26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2025 12:32 Pétur Karl Guðmundsson var fyrstu NBA leikmaðurinn til að spila í íslensku deildinni eftir að hafa verið í NBA en Kurk Lee var fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að afreka slíkt. Samsett Nú þegar NBA leikmenn streyma að því virðist til landsins til að spila í Bónus deild karla í körfubolta hafa menn verið að velta því fyrir sér hver sé sá fyrsti. Fyrsti leikmaðurinn til að spila á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA var auðvitað hinn eini og sanni Pétur Karl Guðmundsson. Pétur náði því meira að segja tvisvar sinnum. Pétur lék fyrst í NBA með Portland Trail Blazers tímabilið 1982-82 og var þá með 3,2 stig og 2,7 fráköst að meðaltali á 12,4 mínútum í leik. Hann lék næstu tvö tímabil á eftir með ÍR-ingum, 1982-83 var hann með 28,0 stig í leik og 1983-84 var hann með 26,6 stig í leik. Petur komst aftur í NBA-deildina og spilaði þá fyrir Los Angels Lakers á 1985-86 tímabilinu. Pétur var þá með 7,3 stig og 4,8 fráköst á 16,0 mínútum í leik sem varamaður Kareem Abdul-Jabbar. Pétri var síðan skipt til San Antonio Spurs þar sem hann var í tvö tímabil. Eftir tíma sinn hjá Spurs þá kom Pétur aftur heim til Íslands. Hann spilaði með Tindastól í tvö tímabil og svo með Breiðabliki í eitt. 1990-91 var með hann með 19,5 stig og 12,7 fráköst að meðaltali með Stólunum og árið eftir var hann með 20,0 stig og 13,7 fráköst í leik. Hann skoraði síðan 20,3 stig og tók 14,5 fráköst í leik með Blikum tímabilið 1992-93. En hver var fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að spila í NBA og koma síðan í íslensku deildinni. Það var vitað að Stew Johnson spilaði níu tímabil í ABA-deildinni áður en hann kom til KR þar sem hann lék í tvö tímabil og var með 32,8 stig fyrra árið en 38,2 stig í leik seinna árið. Skagamenn voru hins vegar fyrstir til að tefla fram bandarískum NBA leikmanni en það gerðu þeir í átta leikjum á 1998-99 tímabilinu. Sá sem um ræðir heitir Marvin Kurk Lee í skrám hér heima en gekk oftast bara undir nafninu Kurk Lee. Þar á meðal þegar hann lék 48 leiki með New Jersey Nets á 1990-91 tímabilinu. Meðal liðsfélaga hans þá voru menn eins og Derrick Coleman, Mookie Blaylock og Drazen Petrovic. Átta árum síðar var hann kominn til Íslands eftir að hafa spilað árin á undan í Finnlandi. Lee var reyndar bara með 1,4 stig í leik með Nets en í Skagabúningnum bauð hann upp á 32,4 stig, 12,1 frákast og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim átta leikjum sem hann spilaði með ÍA frá janúar til mars 1999. Marvin Kurk Lee skoraði 35 stig eða meira í fimm leikjum þar af mest 39 stig á móti bæði Þór Akureyri og KFÍ. Hann náði einni þrennu þegar hann bauð upp á 31 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar í sigri á Snæfelli. Bónus-deild karla ÍA Tindastóll ÍR Breiðablik Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Sjá meira
Fyrsti leikmaðurinn til að spila á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA var auðvitað hinn eini og sanni Pétur Karl Guðmundsson. Pétur náði því meira að segja tvisvar sinnum. Pétur lék fyrst í NBA með Portland Trail Blazers tímabilið 1982-82 og var þá með 3,2 stig og 2,7 fráköst að meðaltali á 12,4 mínútum í leik. Hann lék næstu tvö tímabil á eftir með ÍR-ingum, 1982-83 var hann með 28,0 stig í leik og 1983-84 var hann með 26,6 stig í leik. Petur komst aftur í NBA-deildina og spilaði þá fyrir Los Angels Lakers á 1985-86 tímabilinu. Pétur var þá með 7,3 stig og 4,8 fráköst á 16,0 mínútum í leik sem varamaður Kareem Abdul-Jabbar. Pétri var síðan skipt til San Antonio Spurs þar sem hann var í tvö tímabil. Eftir tíma sinn hjá Spurs þá kom Pétur aftur heim til Íslands. Hann spilaði með Tindastól í tvö tímabil og svo með Breiðabliki í eitt. 1990-91 var með hann með 19,5 stig og 12,7 fráköst að meðaltali með Stólunum og árið eftir var hann með 20,0 stig og 13,7 fráköst í leik. Hann skoraði síðan 20,3 stig og tók 14,5 fráköst í leik með Blikum tímabilið 1992-93. En hver var fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að spila í NBA og koma síðan í íslensku deildinni. Það var vitað að Stew Johnson spilaði níu tímabil í ABA-deildinni áður en hann kom til KR þar sem hann lék í tvö tímabil og var með 32,8 stig fyrra árið en 38,2 stig í leik seinna árið. Skagamenn voru hins vegar fyrstir til að tefla fram bandarískum NBA leikmanni en það gerðu þeir í átta leikjum á 1998-99 tímabilinu. Sá sem um ræðir heitir Marvin Kurk Lee í skrám hér heima en gekk oftast bara undir nafninu Kurk Lee. Þar á meðal þegar hann lék 48 leiki með New Jersey Nets á 1990-91 tímabilinu. Meðal liðsfélaga hans þá voru menn eins og Derrick Coleman, Mookie Blaylock og Drazen Petrovic. Átta árum síðar var hann kominn til Íslands eftir að hafa spilað árin á undan í Finnlandi. Lee var reyndar bara með 1,4 stig í leik með Nets en í Skagabúningnum bauð hann upp á 32,4 stig, 12,1 frákast og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim átta leikjum sem hann spilaði með ÍA frá janúar til mars 1999. Marvin Kurk Lee skoraði 35 stig eða meira í fimm leikjum þar af mest 39 stig á móti bæði Þór Akureyri og KFÍ. Hann náði einni þrennu þegar hann bauð upp á 31 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar í sigri á Snæfelli.
Bónus-deild karla ÍA Tindastóll ÍR Breiðablik Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Sjá meira