Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Jón Þór Stefánsson skrifar 3. febrúar 2025 19:41 Guðlaugur Þór Þórðarsson hefur gengt nokkrum ráðherraembættum. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, ætlar ekki að sækjast eftir því að verða formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Þetta kom fram í Kastljósi rétt í þessu. „Ég lít svo á, og það er mín niðurstaða, að við sem höfum verið að taka þátt í ákveðnum núningi lengi sem hefur sett mark sinn á flokkinn, að við höldum okkur til hlés. Ég ætla þess vegna að sýna það í verki, þó svo mig virkilega langi að taka þátt í þessari baráttu og treysti mér vel í það, þá ætla ég ekki að bjóða mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á þessum landsfundi,“ sagði Guðlaugur í Kastljósi. Guðlaugur tók fram að hann væri ekki að stíga til hliðar. Hann væri nýkjörinn á þing og ætlaði að sinna því verkefni. Hins vegar sagðist hann, aðspurður um hvort hann hygðist fara í framboð í varaformann Sjálfstæðisflokksins, einungis vera búinn að velta fyrir sér formannssætinu. Átök innan flokksins Hann ræddi um átök innan Sjálfstæðisflokksins og fullyrti að það væri enginn vafi á því að þau hefðu skaðað flokkinn. „Við getum talað um það eins og það er. Mér finnst mikilvægt að við stígum skref og sýnum þjóðinni og okkur sjálfum að við viljum gera allt til að ná fyrri styrk, því það er svo sannarlega nauðsynlegt.“ Á meðal átaka innan Sjálfstæðisflokksins mætti nefna oddvitaslag Guðlaugs og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttir, sem hefur nú þegar tilkynnt um að hún sækist eftir formannssætinu, í Reykjavík árið 2021. Gerir ráð fyrir fleiri framboðum Í Kastljósi var Guðlaugur spurður hvort það væri ekki langlíklegast að Áslaug Arna yrði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það verður bara að koma í ljós. Það er furðu langt í landsfund, og ég geri ráð fyrir því, án þess að vita það, að það verði fleiri framboð örugglega í öll embætti, og svo getur ýmislegt gerst á fundinum.“ Línurnar að skýrast? Guðlaugur er á meðal þeirra sem hefur verið sterklega orðaður við formannsframboð undanfarnar vikur eftir að Bjarni Benediktsson greindi frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Um þarsíðustu helgi tilkynnti Áslaug Arna að hún mynd sækjast eftir formannssætinu á komandi landsfundi sem mun fara fram um mánaðarmótin milli febrúar og mars. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð, en þar má helst nefna Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem er líka fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur sagst vera að íhuga formannsframboð. Guðlaugur Þór hefur verið þingmaður frá árinu 2003 og hefur gengt ýmsum ráðherraembættum meðfram þingsetunni. Hann hefur verið heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Guðlaugur fór í formannsslag við Bjarna á síðasta landsfundi, árið 2022. Þá hlaut hann um fjörutíu prósent atkvæða, en Bjarni var með tæp sextíu prósent. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Þetta kom fram í Kastljósi rétt í þessu. „Ég lít svo á, og það er mín niðurstaða, að við sem höfum verið að taka þátt í ákveðnum núningi lengi sem hefur sett mark sinn á flokkinn, að við höldum okkur til hlés. Ég ætla þess vegna að sýna það í verki, þó svo mig virkilega langi að taka þátt í þessari baráttu og treysti mér vel í það, þá ætla ég ekki að bjóða mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á þessum landsfundi,“ sagði Guðlaugur í Kastljósi. Guðlaugur tók fram að hann væri ekki að stíga til hliðar. Hann væri nýkjörinn á þing og ætlaði að sinna því verkefni. Hins vegar sagðist hann, aðspurður um hvort hann hygðist fara í framboð í varaformann Sjálfstæðisflokksins, einungis vera búinn að velta fyrir sér formannssætinu. Átök innan flokksins Hann ræddi um átök innan Sjálfstæðisflokksins og fullyrti að það væri enginn vafi á því að þau hefðu skaðað flokkinn. „Við getum talað um það eins og það er. Mér finnst mikilvægt að við stígum skref og sýnum þjóðinni og okkur sjálfum að við viljum gera allt til að ná fyrri styrk, því það er svo sannarlega nauðsynlegt.“ Á meðal átaka innan Sjálfstæðisflokksins mætti nefna oddvitaslag Guðlaugs og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttir, sem hefur nú þegar tilkynnt um að hún sækist eftir formannssætinu, í Reykjavík árið 2021. Gerir ráð fyrir fleiri framboðum Í Kastljósi var Guðlaugur spurður hvort það væri ekki langlíklegast að Áslaug Arna yrði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það verður bara að koma í ljós. Það er furðu langt í landsfund, og ég geri ráð fyrir því, án þess að vita það, að það verði fleiri framboð örugglega í öll embætti, og svo getur ýmislegt gerst á fundinum.“ Línurnar að skýrast? Guðlaugur er á meðal þeirra sem hefur verið sterklega orðaður við formannsframboð undanfarnar vikur eftir að Bjarni Benediktsson greindi frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Um þarsíðustu helgi tilkynnti Áslaug Arna að hún mynd sækjast eftir formannssætinu á komandi landsfundi sem mun fara fram um mánaðarmótin milli febrúar og mars. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð, en þar má helst nefna Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem er líka fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur sagst vera að íhuga formannsframboð. Guðlaugur Þór hefur verið þingmaður frá árinu 2003 og hefur gengt ýmsum ráðherraembættum meðfram þingsetunni. Hann hefur verið heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Guðlaugur fór í formannsslag við Bjarna á síðasta landsfundi, árið 2022. Þá hlaut hann um fjörutíu prósent atkvæða, en Bjarni var með tæp sextíu prósent. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira