Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Jón Þór Stefánsson skrifar 3. febrúar 2025 19:41 Guðlaugur Þór Þórðarsson hefur gengt nokkrum ráðherraembættum. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, ætlar ekki að sækjast eftir því að verða formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Þetta kom fram í Kastljósi rétt í þessu. „Ég lít svo á, og það er mín niðurstaða, að við sem höfum verið að taka þátt í ákveðnum núningi lengi sem hefur sett mark sinn á flokkinn, að við höldum okkur til hlés. Ég ætla þess vegna að sýna það í verki, þó svo mig virkilega langi að taka þátt í þessari baráttu og treysti mér vel í það, þá ætla ég ekki að bjóða mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á þessum landsfundi,“ sagði Guðlaugur í Kastljósi. Guðlaugur tók fram að hann væri ekki að stíga til hliðar. Hann væri nýkjörinn á þing og ætlaði að sinna því verkefni. Hins vegar sagðist hann, aðspurður um hvort hann hygðist fara í framboð í varaformann Sjálfstæðisflokksins, einungis vera búinn að velta fyrir sér formannssætinu. Átök innan flokksins Hann ræddi um átök innan Sjálfstæðisflokksins og fullyrti að það væri enginn vafi á því að þau hefðu skaðað flokkinn. „Við getum talað um það eins og það er. Mér finnst mikilvægt að við stígum skref og sýnum þjóðinni og okkur sjálfum að við viljum gera allt til að ná fyrri styrk, því það er svo sannarlega nauðsynlegt.“ Á meðal átaka innan Sjálfstæðisflokksins mætti nefna oddvitaslag Guðlaugs og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttir, sem hefur nú þegar tilkynnt um að hún sækist eftir formannssætinu, í Reykjavík árið 2021. Gerir ráð fyrir fleiri framboðum Í Kastljósi var Guðlaugur spurður hvort það væri ekki langlíklegast að Áslaug Arna yrði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það verður bara að koma í ljós. Það er furðu langt í landsfund, og ég geri ráð fyrir því, án þess að vita það, að það verði fleiri framboð örugglega í öll embætti, og svo getur ýmislegt gerst á fundinum.“ Línurnar að skýrast? Guðlaugur er á meðal þeirra sem hefur verið sterklega orðaður við formannsframboð undanfarnar vikur eftir að Bjarni Benediktsson greindi frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Um þarsíðustu helgi tilkynnti Áslaug Arna að hún mynd sækjast eftir formannssætinu á komandi landsfundi sem mun fara fram um mánaðarmótin milli febrúar og mars. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð, en þar má helst nefna Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem er líka fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur sagst vera að íhuga formannsframboð. Guðlaugur Þór hefur verið þingmaður frá árinu 2003 og hefur gengt ýmsum ráðherraembættum meðfram þingsetunni. Hann hefur verið heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Guðlaugur fór í formannsslag við Bjarna á síðasta landsfundi, árið 2022. Þá hlaut hann um fjörutíu prósent atkvæða, en Bjarni var með tæp sextíu prósent. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Innlent Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Innlent Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erlent Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Innlent Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Innlent Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi Innlent Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Erlent 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Innlent Leit ekki borið árangur Innlent Fleiri fréttir Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Leit ekki borið árangur Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Vilja breyta lögum um ökuskírteini Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Sonurinn opnar sig um mál foreldranna „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Útskrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi Búið að slökkva eldinn Nýr menntamálaráðherra og strákarnir okkar á Spáni Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Guðmundur sagður taka við keflinu Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Leita áfram við Kirkjusand Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Sjá meira
Þetta kom fram í Kastljósi rétt í þessu. „Ég lít svo á, og það er mín niðurstaða, að við sem höfum verið að taka þátt í ákveðnum núningi lengi sem hefur sett mark sinn á flokkinn, að við höldum okkur til hlés. Ég ætla þess vegna að sýna það í verki, þó svo mig virkilega langi að taka þátt í þessari baráttu og treysti mér vel í það, þá ætla ég ekki að bjóða mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á þessum landsfundi,“ sagði Guðlaugur í Kastljósi. Guðlaugur tók fram að hann væri ekki að stíga til hliðar. Hann væri nýkjörinn á þing og ætlaði að sinna því verkefni. Hins vegar sagðist hann, aðspurður um hvort hann hygðist fara í framboð í varaformann Sjálfstæðisflokksins, einungis vera búinn að velta fyrir sér formannssætinu. Átök innan flokksins Hann ræddi um átök innan Sjálfstæðisflokksins og fullyrti að það væri enginn vafi á því að þau hefðu skaðað flokkinn. „Við getum talað um það eins og það er. Mér finnst mikilvægt að við stígum skref og sýnum þjóðinni og okkur sjálfum að við viljum gera allt til að ná fyrri styrk, því það er svo sannarlega nauðsynlegt.“ Á meðal átaka innan Sjálfstæðisflokksins mætti nefna oddvitaslag Guðlaugs og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttir, sem hefur nú þegar tilkynnt um að hún sækist eftir formannssætinu, í Reykjavík árið 2021. Gerir ráð fyrir fleiri framboðum Í Kastljósi var Guðlaugur spurður hvort það væri ekki langlíklegast að Áslaug Arna yrði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það verður bara að koma í ljós. Það er furðu langt í landsfund, og ég geri ráð fyrir því, án þess að vita það, að það verði fleiri framboð örugglega í öll embætti, og svo getur ýmislegt gerst á fundinum.“ Línurnar að skýrast? Guðlaugur er á meðal þeirra sem hefur verið sterklega orðaður við formannsframboð undanfarnar vikur eftir að Bjarni Benediktsson greindi frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Um þarsíðustu helgi tilkynnti Áslaug Arna að hún mynd sækjast eftir formannssætinu á komandi landsfundi sem mun fara fram um mánaðarmótin milli febrúar og mars. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð, en þar má helst nefna Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem er líka fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur sagst vera að íhuga formannsframboð. Guðlaugur Þór hefur verið þingmaður frá árinu 2003 og hefur gengt ýmsum ráðherraembættum meðfram þingsetunni. Hann hefur verið heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Guðlaugur fór í formannsslag við Bjarna á síðasta landsfundi, árið 2022. Þá hlaut hann um fjörutíu prósent atkvæða, en Bjarni var með tæp sextíu prósent. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Innlent Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Innlent Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erlent Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Innlent Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Innlent Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi Innlent Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Erlent 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Innlent Leit ekki borið árangur Innlent Fleiri fréttir Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Leit ekki borið árangur Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Vilja breyta lögum um ökuskírteini Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Sonurinn opnar sig um mál foreldranna „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Útskrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi Búið að slökkva eldinn Nýr menntamálaráðherra og strákarnir okkar á Spáni Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Guðmundur sagður taka við keflinu Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Leita áfram við Kirkjusand Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Sjá meira