Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2025 15:41 Frá útibúi TikTok í Kaliforníu. AP/Damian Dovarganes Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. Yfirvöld í Kína hafa einnig sagst mótfallin því að TikTok verði selt. Donald Trump hefur þó ekki gefið upp hvort hann muni framfylgja banninu og segir að það muni verða ljóst á næstu dögum. Vörðust á grunni málfrelsis Eigendur TikTok, ByteDance, höfðu haldið því fram að lögin væru ólögleg á grunni ákvæðis stjórnarskrár Bandaríkjanna um málfrelsi en allir níu dómarar Hæstaréttar voru ósammála því. Ákvörðunin gæti markað endalok samfélagsmiðilsins vinsæla í Bandaríkjunum en það er þó ekki fullvíst. Um 170 milljónir Bandaríkjamanna nota TikTok en forritið mun ekki hverfa úr símum þessa fólks á sunnudaginn en nýir notendur geta ekki sótt það og það verður ekki uppfært. Að endingu er búist við því að forritið verði ónothæft í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir lögin síðasta vor en þau nutu mikils stuðnings þingmanna beggja flokka vestanhafs. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af TikTok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur gegn fyrirtækjum þar. Gefi yfirvöld í Kína fyrirtækjum eins og TikTok skipanir um að afhenda viðkvæmar upplýsingar um notendur eða dreifa áróðri, sé ómögulegt fyrir forsvarsmenn kínverskra fyrirtækja að verða ekki við þeim kröfum. Biden hefur nú sagt að hann muni ekki framfylgja lögunum á sunnudaginn, sem er hans síðasti dagur í embætti forseta. Ákvörðunin verður því á höndum Donalds Trump. Heldur spilunum þétt að sér Hann studdi upprunalega það að banna TikTok í Bandaríkjunum en snerist hugur í fyrra, nokkrum dögum eftir að íhaldssami auðjöfurinn Jeff Yass heimsótti hann í Flórída. Yass var þá hluthafi í TikTok. Sjá einnig: Snerist hugur um TikTok eftir heimsókn auðjöfurs Trump hefur þar að auki notið töluverðra vinsælda á TikTok en þar á hann um 14,7 milljónir fylgjenda. Þegar fréttakona CNN náði af honum tali skömmu eftir að úrskurður Hæstaréttar var birtur sagði Trump að þingið hefði veitt honum umboð til að taka ákvörðun í málinu og að hann myndi taka ákvörðun. Hann sagði ekki hver sú ákvörðun yrði. Lögin segja til um að hægt sé að fresta framfylgd þeirra í níutíu daga. Samkvæmt lögunum yrði því ákvæði þó að vera beitt áður en bannið tekur gildi á sunnudaginn en það getur Trump ekki gert því hann tekur ekki embætti fyrr en á mánudag. Ræddi við Xi um TikTok Skömmu áður en úrskurðurinn var birtur sagði Trump frá því að hann hefði rætt við Xi Jinping, forseta Kína, og að TikTok hefði verið meðal umræðuefna. Hann sagði símtalið hafa verið mjög jákvætt og býst hann við því að hann og Xi muni „leysa mörg vandamál“ saman. Í kjölfarið birti hann svo færslu á Truth Social þar sem hann sagði alla þurfa að fylgja úrskurði Hæstaréttar. Ákvörðun hans muni liggja fyrir á næstunni en hann þurfi tíma til að fara yfir stöðuna. Samkvæmt frétt New York Times kemur fram í úrskurði Hæstaréttar að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi afhent dómurum leynilegar upplýsingar um samfélagsmiðilinn en að þær hafi ekki verið notaðar. Neil Gorsuch, skrifaði í úrskurðinn að hann væri ánægður með að gögnin hafi ekki verið notuð. Það væri ekki eðlilegt að nota leynilegar upplýsingar við mál sem þessi, þar sem lögmenn TikTok þyrftu að fá að bregðast við málflutningi yfirvalda. Bandaríkin Kína TikTok Samfélagsmiðlar Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Bloomberg News segir embættismenn í Kína hafa átt viðræður um mögulega sölu TikTok til Elon Musk, ef til þess kemur að samskiptamiðillinn verður bannaður í Bandaríkjunum. 14. janúar 2025 07:10 TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að taka fyrir mál bandaríska ríkisins gegn samfélagsmiðlinum TikTok, sem að öllu óbreyttu verður bannaður í landinu þann 19. janúar næstkomandi. 18. desember 2024 21:14 Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok TikTok hefur tapað dómsmáli sínu í Bandaríkjunum varðandi lög sem voru sett til að loka miðlinum vestanhafs. Stefnir því allt í að lokað verður fyrir miðilinn í Bandaríkjunum og virðist fátt geta komið í veg fyrir það. 6. desember 2024 23:41 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Yfirvöld í Kína hafa einnig sagst mótfallin því að TikTok verði selt. Donald Trump hefur þó ekki gefið upp hvort hann muni framfylgja banninu og segir að það muni verða ljóst á næstu dögum. Vörðust á grunni málfrelsis Eigendur TikTok, ByteDance, höfðu haldið því fram að lögin væru ólögleg á grunni ákvæðis stjórnarskrár Bandaríkjanna um málfrelsi en allir níu dómarar Hæstaréttar voru ósammála því. Ákvörðunin gæti markað endalok samfélagsmiðilsins vinsæla í Bandaríkjunum en það er þó ekki fullvíst. Um 170 milljónir Bandaríkjamanna nota TikTok en forritið mun ekki hverfa úr símum þessa fólks á sunnudaginn en nýir notendur geta ekki sótt það og það verður ekki uppfært. Að endingu er búist við því að forritið verði ónothæft í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir lögin síðasta vor en þau nutu mikils stuðnings þingmanna beggja flokka vestanhafs. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af TikTok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur gegn fyrirtækjum þar. Gefi yfirvöld í Kína fyrirtækjum eins og TikTok skipanir um að afhenda viðkvæmar upplýsingar um notendur eða dreifa áróðri, sé ómögulegt fyrir forsvarsmenn kínverskra fyrirtækja að verða ekki við þeim kröfum. Biden hefur nú sagt að hann muni ekki framfylgja lögunum á sunnudaginn, sem er hans síðasti dagur í embætti forseta. Ákvörðunin verður því á höndum Donalds Trump. Heldur spilunum þétt að sér Hann studdi upprunalega það að banna TikTok í Bandaríkjunum en snerist hugur í fyrra, nokkrum dögum eftir að íhaldssami auðjöfurinn Jeff Yass heimsótti hann í Flórída. Yass var þá hluthafi í TikTok. Sjá einnig: Snerist hugur um TikTok eftir heimsókn auðjöfurs Trump hefur þar að auki notið töluverðra vinsælda á TikTok en þar á hann um 14,7 milljónir fylgjenda. Þegar fréttakona CNN náði af honum tali skömmu eftir að úrskurður Hæstaréttar var birtur sagði Trump að þingið hefði veitt honum umboð til að taka ákvörðun í málinu og að hann myndi taka ákvörðun. Hann sagði ekki hver sú ákvörðun yrði. Lögin segja til um að hægt sé að fresta framfylgd þeirra í níutíu daga. Samkvæmt lögunum yrði því ákvæði þó að vera beitt áður en bannið tekur gildi á sunnudaginn en það getur Trump ekki gert því hann tekur ekki embætti fyrr en á mánudag. Ræddi við Xi um TikTok Skömmu áður en úrskurðurinn var birtur sagði Trump frá því að hann hefði rætt við Xi Jinping, forseta Kína, og að TikTok hefði verið meðal umræðuefna. Hann sagði símtalið hafa verið mjög jákvætt og býst hann við því að hann og Xi muni „leysa mörg vandamál“ saman. Í kjölfarið birti hann svo færslu á Truth Social þar sem hann sagði alla þurfa að fylgja úrskurði Hæstaréttar. Ákvörðun hans muni liggja fyrir á næstunni en hann þurfi tíma til að fara yfir stöðuna. Samkvæmt frétt New York Times kemur fram í úrskurði Hæstaréttar að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi afhent dómurum leynilegar upplýsingar um samfélagsmiðilinn en að þær hafi ekki verið notaðar. Neil Gorsuch, skrifaði í úrskurðinn að hann væri ánægður með að gögnin hafi ekki verið notuð. Það væri ekki eðlilegt að nota leynilegar upplýsingar við mál sem þessi, þar sem lögmenn TikTok þyrftu að fá að bregðast við málflutningi yfirvalda.
Bandaríkin Kína TikTok Samfélagsmiðlar Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Bloomberg News segir embættismenn í Kína hafa átt viðræður um mögulega sölu TikTok til Elon Musk, ef til þess kemur að samskiptamiðillinn verður bannaður í Bandaríkjunum. 14. janúar 2025 07:10 TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að taka fyrir mál bandaríska ríkisins gegn samfélagsmiðlinum TikTok, sem að öllu óbreyttu verður bannaður í landinu þann 19. janúar næstkomandi. 18. desember 2024 21:14 Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok TikTok hefur tapað dómsmáli sínu í Bandaríkjunum varðandi lög sem voru sett til að loka miðlinum vestanhafs. Stefnir því allt í að lokað verður fyrir miðilinn í Bandaríkjunum og virðist fátt geta komið í veg fyrir það. 6. desember 2024 23:41 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Bloomberg News segir embættismenn í Kína hafa átt viðræður um mögulega sölu TikTok til Elon Musk, ef til þess kemur að samskiptamiðillinn verður bannaður í Bandaríkjunum. 14. janúar 2025 07:10
TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að taka fyrir mál bandaríska ríkisins gegn samfélagsmiðlinum TikTok, sem að öllu óbreyttu verður bannaður í landinu þann 19. janúar næstkomandi. 18. desember 2024 21:14
Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok TikTok hefur tapað dómsmáli sínu í Bandaríkjunum varðandi lög sem voru sett til að loka miðlinum vestanhafs. Stefnir því allt í að lokað verður fyrir miðilinn í Bandaríkjunum og virðist fátt geta komið í veg fyrir það. 6. desember 2024 23:41