Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands Lovísa Arnardóttir skrifar 30. janúar 2025 18:18 Valdimar Sveinsson með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Mynd/Arnaldur Halldórsson Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands árið 2025 fyrir verkefnið Lífupplýsingafræðileg greining á kælisvari frumna. Valdimar er nemi í læknisfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur verkefnisins voru Kimberley Anderson Rannsóknarstofustjóri og Hans Tómas Björnsson Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Verðlaunin í ár er LAVA Vasi, handblásinn úr endurunnu gleri frá Fólk Reykjavik. Halla Tómasdóttir forseti Íslands afhenti verðlaunin á Bessastöðum í dag.Mynd/Arnaldur Halldórsson Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti verðlaunin. Verkefnið snerist um greiningu á kælisvari frumna. Vitað er að tímabundinn súrefnisskortur í heila getur valdið langvarandi taugaskaða. Marksækin hitastýring (e. targeted temperature management) er inngrip sem felst í því að lækka líkamshitastig sjúklinga niður í væga ofkælingu (32-35°C) til að vernda heilann eftir súrefnisskort. Væg ofkæling virkjar taugaverndandi viðbragð í heilanum og gerir hann þannig þolnari fyrir súrefnisskorti. Þetta taugaverndandi viðbragð hefur verið nefnt „væga ofkælingarviðbragðið“ (e. mild hypothermic response). Vandamálið við marksækna hitastýringu er að hún hefur í för með sér alvarlegar aukaverkanir. Markmið verkefnisins var að kortleggja þætti sem gegna lykilhlutverki í væga ofkælingarviðbragðinu, svo unnt verði að virkja viðbragðið með lyfjum í stað ofkælingar. Í dag hafa fimm þættir verið staðfestir sem hlutar af væga ofkælingaviðbragðinu og verkefnið uppgötvaði eitt lyf sem virðist virkja ferilinn en verkunarhátturinn er óljós. Þróað var lífupplýsingafræðileg greining sem nýtti opinber RNA-raðgreiningargögn frá alþjóðlegum gagnasöfnum. Greiningin nýtti bæði gervigreind og þekkt greiningatól og skiptist í þrjá meginhluta: 1) Uppgötvun á öllum rannsóknargögnum þar sem gen sem mögulega tengist væga ofkælingarviðbragðinu út frá þekktum eiginleikum kælingar hefur verið slegið út. 2) Stöðlun á RNA-raðgreiningargögnum og undirbúningur fyrir greiningu. 3) Greining á gögnum og myndræn framsetningu á því hvernig tjáning kæligenanna breytist þegar genin af listanum eru slegin út. Með þessu móti nýtti verkefnið öll tiltæk gögn úr gagnagrunnum og greindi þau öll á samræmdan hátt. Þessi greiningaraðferð er ekki bundin við þessa ákveðnu rannsóknarspurningu. Hún getur nýst til að svara ýmsum öðrum spurningum með því að nýta fyrirliggjandi rannsóknargögn og spara þannig bæði tíma og kostnað áður en lengra er haldið í frekari tilraunum. Með þessu móti má flýta uppgötvunum og draga úr þörf fyrir dýrarannsóknir. Niðurstöður í þessu verkefni eru afar lofandi og benda til þess að þættir sem miðla m6A-breytingar á mRNA umritum gegni lykilhlutverki í stjórnun kælisvarsins en þessu hefur ekki verið lýst áður. Það sem meira er, lyf sem áður fannst í lyfjaskimun sem framkvæmd var af verkefninu, virðist virkja þetta sama svar. Gerðar voru rannsóknir til að prófa þetta sem virðast styðja við verkunarhátt lyfsins sem verkefnið fann við lyfjaskimunina sem gæti grundvallast á m6A-breytingum. Þessar niðurstöður opna því á möguleikann að færa þetta lyf í dýratilraunir og síðan í klínískar prófanir á mönnum til að sjá hvort hægt sé að lyfja væga ofkælingaviðbragðið til að draga úr heilaskaða eftir súrefnisskorti á heila. Verkefnið var unnið af Valdimari Sveinssyni nema í læknisfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru Kimberley Anderson Rannsóknarstofustjóri og Hans Tómas Björnsson Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands Fimm önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu: Fataframleiðsla framtíðar Verkefnið var unnið af Írisi Lind Magnúsdóttur nema í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Valdís Steinarsdóttir hönnuður ásamt Má Másyni og Vivien Nagy, Minamo ehf.Mynd/Arnaldur Halldórsson Þarahrat Verkefnið er unnið af Sólrúnu Arnarsdóttur MA nema í Sustainable Cities frá Norman Foster Institute í London og Universidad Autonoma de Madrid og Ísafold Kristínu Halldórsdóttur efnaverkfræðinema við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi er Jan Eric Jessen hjá AlgalífMynd/Arnaldur Halldórsson Eins og í sögu Verkefnið var unnið af Berglindi Ernu Tryggvadóttur og Þórunni Rakel Gylfadóttur nemum í ritlist í Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Rúnar Helgi Vignisson Prófessor við Ritlist í Háskóla ÍslandsMynd/Arnaldur Halldórsson One man’s trash is another man’s treasure Verkefnið var unnið af Sigrúnu Emelíu Karlsdóttur nemenda í líftækni við Háskólann á Akureyri og Liam F O M Adams O´Malley nemanda í búvísindum við Landbúnaðarháskólann. Leiðbeinandi var Hreinn Óskarsson hjá Land og SkógurMynd/Arnaldur Halldórsson Íslandssaga skynfæra: Sjálfsbókmenntir á Ísland Verkefnið var unnið af Ragnhildi Björt Björnsdóttur, BA-nema í sagnfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í menningarsögu við Háskóla ÍslandsMynd/Arnaldur Halldórsson Nánar um Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru fyrst veitt árið 1996 og eru því nú veitt í 29 skipti. Í stjórn sjóðsins 2023-2026 sitja; Björgvin Stefán Pétursson, formaður, skipaður án tilnefningar, Sævar Helgi Bragason, tilnefndur af vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs, Ásdís Jóhannesdóttir, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins, Alexandra Briem, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Erla Guðbjörg Hallgrímsdóttir, tilnefnd af Landssamtökum íslenskra stúdenta. Árlega velur stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna um 10 verkefni sem unnin eru á árinu sem úrvalsverkefni. Af þeim eru svo 4-6 verkefni valin sem öndvegisverkefni og hljóta þau tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Stjórn sjóðsins byggir mat sitt á verkefnum á mati fagráða sjóðsins, en þau eru sex: ·fagráð á sviði félagsvísinda, lögfræði og menntavísinda ·fagráð á sviði lífvísinda, klínískar rannsókna og lýðheilsu ·fagráð á sviði hugvísinda og lista ·fagráð á sviði náttúru- og umhverfisvísinda ·fagráð á sviði raunvísinda og stærðfræði ·fagráð á sviði verkfræði og tæknivísinda Lesa má um öll tilnefnd verkefni hér. Nýsköpun Tækni Forseti Íslands Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Halla Tómasdóttir forseti Íslands afhenti verðlaunin á Bessastöðum í dag.Mynd/Arnaldur Halldórsson Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti verðlaunin. Verkefnið snerist um greiningu á kælisvari frumna. Vitað er að tímabundinn súrefnisskortur í heila getur valdið langvarandi taugaskaða. Marksækin hitastýring (e. targeted temperature management) er inngrip sem felst í því að lækka líkamshitastig sjúklinga niður í væga ofkælingu (32-35°C) til að vernda heilann eftir súrefnisskort. Væg ofkæling virkjar taugaverndandi viðbragð í heilanum og gerir hann þannig þolnari fyrir súrefnisskorti. Þetta taugaverndandi viðbragð hefur verið nefnt „væga ofkælingarviðbragðið“ (e. mild hypothermic response). Vandamálið við marksækna hitastýringu er að hún hefur í för með sér alvarlegar aukaverkanir. Markmið verkefnisins var að kortleggja þætti sem gegna lykilhlutverki í væga ofkælingarviðbragðinu, svo unnt verði að virkja viðbragðið með lyfjum í stað ofkælingar. Í dag hafa fimm þættir verið staðfestir sem hlutar af væga ofkælingaviðbragðinu og verkefnið uppgötvaði eitt lyf sem virðist virkja ferilinn en verkunarhátturinn er óljós. Þróað var lífupplýsingafræðileg greining sem nýtti opinber RNA-raðgreiningargögn frá alþjóðlegum gagnasöfnum. Greiningin nýtti bæði gervigreind og þekkt greiningatól og skiptist í þrjá meginhluta: 1) Uppgötvun á öllum rannsóknargögnum þar sem gen sem mögulega tengist væga ofkælingarviðbragðinu út frá þekktum eiginleikum kælingar hefur verið slegið út. 2) Stöðlun á RNA-raðgreiningargögnum og undirbúningur fyrir greiningu. 3) Greining á gögnum og myndræn framsetningu á því hvernig tjáning kæligenanna breytist þegar genin af listanum eru slegin út. Með þessu móti nýtti verkefnið öll tiltæk gögn úr gagnagrunnum og greindi þau öll á samræmdan hátt. Þessi greiningaraðferð er ekki bundin við þessa ákveðnu rannsóknarspurningu. Hún getur nýst til að svara ýmsum öðrum spurningum með því að nýta fyrirliggjandi rannsóknargögn og spara þannig bæði tíma og kostnað áður en lengra er haldið í frekari tilraunum. Með þessu móti má flýta uppgötvunum og draga úr þörf fyrir dýrarannsóknir. Niðurstöður í þessu verkefni eru afar lofandi og benda til þess að þættir sem miðla m6A-breytingar á mRNA umritum gegni lykilhlutverki í stjórnun kælisvarsins en þessu hefur ekki verið lýst áður. Það sem meira er, lyf sem áður fannst í lyfjaskimun sem framkvæmd var af verkefninu, virðist virkja þetta sama svar. Gerðar voru rannsóknir til að prófa þetta sem virðast styðja við verkunarhátt lyfsins sem verkefnið fann við lyfjaskimunina sem gæti grundvallast á m6A-breytingum. Þessar niðurstöður opna því á möguleikann að færa þetta lyf í dýratilraunir og síðan í klínískar prófanir á mönnum til að sjá hvort hægt sé að lyfja væga ofkælingaviðbragðið til að draga úr heilaskaða eftir súrefnisskorti á heila. Verkefnið var unnið af Valdimari Sveinssyni nema í læknisfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru Kimberley Anderson Rannsóknarstofustjóri og Hans Tómas Björnsson Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands Fimm önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu: Fataframleiðsla framtíðar Verkefnið var unnið af Írisi Lind Magnúsdóttur nema í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Valdís Steinarsdóttir hönnuður ásamt Má Másyni og Vivien Nagy, Minamo ehf.Mynd/Arnaldur Halldórsson Þarahrat Verkefnið er unnið af Sólrúnu Arnarsdóttur MA nema í Sustainable Cities frá Norman Foster Institute í London og Universidad Autonoma de Madrid og Ísafold Kristínu Halldórsdóttur efnaverkfræðinema við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi er Jan Eric Jessen hjá AlgalífMynd/Arnaldur Halldórsson Eins og í sögu Verkefnið var unnið af Berglindi Ernu Tryggvadóttur og Þórunni Rakel Gylfadóttur nemum í ritlist í Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Rúnar Helgi Vignisson Prófessor við Ritlist í Háskóla ÍslandsMynd/Arnaldur Halldórsson One man’s trash is another man’s treasure Verkefnið var unnið af Sigrúnu Emelíu Karlsdóttur nemenda í líftækni við Háskólann á Akureyri og Liam F O M Adams O´Malley nemanda í búvísindum við Landbúnaðarháskólann. Leiðbeinandi var Hreinn Óskarsson hjá Land og SkógurMynd/Arnaldur Halldórsson Íslandssaga skynfæra: Sjálfsbókmenntir á Ísland Verkefnið var unnið af Ragnhildi Björt Björnsdóttur, BA-nema í sagnfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í menningarsögu við Háskóla ÍslandsMynd/Arnaldur Halldórsson Nánar um Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru fyrst veitt árið 1996 og eru því nú veitt í 29 skipti. Í stjórn sjóðsins 2023-2026 sitja; Björgvin Stefán Pétursson, formaður, skipaður án tilnefningar, Sævar Helgi Bragason, tilnefndur af vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs, Ásdís Jóhannesdóttir, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins, Alexandra Briem, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Erla Guðbjörg Hallgrímsdóttir, tilnefnd af Landssamtökum íslenskra stúdenta. Árlega velur stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna um 10 verkefni sem unnin eru á árinu sem úrvalsverkefni. Af þeim eru svo 4-6 verkefni valin sem öndvegisverkefni og hljóta þau tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Stjórn sjóðsins byggir mat sitt á verkefnum á mati fagráða sjóðsins, en þau eru sex: ·fagráð á sviði félagsvísinda, lögfræði og menntavísinda ·fagráð á sviði lífvísinda, klínískar rannsókna og lýðheilsu ·fagráð á sviði hugvísinda og lista ·fagráð á sviði náttúru- og umhverfisvísinda ·fagráð á sviði raunvísinda og stærðfræði ·fagráð á sviði verkfræði og tæknivísinda Lesa má um öll tilnefnd verkefni hér.
Nýsköpun Tækni Forseti Íslands Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira