Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. janúar 2025 22:25 Þórdís Kolbrún segir skýringar Kristrúnar á fjarveru sinni frá skyndifundi leiðtoga Norðurlandanna fráleitar. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fjarvera forsætisráðherra á fundi leiðtoga Norðurlandanna um helgina sýni okkar nánustu bandamönnum að Ísland forgangsraði með allt öðrum og undarlegri hætti en löndin í kringum okkur. „Það minnsta sem við getum gert til að undirstrika að við séum sjálfstæð og fullvalda þjóð er að sýna því hlutverki virðingu, í því felst að mæta á staðinn. Þar eigum við að standa við hlið vina, þjóð á meðal þjóða.“ Svona hefst pistill Þórdísar Kolbrúnar sem birtist á heimasíðu hennar í dag undir yfirskriftinni „Ákvarðanir eru teknar af þeim sem mæta“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki mætt á fund með leiðtogum Norðurlandanna í Danmörku á sunnudaginn. Ísland var eina Norðurlandið sem ekki átti fulltrúa á fundinum, sem Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hafði boðað til í skyndi. Fram kom í svari forsætisráðuneytisins að Kristrún hefði fengið boð á fundinn sama dag og hann var haldinn. Nokkrir leiðtogar Norðurlandanna hafi verið á leið til minningarathafnar í Auschwitz og boðið hafi verið til óformlegs fundar þar sem fjallað var um öryggismál í Eystrasalti og í Úkraínu. Ætla má að málefni Grænlands hafi einnig borið á góma. Kristrún fór ekki til Auschwitz Kristrún Frostadóttir var eini leiðtogi Norðurlandanna sem lét ekki sjá sig á minningarathöfn sem haldin var í Auschwitz fangabúðum í gær, í tilefni þess að 80 ár væru liðin frá því að Sóvétmenn frelsuðu búðirnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti athöfnina fyrir hönd Íslands. Í gær birti forsætisráðuneytið tilkynningu þar sem fram kom að Kristrún hefði óskað eftir því við starfshóp um minningardag um helförina, sem skipaður var í janúar 2023, að koma með tillögur að því hvernig rétt væri að minnast helfararinnar 27. janúar ár hvert á Íslandi. „Flest nágrannaríki okkar minnast helfararinnar þann 27. janúar ár hvert og það viljum líka gera á Íslandi. Það er mikilvægt að við höldum áfram að læra af sögunni, uppfræða börnin okkar og vera á varðbergi gagnvart fordómum og hatursorðræðu.“ Þá fundaði forsætisráðherra með rabbína gyðinga á Íslandi og eiginkonu hans í tilefni dagsins. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ásamt Avraham Feldman, rabbína gyðinga á Íslandi, og eiginkonu hans Mushky Feldman.Forsætisráðuneytið Mætingin meira en táknræn Þórdís Kolbrún segir að hagsmunir Íslands og staða okkar í samfélagi þjóðanna verði ekki varin í gegnum Teams. Hún hafi lært það í sinni tíð sem utanríkisráðherra að það sé meira en táknrænt að mæta. „Allir aðrir leiðtogar Norðurlandanna forgangsröðuðu minningarathöfn í Auschwitz um helförina. Með því er verið sýna þeim sem myrtir voru virðingu.“ Mætingin skapi mikilvæg tækifæri til þess að skilja betur hvað sé raunverulega að gerast í heiminum og ræða við þá aðila sem hafa áhrif á þá þróun. Þannig ávinni forystumenn sér traust og vináttu sem geti orðið helstu verðmæti stjórnvalda þegar á reyni. „Það er ákvörðun að mæta ekki til fundarins. Sú ákvörðun leiddi til þess að forsætisráðherra Íslands er fjarverandi þegar önnur samtöl eiga sér stað. Þetta heitir að skrópa í vinnunni. Fjarvera æðstu fulltrúa þjóðarinnar sýnir okkar nánustu bandamönnum og öðrum að Ísland forgangsraðar með allt öðrum og undarlegri hætti en löndin í kringum okkur,“ segir Þórdís Kolbrún. Fráleitar skýringar á fjarveru Þórdís segir að skýringar Kristrúnar um að ástæðan fyrir fjarverunni hafi verið sú að Alþingi hefji störf eftir viku séu fráleitar. Aðrir þjóðarleiðtogar hafi líka önnur verkefni til að sinna heima við. „Verkaskiptingin var þannig einmitt sú að hún átti að mæta á fundina sem Mette Frederiksen boðaði til, enginn annar fékk að mæta í hennar stað. Það er ekki hægt að ætlast til minna en að forsætisráðherra mæti á staðinn. Varla stór pöntun.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Fleiri fréttir Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Sjá meira
„Það minnsta sem við getum gert til að undirstrika að við séum sjálfstæð og fullvalda þjóð er að sýna því hlutverki virðingu, í því felst að mæta á staðinn. Þar eigum við að standa við hlið vina, þjóð á meðal þjóða.“ Svona hefst pistill Þórdísar Kolbrúnar sem birtist á heimasíðu hennar í dag undir yfirskriftinni „Ákvarðanir eru teknar af þeim sem mæta“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki mætt á fund með leiðtogum Norðurlandanna í Danmörku á sunnudaginn. Ísland var eina Norðurlandið sem ekki átti fulltrúa á fundinum, sem Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hafði boðað til í skyndi. Fram kom í svari forsætisráðuneytisins að Kristrún hefði fengið boð á fundinn sama dag og hann var haldinn. Nokkrir leiðtogar Norðurlandanna hafi verið á leið til minningarathafnar í Auschwitz og boðið hafi verið til óformlegs fundar þar sem fjallað var um öryggismál í Eystrasalti og í Úkraínu. Ætla má að málefni Grænlands hafi einnig borið á góma. Kristrún fór ekki til Auschwitz Kristrún Frostadóttir var eini leiðtogi Norðurlandanna sem lét ekki sjá sig á minningarathöfn sem haldin var í Auschwitz fangabúðum í gær, í tilefni þess að 80 ár væru liðin frá því að Sóvétmenn frelsuðu búðirnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti athöfnina fyrir hönd Íslands. Í gær birti forsætisráðuneytið tilkynningu þar sem fram kom að Kristrún hefði óskað eftir því við starfshóp um minningardag um helförina, sem skipaður var í janúar 2023, að koma með tillögur að því hvernig rétt væri að minnast helfararinnar 27. janúar ár hvert á Íslandi. „Flest nágrannaríki okkar minnast helfararinnar þann 27. janúar ár hvert og það viljum líka gera á Íslandi. Það er mikilvægt að við höldum áfram að læra af sögunni, uppfræða börnin okkar og vera á varðbergi gagnvart fordómum og hatursorðræðu.“ Þá fundaði forsætisráðherra með rabbína gyðinga á Íslandi og eiginkonu hans í tilefni dagsins. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ásamt Avraham Feldman, rabbína gyðinga á Íslandi, og eiginkonu hans Mushky Feldman.Forsætisráðuneytið Mætingin meira en táknræn Þórdís Kolbrún segir að hagsmunir Íslands og staða okkar í samfélagi þjóðanna verði ekki varin í gegnum Teams. Hún hafi lært það í sinni tíð sem utanríkisráðherra að það sé meira en táknrænt að mæta. „Allir aðrir leiðtogar Norðurlandanna forgangsröðuðu minningarathöfn í Auschwitz um helförina. Með því er verið sýna þeim sem myrtir voru virðingu.“ Mætingin skapi mikilvæg tækifæri til þess að skilja betur hvað sé raunverulega að gerast í heiminum og ræða við þá aðila sem hafa áhrif á þá þróun. Þannig ávinni forystumenn sér traust og vináttu sem geti orðið helstu verðmæti stjórnvalda þegar á reyni. „Það er ákvörðun að mæta ekki til fundarins. Sú ákvörðun leiddi til þess að forsætisráðherra Íslands er fjarverandi þegar önnur samtöl eiga sér stað. Þetta heitir að skrópa í vinnunni. Fjarvera æðstu fulltrúa þjóðarinnar sýnir okkar nánustu bandamönnum og öðrum að Ísland forgangsraðar með allt öðrum og undarlegri hætti en löndin í kringum okkur,“ segir Þórdís Kolbrún. Fráleitar skýringar á fjarveru Þórdís segir að skýringar Kristrúnar um að ástæðan fyrir fjarverunni hafi verið sú að Alþingi hefji störf eftir viku séu fráleitar. Aðrir þjóðarleiðtogar hafi líka önnur verkefni til að sinna heima við. „Verkaskiptingin var þannig einmitt sú að hún átti að mæta á fundina sem Mette Frederiksen boðaði til, enginn annar fékk að mæta í hennar stað. Það er ekki hægt að ætlast til minna en að forsætisráðherra mæti á staðinn. Varla stór pöntun.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Fleiri fréttir Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Sjá meira