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar féll á Súðavík. 16. janúar 2025 07:37 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Þetta skilgreinir þorpið“ Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. 16. janúar 2025 12:17
Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar féll á Súðavík. 16. janúar 2025 07:37