Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. janúar 2025 19:38 Það voru fagnaðarfundir í Petah Tikva þegar þyrla Ísraelshers lenti með fjóra gísla sem Hamas slepptu úr haldi í dag. Sömu sögu var að segja í Gasaborg þegar rúmlega 200 föngum Ísraelshers var sleppt úr haldi. AP Fjölskyldur fjögurra kvenna sem sleppt var úr haldi Hamas í dag fögnuðu ákaft og brustu í grát þegar konurnar komu loks heim. Ísraelsmenn saka Hamas um brot á vopnahléssamkomulagi en slepptu þó tvö hundruð Palestínumönnum úr fangelsi. Vopnaðir liðsmenn Hamas leiddu konurnar fjórar upp á svið í Gasaborg áður en þeim var sleppt í morgun. Þar veifuðu þær mannfjöldanum og ráku þumla upp í loft í gleði sinni. Starfsfólk Rauða krossins tók svo við konunum og fylgdi þeim yfir til Ísrael. Það var svo tilfinningarík stund þegar ungu konurnar sameinuðust fjölskyldum sínum eftir fimmtán mánuði í haldi Hamas. „Ég elska ykkur öll, fólkið í Ísrael, sem studduð fjölskyldur okkar og tókuð utan um þær og alla IDF-hermennina sem gerðu allt fyrir okkur. Þakka ykkur kærlega fyrir. Ég elska ykkur,“ sagði Liri Albag við fjölmiðla eftir að henni var sleppt úr haldi í dag. Saka Hamas um brot á samkomulagi Lausn gíslanna er samkvæmt vopnahléssamkomulagi Ísraels og Hamas. Ísraelar sökuðu Hamas þó um brot á samkomulaginu í dag. „Hamas stóð ekki við skuldbindingar sínar um að sleppa fyrst óbreyttum kvenkyns gíslum eins og um var samið. Við erum staðráðin í að fá lausa Arbel Yehud, ísraelskan ríkisborgara, sem var rænt frá Nir Oz og einnig Shiri Bibas og börn hennar, Kfir og Ariel. Við höfum miklar áhyggjur af velferð þeirra,“ sagði Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins í dag. Parinu Arbel Yehud og Ariel Konio var rænt í árásinni 7. október 2023.Amir Levy/Getty Ágreiningur er einkum uppi um áðurnefnda Arbel Yehud, sem Hamast kveðst munu sleppa eftir viku. Fjöldi Palestínumanna sem vill komast norður á Gasa verður því að bíða, þar sem Ísraelsmenn hyggjast ekki opna fyrir leið þeirra fyrr en Yehud er laus úr haldi. Palestínsku fangarnir voru bornir á herðum Palestínubúa sem fögnuðu frelsi þeirra.AP/Mahmoud Illean Ísraelar slepptu þó tvö hundruð palestínskum föngum úr haldi í skiptum fyrir konurnar fjórar, samkvæmt samkomulagi. Föngunum var ákaft fagnað í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Sjötíu fangar af tvö hundruð, þeir sem dæmdir hafa verið fyrir alvarlegustu glæpina gegn Ísraelum, hafa þó þegar verið sendir úr landi. Sumir fara til Egyptalands en önnur nágrannaríki hafa einnig lýst yfir vilja til að taka við þeim. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Fleiri fréttir Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Sjá meira
Vopnaðir liðsmenn Hamas leiddu konurnar fjórar upp á svið í Gasaborg áður en þeim var sleppt í morgun. Þar veifuðu þær mannfjöldanum og ráku þumla upp í loft í gleði sinni. Starfsfólk Rauða krossins tók svo við konunum og fylgdi þeim yfir til Ísrael. Það var svo tilfinningarík stund þegar ungu konurnar sameinuðust fjölskyldum sínum eftir fimmtán mánuði í haldi Hamas. „Ég elska ykkur öll, fólkið í Ísrael, sem studduð fjölskyldur okkar og tókuð utan um þær og alla IDF-hermennina sem gerðu allt fyrir okkur. Þakka ykkur kærlega fyrir. Ég elska ykkur,“ sagði Liri Albag við fjölmiðla eftir að henni var sleppt úr haldi í dag. Saka Hamas um brot á samkomulagi Lausn gíslanna er samkvæmt vopnahléssamkomulagi Ísraels og Hamas. Ísraelar sökuðu Hamas þó um brot á samkomulaginu í dag. „Hamas stóð ekki við skuldbindingar sínar um að sleppa fyrst óbreyttum kvenkyns gíslum eins og um var samið. Við erum staðráðin í að fá lausa Arbel Yehud, ísraelskan ríkisborgara, sem var rænt frá Nir Oz og einnig Shiri Bibas og börn hennar, Kfir og Ariel. Við höfum miklar áhyggjur af velferð þeirra,“ sagði Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins í dag. Parinu Arbel Yehud og Ariel Konio var rænt í árásinni 7. október 2023.Amir Levy/Getty Ágreiningur er einkum uppi um áðurnefnda Arbel Yehud, sem Hamast kveðst munu sleppa eftir viku. Fjöldi Palestínumanna sem vill komast norður á Gasa verður því að bíða, þar sem Ísraelsmenn hyggjast ekki opna fyrir leið þeirra fyrr en Yehud er laus úr haldi. Palestínsku fangarnir voru bornir á herðum Palestínubúa sem fögnuðu frelsi þeirra.AP/Mahmoud Illean Ísraelar slepptu þó tvö hundruð palestínskum föngum úr haldi í skiptum fyrir konurnar fjórar, samkvæmt samkomulagi. Föngunum var ákaft fagnað í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Sjötíu fangar af tvö hundruð, þeir sem dæmdir hafa verið fyrir alvarlegustu glæpina gegn Ísraelum, hafa þó þegar verið sendir úr landi. Sumir fara til Egyptalands en önnur nágrannaríki hafa einnig lýst yfir vilja til að taka við þeim.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Fleiri fréttir Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Sjá meira