Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 14:33 Helena Sverrisdóttir tók þessa mynd af litlu systur sinni og birti á samfélagsmiðlum. Guðbjörg með viðurkenningu sína sem leikjahæsta kona efstu deildar. @helenasverris Guðbjörg Sverrisdóttir varð í gærkvöldi leikjahæsti leikmaður efstu deildar kvenna í körfubolta þegar hún lék sinn 383. deildarleik á ferlinum. Guðbjörg hjálpaði þá liði sínu Val að vinna 63-61 sigur á Aþenu á Hlíðarenda. Guðbjörg skoraði síðasta stig leiksins og skoraði alls tíu stig fyrir sitt lið í þessum spennandi leik. Guðbjörg bætti með þessu leikjamet Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur en þær léku saman um tíma hjá bæði Haukum og Hamri. Guðbjörg lék sinn fyrsta leik í efstu deild á móti ÍS 11. febrúar 2007 og skoraði þá jafnframt sína fyrstu körfu í efstu deild. Hún var þá aðeins fjórtán ára gömul. Fyrsta karfa Guðbjargar í metleiknum í gær var hennar þúsundasta í efstu deild því hún hafði skorað 999 körfur fyrir leikinn. Aðeins átján aðrar körfuboltakonur hafa náð því að skora þúsund körfur í efstu deild kvenna en metið á Anna María Sveinsdóttir með 1911 körfur. Guðbjörg hefur skorað 668 af 1002 körfum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna og 334 af körfunum hennar hafa komið fyrir utan þriggja stiga línuna. Guðbjörg er annars í sextánda sæti í stigum, í sjötta sæti í stoðsendingum, í áttunda sæti í stolnum boltum, í ellefta sæti í fráköstum og í níunda sæti í þriggja stiga körfum í sögu deildarinnar. Guðbjörg hélt upp á 32 ára afmælið sitt í október síðastliðnum. Hún er ekki búin að missa úr tímabil síðan að hún byrjaði að spila með meistaraflokki Hauka í febrúar fyrir átján árum. Þetta tímabil sem nú er i gangi er hennar nítjánda í röð í efstu deild. Hún hefur á þeim tíma spilað fyrir Hauka (37 leikir), Hamar (38 leikir) og Val. 308 af 383 leikjum hennar hafa komið í Valsbúningnum. Flestir leikir í efstu deild kvenna: 1. Guðbjörg Sverrisdóttir 383 2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 382 3. Birna Valgarðsdóttir 375 4. Þórunn Bjarnadóttir 365 5. Hafdís Elín Helgadóttir 363 6. Hildur Sigurðardóttir 347 7. Alda Leif Jónsdóttir 337 8. Anna María Sveinsdóttir 324 9. Petrúnella Skúladóttir 319 10. Kristrún Sigurjónsdóttir 309 11. Bríet Sif Hinriksdóttir 307 12. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 300 13. Hallveig Jónsdóttir 299 14. Guðrún Ósk Ámundadóttir 294 15. Pálína María Gunnlaugsdóttir 290 16. Bryndís Guðmundsdóttir 284 17. Sigrún Skarphéðinsdóttir 282 18. Jóhanna Björk Sveinsdóttir 280 19. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 277 20. Rósa Björk Pétursdóttir 267 Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ Sjá meira
Guðbjörg hjálpaði þá liði sínu Val að vinna 63-61 sigur á Aþenu á Hlíðarenda. Guðbjörg skoraði síðasta stig leiksins og skoraði alls tíu stig fyrir sitt lið í þessum spennandi leik. Guðbjörg bætti með þessu leikjamet Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur en þær léku saman um tíma hjá bæði Haukum og Hamri. Guðbjörg lék sinn fyrsta leik í efstu deild á móti ÍS 11. febrúar 2007 og skoraði þá jafnframt sína fyrstu körfu í efstu deild. Hún var þá aðeins fjórtán ára gömul. Fyrsta karfa Guðbjargar í metleiknum í gær var hennar þúsundasta í efstu deild því hún hafði skorað 999 körfur fyrir leikinn. Aðeins átján aðrar körfuboltakonur hafa náð því að skora þúsund körfur í efstu deild kvenna en metið á Anna María Sveinsdóttir með 1911 körfur. Guðbjörg hefur skorað 668 af 1002 körfum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna og 334 af körfunum hennar hafa komið fyrir utan þriggja stiga línuna. Guðbjörg er annars í sextánda sæti í stigum, í sjötta sæti í stoðsendingum, í áttunda sæti í stolnum boltum, í ellefta sæti í fráköstum og í níunda sæti í þriggja stiga körfum í sögu deildarinnar. Guðbjörg hélt upp á 32 ára afmælið sitt í október síðastliðnum. Hún er ekki búin að missa úr tímabil síðan að hún byrjaði að spila með meistaraflokki Hauka í febrúar fyrir átján árum. Þetta tímabil sem nú er i gangi er hennar nítjánda í röð í efstu deild. Hún hefur á þeim tíma spilað fyrir Hauka (37 leikir), Hamar (38 leikir) og Val. 308 af 383 leikjum hennar hafa komið í Valsbúningnum. Flestir leikir í efstu deild kvenna: 1. Guðbjörg Sverrisdóttir 383 2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 382 3. Birna Valgarðsdóttir 375 4. Þórunn Bjarnadóttir 365 5. Hafdís Elín Helgadóttir 363 6. Hildur Sigurðardóttir 347 7. Alda Leif Jónsdóttir 337 8. Anna María Sveinsdóttir 324 9. Petrúnella Skúladóttir 319 10. Kristrún Sigurjónsdóttir 309 11. Bríet Sif Hinriksdóttir 307 12. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 300 13. Hallveig Jónsdóttir 299 14. Guðrún Ósk Ámundadóttir 294 15. Pálína María Gunnlaugsdóttir 290 16. Bryndís Guðmundsdóttir 284 17. Sigrún Skarphéðinsdóttir 282 18. Jóhanna Björk Sveinsdóttir 280 19. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 277 20. Rósa Björk Pétursdóttir 267
Flestir leikir í efstu deild kvenna: 1. Guðbjörg Sverrisdóttir 383 2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 382 3. Birna Valgarðsdóttir 375 4. Þórunn Bjarnadóttir 365 5. Hafdís Elín Helgadóttir 363 6. Hildur Sigurðardóttir 347 7. Alda Leif Jónsdóttir 337 8. Anna María Sveinsdóttir 324 9. Petrúnella Skúladóttir 319 10. Kristrún Sigurjónsdóttir 309 11. Bríet Sif Hinriksdóttir 307 12. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 300 13. Hallveig Jónsdóttir 299 14. Guðrún Ósk Ámundadóttir 294 15. Pálína María Gunnlaugsdóttir 290 16. Bryndís Guðmundsdóttir 284 17. Sigrún Skarphéðinsdóttir 282 18. Jóhanna Björk Sveinsdóttir 280 19. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 277 20. Rósa Björk Pétursdóttir 267
Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ Sjá meira