Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2025 12:14 Guðlaugur Þór Þórðarson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra. Hann hefur áður boðið sig fram til formanns flokksins. Það var árið 2022, en laut í lægra haldi gegn Bjarna Benediktssyni. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur boðað til opins fundar á morgun þar sem gert er ráð fyrir að hún greini frá framboði sínu til formanns Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson segir ákvörðun sína um framboð verða tilkynnta á allra næstu dögum. Fundur Áslaugar fer fram í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll á morgun. Fastlega er reiknað með að Áslaug tilkynni þar um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hún hefur unnið ötullega að síðustu mánuði, samkvæmt heimildum fréttastofu. Áslaug yrði þar með fyrst til að tilkynna formlega að hún hygði á formannsframboð. Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún íhugaði alvarlega að bjóða sig fram til formanns eftir áskoranir þar um - en gaf ekki upp hversu mikinn umhugsunartíma hún tæki sér. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur einnig verið orðaður við framboð. „Það er ekki langt að bíða. Ég tilkynni hvaða ákvörðun ég mun taka, það er ekki komin tímasetning, en það er ekki langt í það,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segist ekki geta staðfest hvort hann sé búinn að taka lokaákvörðun en hann hafi hugsað málið frá öllum hliðum. „Við vitum að það er margt sem við þurfum að gera til að koma okkur aftur á þann stað sem við viljum vera á. Þá má maður ekki bara að hugsa þetta út frá sjálfum sér heldur öðrum þáttum líka. Svo á maður sömuleiðis fjölskyldu og ýmislegt annað sem er mikilvægt að taka í myndina þegar maður er að meta hvað sé réttast og best að gera,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur Þór hjálpar Bjarna Benediktssyni með bindið á kosningavöku í nóvember.Vísir/vilhelm Hann hafi fundið fyrir miklum stuðningi og hvatningu síðustu daga. „Við verðum að ná til fólks sem við náðum áður til. Við þurfum svo sannarlega að breikka okkar ásýnd og ímynd,“ segir Guðlaugur. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir þá sem íhuga framboð þurfa að ákveða sig sem fyrst. Það geti verið gott fyrir flokkinn verði formannsslagur á landsfundi. „Þar sem að öflugir frambjóðendur takast á. Það getur orðið mikil lyftistöng fyrir stjórnmálaflokka, það er að segja ef menn forðast mjög harðvítar innanflokksdeilur í kjölfar slíks, þá hefur það mjög oft verið lyftistöng,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Ívar Fannar Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Fundur Áslaugar fer fram í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll á morgun. Fastlega er reiknað með að Áslaug tilkynni þar um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hún hefur unnið ötullega að síðustu mánuði, samkvæmt heimildum fréttastofu. Áslaug yrði þar með fyrst til að tilkynna formlega að hún hygði á formannsframboð. Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún íhugaði alvarlega að bjóða sig fram til formanns eftir áskoranir þar um - en gaf ekki upp hversu mikinn umhugsunartíma hún tæki sér. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur einnig verið orðaður við framboð. „Það er ekki langt að bíða. Ég tilkynni hvaða ákvörðun ég mun taka, það er ekki komin tímasetning, en það er ekki langt í það,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segist ekki geta staðfest hvort hann sé búinn að taka lokaákvörðun en hann hafi hugsað málið frá öllum hliðum. „Við vitum að það er margt sem við þurfum að gera til að koma okkur aftur á þann stað sem við viljum vera á. Þá má maður ekki bara að hugsa þetta út frá sjálfum sér heldur öðrum þáttum líka. Svo á maður sömuleiðis fjölskyldu og ýmislegt annað sem er mikilvægt að taka í myndina þegar maður er að meta hvað sé réttast og best að gera,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur Þór hjálpar Bjarna Benediktssyni með bindið á kosningavöku í nóvember.Vísir/vilhelm Hann hafi fundið fyrir miklum stuðningi og hvatningu síðustu daga. „Við verðum að ná til fólks sem við náðum áður til. Við þurfum svo sannarlega að breikka okkar ásýnd og ímynd,“ segir Guðlaugur. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir þá sem íhuga framboð þurfa að ákveða sig sem fyrst. Það geti verið gott fyrir flokkinn verði formannsslagur á landsfundi. „Þar sem að öflugir frambjóðendur takast á. Það getur orðið mikil lyftistöng fyrir stjórnmálaflokka, það er að segja ef menn forðast mjög harðvítar innanflokksdeilur í kjölfar slíks, þá hefur það mjög oft verið lyftistöng,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Ívar Fannar
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira