„Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. janúar 2025 21:38 Jakob Örn fer yfir málin. Vísir/Anton Brink KR lagði Þór í miklum spennuleik í Bónus-deild karla í kvöld en fyrir leikinn voru liðin í 6. og 7. sæti en eru nú jöfn að stigum og KR með yfirhöndina innbyrðis eftir að hafa unnið bæði einvígi liðanna. Jakob Örn Sigurðsson, þjálfari KR, var virkilega sáttur í leikslok og hrósaði liðsheildinni þar sem fjölmargir leikmenn voru að leggja í púkkið. „Bara geggjaður leikur, geggjaður körfuboltaleikur. Mikið fram og til baka. Ég er bara mjög ánægður með hvernig við stigum upp í lokin og í seinni hálfleik. Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur. Þetta var ekki einhver einn eða tveir. Allir sem voru inn á voru að skila einhverju framlagi. Þannig að bara geggjaður sigur.“ KR endaði fyrstu tvo leikhlutuna á flautukörfum. Litlu hlutirnir virtust vera að detta með liðinu en í seinni hálfleik fór allt á fullt sóknarlega. „Mér fannst við varnarlega vera svolítið á hælunum í fyrri hálfleik ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég var ekki nógu sáttur við að við vorum eftir á í öllum þeirra aðgerðum. Við vorum að bregðast við og þeir voru að komast framhjá okkur og gátu svolítið valið sendingar og skot. Ég var ekki nógu sáttur við það en í seinni hálfleik var þetta allt annað varnarlega.“ „Við gerðum rosalega vel á Tomsick og bara vorum miklu virkari. Vorum meira líkamlegir, þeir voru ekki að fá þessar auðveldu körfur sem þeir voru að fá í fyrri hálfleik og ég var bara mjög ánægður með það. Það er lykillinn, þannig fengum við þennan hraða leik sem við viljum spila. Náðum góðum varnarstoppum, náðum boltanum og keyrðum í bakið á þeim.“ Hraður leikur er það sem Jakob leggur upp með en hann var ekkert endilega viss um að Þórsarar hefðu verið ósáttir með þennan mikla hraða, en leikurinn var á köflum eins og borðtennisleikur fram og til baka. „Ég er ekkert viss um það, ég held að þeir séu líka alveg sáttir við að hlaupa upp og niður. En klárlega er þetta eitthvað sem mér finnst við þrífast í. Sóknarlega erum við frábærir, liðið er svolítið sett saman með það í huga að spila hratt. Við erum með leikmenn sem líður vel á opnum velli, keyra upp með boltann og skapa þannig. Hentar okkur rosa vel að spila svona leik.“ Má ekki færa þennan sigur til bókar sem algjöran lykilsigur, í jafnri deild gegn liðinu sem var í næsta sæti fyrir ofan KR? „Alveg klárlega, alveg klárlega. Hver umferð í þessari deild býður uppá rosalega mikilvæga leiki. Annað hvort ferðu upp um tvö þrjú sæti eða dettur bara niður um fimm. Þetta er það jafnt. Auðvitað er þetta risa sigur fyrir okkur, bæði að jafna þá og eigum innbyrðis á þá. En það eru fleiri svona leikir að koma núna, við eigum Álftanes, við eigum Keflavík svo það er mjög mikilvægt að við höldum rétt á spöðunum núna og höldum fókus.“ Körfubolti Bónus-deild karla KR Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Sjá meira
Jakob Örn Sigurðsson, þjálfari KR, var virkilega sáttur í leikslok og hrósaði liðsheildinni þar sem fjölmargir leikmenn voru að leggja í púkkið. „Bara geggjaður leikur, geggjaður körfuboltaleikur. Mikið fram og til baka. Ég er bara mjög ánægður með hvernig við stigum upp í lokin og í seinni hálfleik. Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur. Þetta var ekki einhver einn eða tveir. Allir sem voru inn á voru að skila einhverju framlagi. Þannig að bara geggjaður sigur.“ KR endaði fyrstu tvo leikhlutuna á flautukörfum. Litlu hlutirnir virtust vera að detta með liðinu en í seinni hálfleik fór allt á fullt sóknarlega. „Mér fannst við varnarlega vera svolítið á hælunum í fyrri hálfleik ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég var ekki nógu sáttur við að við vorum eftir á í öllum þeirra aðgerðum. Við vorum að bregðast við og þeir voru að komast framhjá okkur og gátu svolítið valið sendingar og skot. Ég var ekki nógu sáttur við það en í seinni hálfleik var þetta allt annað varnarlega.“ „Við gerðum rosalega vel á Tomsick og bara vorum miklu virkari. Vorum meira líkamlegir, þeir voru ekki að fá þessar auðveldu körfur sem þeir voru að fá í fyrri hálfleik og ég var bara mjög ánægður með það. Það er lykillinn, þannig fengum við þennan hraða leik sem við viljum spila. Náðum góðum varnarstoppum, náðum boltanum og keyrðum í bakið á þeim.“ Hraður leikur er það sem Jakob leggur upp með en hann var ekkert endilega viss um að Þórsarar hefðu verið ósáttir með þennan mikla hraða, en leikurinn var á köflum eins og borðtennisleikur fram og til baka. „Ég er ekkert viss um það, ég held að þeir séu líka alveg sáttir við að hlaupa upp og niður. En klárlega er þetta eitthvað sem mér finnst við þrífast í. Sóknarlega erum við frábærir, liðið er svolítið sett saman með það í huga að spila hratt. Við erum með leikmenn sem líður vel á opnum velli, keyra upp með boltann og skapa þannig. Hentar okkur rosa vel að spila svona leik.“ Má ekki færa þennan sigur til bókar sem algjöran lykilsigur, í jafnri deild gegn liðinu sem var í næsta sæti fyrir ofan KR? „Alveg klárlega, alveg klárlega. Hver umferð í þessari deild býður uppá rosalega mikilvæga leiki. Annað hvort ferðu upp um tvö þrjú sæti eða dettur bara niður um fimm. Þetta er það jafnt. Auðvitað er þetta risa sigur fyrir okkur, bæði að jafna þá og eigum innbyrðis á þá. En það eru fleiri svona leikir að koma núna, við eigum Álftanes, við eigum Keflavík svo það er mjög mikilvægt að við höldum rétt á spöðunum núna og höldum fókus.“
Körfubolti Bónus-deild karla KR Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Sjá meira