Áslaug ætlar í formanninn Jón Þór Stefánsson skrifar 26. janúar 2025 12:38 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur gengt nokkrum ráðherraembættum. Síðast var hún háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2022–2024. Vísir/Rax Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra ætlar að sækjast eftir kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi flokksins. Þetta kom fram á fundi Áslaugar í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll, NASA. „Við Sjálfstæðismenn og raunar þjóðin öll, megum engan tíma missa. Á meðan núverandi stjórn er við völd, á meðan borgin er rekin á yfirdrætti, þegar flokkurinn þarf mest á því að halda að fá nýjan kraft og þegar erindið hefur aldrei verið brýnna - getum við ekki beðið. Tíminn er núna. Tækifærið er núna. Kæru vinir, það er þess vegna sem ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins.” Þetta sagði Áslaug í ræðu á fundinum. Ræðuna í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að neðan. Þar fór hún einnig um víðan völl. Hún þakkaði Þórdísi Kolbrúnu fyrir starf hennar í þágu flokksins og óskaði fráfarandi formanni, Bjarna Benediktssyni, til hamingju með daginn, en hann á afmæli í dag. Þá skaut hún á ríkisstjórnina sem tók við í desember síðastliðnum. „Það þurfti sem fyrr segir ekki langan tíma undir stjórn vinstrimanna á eftirhrunsárunum til að minna fólk á hvers vegna slíkar stjórnir eru sjaldan myndaðar. Og nú erum við með samskonar stjórn og eftir hrun. Tveggja flokka vinstristjórn. Með þessum tveimur flokkum eru líka einhvers konar félagasamtök sem stefna að því að skrá sig sem stjórnmálaflokk fyrr eða síðar.Þing er ekki hafið og það er strax farið að bresta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það hlýtur að vera Íslandsmet.“ Jafnframt talaði Áslaug um að sveitastjórnarmálin. Hún sagði að góð kosning fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum á næsta ári væri mikilvæg, og minntist sérstaklega á borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Áslaug hefur verið sterklega orðuð við formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum eftir að Bjarni Benediktsson greindi frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um mánaðarmót febrúar og mars. Eftir að Bjarni tilkynnti um ákvörðun sína voru margir orðaðir við framboð, sérstaklega fyrrverandi ráðherrar flokksins, sem létu af embættum þegar ný ríkisstjórn tók við í desember. Það eru Áslaug, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Hafsteinsdóttir, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Sú síðastnefnda tilkynnti þó á fimmtudag að hún hygðist ekki bjóða sig fram í neitt embætti á landsfundi. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Áslaug Arna boðar til fundar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, boðar til fundar í Sjálfstæðisalnum við Austurvöll, í gamla NASA. 25. janúar 2025 08:01 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira
Þetta kom fram á fundi Áslaugar í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll, NASA. „Við Sjálfstæðismenn og raunar þjóðin öll, megum engan tíma missa. Á meðan núverandi stjórn er við völd, á meðan borgin er rekin á yfirdrætti, þegar flokkurinn þarf mest á því að halda að fá nýjan kraft og þegar erindið hefur aldrei verið brýnna - getum við ekki beðið. Tíminn er núna. Tækifærið er núna. Kæru vinir, það er þess vegna sem ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins.” Þetta sagði Áslaug í ræðu á fundinum. Ræðuna í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að neðan. Þar fór hún einnig um víðan völl. Hún þakkaði Þórdísi Kolbrúnu fyrir starf hennar í þágu flokksins og óskaði fráfarandi formanni, Bjarna Benediktssyni, til hamingju með daginn, en hann á afmæli í dag. Þá skaut hún á ríkisstjórnina sem tók við í desember síðastliðnum. „Það þurfti sem fyrr segir ekki langan tíma undir stjórn vinstrimanna á eftirhrunsárunum til að minna fólk á hvers vegna slíkar stjórnir eru sjaldan myndaðar. Og nú erum við með samskonar stjórn og eftir hrun. Tveggja flokka vinstristjórn. Með þessum tveimur flokkum eru líka einhvers konar félagasamtök sem stefna að því að skrá sig sem stjórnmálaflokk fyrr eða síðar.Þing er ekki hafið og það er strax farið að bresta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það hlýtur að vera Íslandsmet.“ Jafnframt talaði Áslaug um að sveitastjórnarmálin. Hún sagði að góð kosning fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum á næsta ári væri mikilvæg, og minntist sérstaklega á borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Áslaug hefur verið sterklega orðuð við formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum eftir að Bjarni Benediktsson greindi frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um mánaðarmót febrúar og mars. Eftir að Bjarni tilkynnti um ákvörðun sína voru margir orðaðir við framboð, sérstaklega fyrrverandi ráðherrar flokksins, sem létu af embættum þegar ný ríkisstjórn tók við í desember. Það eru Áslaug, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Hafsteinsdóttir, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Sú síðastnefnda tilkynnti þó á fimmtudag að hún hygðist ekki bjóða sig fram í neitt embætti á landsfundi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Áslaug Arna boðar til fundar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, boðar til fundar í Sjálfstæðisalnum við Austurvöll, í gamla NASA. 25. janúar 2025 08:01 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira
Áslaug Arna boðar til fundar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, boðar til fundar í Sjálfstæðisalnum við Austurvöll, í gamla NASA. 25. janúar 2025 08:01