„Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2025 12:16 Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi eru til merkis um að líkur á eldgosi aukist enn. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir þó að hægt hafi lítillega á landrisi og kvikusöfnun, miðað við atburði síðasta árs. „Sem bendir til þess að við séum komin á seinni hluta þessa ferlis. En það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé búið,“ segir Magnús Tumi. Mun minna flæði GPS- og gervitunglamælingar séu notaðar til að vakta svæðið og mæla kvikusöfnun. „Þær hafa sýnt að þegar þetta byrjaði þarna í lok október í fyrra, svo í nóvember og svo framvegis, þá voru að fara þarna inn kannski sjö, átta til tíu rúmmetrar af kviku á sekúndu. Síðan hefur dregið úr því hægt og rólega, og núna eru að koma kannski inn tveir, þrír, fjórir rúmmetrar af kviku á hverri sekúndu.“ Horfir til loka febrúar Síðasta eldgos hófst 20. nóvember og lauk 18 dögum síðar. Magnús Tumi segir að mánuður geti verið í það næsta. „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt, miðað við núverandi stöðu, að komi gos sem verði ekkert ósvipað þeim sem komið hafa á síðustu árum.“ Reikna megi með því að fyrirvari næsta eldgoss verði á bilinu hálf til ein klukkustund. „Það eru allar líkur á að þetta verði þannig. Þetta gerist ekki þannig að þetta stingi sér upp með engum fyrirvara og það sjáist hvergi nein merki. Það sjást bæði merki í jarðhitakerfinu, í borholunum fer að koma þrýstinbreyting, og svo eru það jarðskjálftar. Þó þeir séu ekki mjög stórir, “ sagði Magnús Tumi Guðmundsson. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55 Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira
Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi eru til merkis um að líkur á eldgosi aukist enn. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir þó að hægt hafi lítillega á landrisi og kvikusöfnun, miðað við atburði síðasta árs. „Sem bendir til þess að við séum komin á seinni hluta þessa ferlis. En það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé búið,“ segir Magnús Tumi. Mun minna flæði GPS- og gervitunglamælingar séu notaðar til að vakta svæðið og mæla kvikusöfnun. „Þær hafa sýnt að þegar þetta byrjaði þarna í lok október í fyrra, svo í nóvember og svo framvegis, þá voru að fara þarna inn kannski sjö, átta til tíu rúmmetrar af kviku á sekúndu. Síðan hefur dregið úr því hægt og rólega, og núna eru að koma kannski inn tveir, þrír, fjórir rúmmetrar af kviku á hverri sekúndu.“ Horfir til loka febrúar Síðasta eldgos hófst 20. nóvember og lauk 18 dögum síðar. Magnús Tumi segir að mánuður geti verið í það næsta. „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt, miðað við núverandi stöðu, að komi gos sem verði ekkert ósvipað þeim sem komið hafa á síðustu árum.“ Reikna megi með því að fyrirvari næsta eldgoss verði á bilinu hálf til ein klukkustund. „Það eru allar líkur á að þetta verði þannig. Þetta gerist ekki þannig að þetta stingi sér upp með engum fyrirvara og það sjáist hvergi nein merki. Það sjást bæði merki í jarðhitakerfinu, í borholunum fer að koma þrýstinbreyting, og svo eru það jarðskjálftar. Þó þeir séu ekki mjög stórir, “ sagði Magnús Tumi Guðmundsson.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55 Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira
Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55
Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21