Slóvenum var hreinlega pakkað saman og þeir voru slegnir í bókstaflegri merkingu. Þeir áttu ekki svör á vellinum og stuðningsmenn voru reiðir í stúkunni.
Henry Birgir og Valur Páll renna yfir leikinn í þætti dagsins og fara einnig yfir ferðalag Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra í höllinni í gær en hún endaði á því að afhenda verðlaunin fyrir mann leiksins.
Það ku hafa verið að undirlagi Hassan Moustafa, forseta IHF.
Þáttinn má sjá hér að neðan.