Íhugar formannsframboð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. janúar 2025 21:09 Sjálfstæðisfélög hafa skorað á Guðrúnu að bjóða sig fram til embættis formanns. vísir/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi flokksins. Fyrrverandi ráðherrar liggja undir feldi á meðan klukkan tifar. Nú þegar fimm vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins hefur enginn opinberlega boðið fram krafta sína í embætti formanns og varaformanns flokksins þrátt fyrir að fjölmargir hafi verið orðaðir við framboð í embættin tvö. Nú er ljóst að Þórdís Kolbrún ætlar ekki fram og þykja þessi hér líklegust til að taka slaginn. Þessi hér eru talin líklegust til að bjóða sig fram til embættis formanns flokksins.grafík/sara Samkvæmt heimildum fréttastofu vinnu Áslaug Arna hörðum höndum að framboði sínu til formanns og hefur gert í nokkurn tíma. Guðlaugur Þór liggur sömuleiðis undir feldi. Tekur áskorunum af æðruleysi og hugsar málið Sífellt fleiri eru sagðir horfa til Guðrúnar Hafsteinsdóttur en á síðustu dögum hafa Sjálfstæðisfélög skorað opinberlega á hana að bjóða sig fram til formanns. Guðrún segir áskoranir koma á óvart. Hún taki þeim af æðruleysi og segist auðmjúk yfir stuðningnum. Hún segist ekki hafa tekið ákvörðun um framboð en hefur á síðustu vikum og dögum tekið samtöl við flokksmenn sem skora á hana. „Það er nú einhvern veginn þannig að þegar maður fær áskoranir með þessum hætti og á þessi samtöl þá á einhverjum tímapunkti ferðu kannski að máta þig inn í einhverjar aðstæður. Ég væri ekki að segja satt ef ég segði ekki að ég tek þetta til mín og mun taka það til ígrundunar með sjálfri mér, fjölskyldu minni og stuðningsmönnum.“ Þannig þú ert að íhuga þetta? „Já ég er að því.“ Skoðar landslagið Hún segist nú skoða landslagið enda þurfi hún að meta hvort hún myndi ná tilætluðum árangri bjóði hún sig fram. Hvað ætlar þú að gefa þér langan tíma til að hugsa þetta? „Ég ætla bara að gefa mér þann tíma sem ég þarf.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Fleiri skora á Guðrúnu Stjórn Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar hefur skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, til þess að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi flokksins. 23. janúar 2025 16:48 Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins sem haldinn verður 28. febrúar til 2. mars næstkomandi. 23. janúar 2025 14:09 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Nú þegar fimm vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins hefur enginn opinberlega boðið fram krafta sína í embætti formanns og varaformanns flokksins þrátt fyrir að fjölmargir hafi verið orðaðir við framboð í embættin tvö. Nú er ljóst að Þórdís Kolbrún ætlar ekki fram og þykja þessi hér líklegust til að taka slaginn. Þessi hér eru talin líklegust til að bjóða sig fram til embættis formanns flokksins.grafík/sara Samkvæmt heimildum fréttastofu vinnu Áslaug Arna hörðum höndum að framboði sínu til formanns og hefur gert í nokkurn tíma. Guðlaugur Þór liggur sömuleiðis undir feldi. Tekur áskorunum af æðruleysi og hugsar málið Sífellt fleiri eru sagðir horfa til Guðrúnar Hafsteinsdóttur en á síðustu dögum hafa Sjálfstæðisfélög skorað opinberlega á hana að bjóða sig fram til formanns. Guðrún segir áskoranir koma á óvart. Hún taki þeim af æðruleysi og segist auðmjúk yfir stuðningnum. Hún segist ekki hafa tekið ákvörðun um framboð en hefur á síðustu vikum og dögum tekið samtöl við flokksmenn sem skora á hana. „Það er nú einhvern veginn þannig að þegar maður fær áskoranir með þessum hætti og á þessi samtöl þá á einhverjum tímapunkti ferðu kannski að máta þig inn í einhverjar aðstæður. Ég væri ekki að segja satt ef ég segði ekki að ég tek þetta til mín og mun taka það til ígrundunar með sjálfri mér, fjölskyldu minni og stuðningsmönnum.“ Þannig þú ert að íhuga þetta? „Já ég er að því.“ Skoðar landslagið Hún segist nú skoða landslagið enda þurfi hún að meta hvort hún myndi ná tilætluðum árangri bjóði hún sig fram. Hvað ætlar þú að gefa þér langan tíma til að hugsa þetta? „Ég ætla bara að gefa mér þann tíma sem ég þarf.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Fleiri skora á Guðrúnu Stjórn Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar hefur skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, til þess að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi flokksins. 23. janúar 2025 16:48 Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins sem haldinn verður 28. febrúar til 2. mars næstkomandi. 23. janúar 2025 14:09 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Fleiri skora á Guðrúnu Stjórn Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar hefur skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, til þess að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi flokksins. 23. janúar 2025 16:48
Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins sem haldinn verður 28. febrúar til 2. mars næstkomandi. 23. janúar 2025 14:09