Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aron Guðmundsson skrifar 31. janúar 2025 09:32 Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður Lille í Frakklandi MB Media/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson hefur fengið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína með franska liðinu Lille í bestu deild Evrópu. Hákon er orðaður við mörg stórlið í álfunni en lætur sjálfur sögusagnirnar ekki hafa áhrif á sig og einblínir fremur á það að gera betur, stefna hærra. Lille, með Hákon Arnar í fararbroddi fór á kostum í fyrradag gegn Feyenoord í lokaumferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem að franska liðið gjörsamlega valtaði yfir hollenska liðið. 6-1. „Ég held að þetta sé minn stærsti sigur á ferlinum. Maður bjóst ekki alveg við þessu. Bæði lið með jafnmörg stig og svo vinnum við þá bara 6-1,“ segir Hákon en sigurinn tryggði Lille sæti á meðal átta efstu liða Meistaradeildarinnar, sæti sem veitir beinan þátttökurétt í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og sleppur Lille því við einvígi í umspili um sæti í 16-liða úrslitunum. Það er stórt „Já ansi stórt og gríðarlega mikilvægt upp á álagið. Sleppum við tvo hörku leiki og fáum smá frí. Þetta hefur verið alvöru keyrsla þetta árið, síðan að 2025 byrjaði. Þetta er geggjað. Bæði upp á það að fara beint áfram en einnig álagið.“ Alvöru upplifun Og árangurinn er yfir settu marki Lille í Meistaradeildinni fyrir deildarkeppnina. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá er hann það já. Ég held það hafi enginn búist við því að við myndum enda í 7.sæti í deild með bestu liðum í Evrópu. Ofar en lið á borð við Real Madrid, Manchester City og Bayern Munchen og Dortmund, öll þessi lið. Já þetta er hrikalega vel gert hjá okkur.“ Hákon Arnar minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni gegn Liverpool á Anfield á dögunum, nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Gunnlaugsson var þar á meðal áhorfenda. Hákon Arnar í leiknum gegn Liverpool á AnfieldEPA-EFE/ADAM VAUGHAN „Það var mjög sérstakt að spila þarna. Maður hefur horft á nóg af leikjum í ensku úrvalsdeildinni frá þessum velli og alltaf dreymt um að spila á svona stórum og sögulegum völlum. Það var alveg alvöru upplifun.“ Og það hlýtur að hafa verið einmitt sérstak að skila svona frammistöðu af sér þarna þrátt fyrir tap? „Já svo sannarlega á móti svona sterku liði, á þeirra heimavelli, í bestu keppni í heimi. Þá er alltaf gaman að geta sýnt hvað maður getur, þótt við höfum tapað. Mér fannst við jafnvel hafa átt skilið stig úr þessum leik.“ Búinn að fórna helling Mánuðirnir sem Hákon Arnar var fjarverandi vegna beinbrots í fæti fyrr á tímabilinu virðast nú ansi langt frá þegar að litið er í baksýnisspegilinn. Ég er búinn að vera standa mig vel. Ég er einhvern veginn ferskur eftir að hafa komið til baka úr þessum meiðslum. Þetta voru löng meiðsli og maður er alltaf mjög spenntur að komast aftur út á völl eftir að hafa verið svona lengi frá. Mér finnst við bara koma mjög vel út úr þessu.“ Hákon Arnar Haraldsson á Wembley með íslenska landsliðinuGetty/Bradley Collyer En mánuðirnir utan vallar voru krefjandi. „Mjög langur og erfiður tími. Það gekk vel í byrjun hjá mér og liðinu á tímabilinu. Við fórum náttúrulega í gegnum forkeppni Meistaradeildarinnar og ég var að fara í landsliðsverkefni þegar að þetta gerist. Þetta var mikið högg. Andlega erfitt. Ég fékk aðeins að fara heim, það hjálpaði helling að vera heima með fjölskyldunni og vinum en svo þurfti maður bara að vinna að því að komast til baka. Þannig er þetta bara. Erfitt en ég kom mér í gegnum þetta.“ Því staðan sem Hákon er í dúkkar ekki bara upp af sjálfu sér. „Maður er hérna úti til að spila fótbolta. Ég er búinn að fórna helling til þess að komast á þennan stað. Hef verið mikið einn og svo við tvö, ég og kærastan mín, hérna úti. Það hjálpaði helling að komast heim þegar að maður gat ekki gert það sem að manni finnst skemmtilegast.“ Franskan erfiður hjallur að komast yfir Skagamaðurinn var keyptur til Lille frá danska stórveldinu FC Kaupmannahöfn sumarið 2023 og í Frakklandi líður Hákoni ósköp vel en á þó erfitt með að ná valdi á frönskunni. „Það gengur ekki alveg nógu vel með tungumálið. Það er mjög erfitt. Ég reyndi fyrsta árið en það gekk eiginlega ekkert. Ég skil aðallega fótbolta frönskuna en er ekki mikið úti í borginni, er mestmegnis heima og er því ekkert inn úti samfélaginu þannig séð. Bara heima eða úti á velli.“ Hákoni líður vel í FrakklandiGetty/Catherine Steenkeste Hákon þurfti að aðlagast franska boltanum við komuna til Lille því hann er töluvert frábrugðinn þeim danska. „Þar er kannski bara aðallega líkamlegi styrkur leikmanna sem er mun meiri hér. Það er mikið af stórum, sterkum og hröðum leikmönnum. Hraðinn á mönnum er líka meiri sem og tempóið í spilinu. Sem er skiljanlegt. Það er helling af góðum liðum hérna. Þetta er mjög jöfn deild. Ég hef þurft að vera duglegri í ræktinni. Það er ekki minn uppáhalds staður en ég þurfti að vinna í því. Og hef gert það. Maður venst tempóinu hér, bæði með því að æfa og spila á hærra tempói leik eftir leik og fær þá tilfinningu fyrir því hvenær maður getur snúið á leikmenn eða þarf spila einnar eða tveggja snertinga fótbolta.“ Kemst ekki hjá því að heyra af áhuga Lille er í 5.sæti frönsku deildarinnar og ætti að vera ofar að mati Hákonar en hann segir liðið hafa gert sér lífið leitt í mörgum leikjum með því að glutra niður forystu undir lok þeirra. Frammistaða hans á tímabilinu hafa hins vegar vakið töluverða athygli og það út fyrir Frakkland. Lið á borð við Manchester United, Tottenham og Newcastle United eru sögð fylgjast grannt með Skagamanninum unga og hann kemst ekki hjá því að heyra af þessum sögusögnum en gefur þeim lítinn gaum á sama tíma. „Já ég geri það (verður var um orðrómana) því vinir mínir senda mér línu um það á samfélagsmiðlum. Ég kemst ekkert upp með að komast fram hjá þessu,“ segir Hákon hlæjandi. „Þeir eru alltaf mættir strax að spyrja mig hvort þetta sé satt eða eitthvað svoleiðis. Ég fylgist því alveg með umræðunni en það þýðir ekkert að láta hana hafa áhrif á sig.“ „Það er alveg næs að heyra af áhuga en maður veit ekkert hvað er satt í þessu. Aggi, umboðsmaður minn, er bara með þessi mál á sinni könnu, vinnur sína vinnu og er ekkert að pota í mig og segja mér frá því hvaða lið hafa áhuga. Það myndi bara fara að trufla mig ef hann gerði það. Hann sér bara um þetta.“ „Maður ætti kannski að njóta meira“ En eins og áður segir er Hákon sáttur í Frakklandi. „Mér finnst ég hafa valið rétt lið fyrir mig. Lið með góðan leikstíl og ég hef fengið að spila helling. Þetta er frábært félag og ég er mjög sáttur með allt hérna.“ Tuttugu og eins árs gamall spilar hann í tveimur af stærstu deildum Evrópu og þótt víða væri leitað. Það var draumur Hákons í æsku að spila fótbolta á hæsta stigi en gefur hans sér tíma til þess að staldra við, átta sig á sinni stöðu og hvert hann er kominn á sínum ferli? „Þegar að þú segir þetta ætti maður kannski aðeins að njóta meira. Þetta er orðið normið einhvern veginn. Ekki á Anfield samt gegn Liverpool, maður finnur alveg fyrir því að maður er spenntari fyrir þannig leikjum og krakkinn í manni er mjög glaður. Ég á langt eftir en það er gott að vera kominn svona langt hingað. Ég stefni bara á meira, enn hærra.“ Íslendingar erlendis Franski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Sjá meira
Lille, með Hákon Arnar í fararbroddi fór á kostum í fyrradag gegn Feyenoord í lokaumferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem að franska liðið gjörsamlega valtaði yfir hollenska liðið. 6-1. „Ég held að þetta sé minn stærsti sigur á ferlinum. Maður bjóst ekki alveg við þessu. Bæði lið með jafnmörg stig og svo vinnum við þá bara 6-1,“ segir Hákon en sigurinn tryggði Lille sæti á meðal átta efstu liða Meistaradeildarinnar, sæti sem veitir beinan þátttökurétt í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og sleppur Lille því við einvígi í umspili um sæti í 16-liða úrslitunum. Það er stórt „Já ansi stórt og gríðarlega mikilvægt upp á álagið. Sleppum við tvo hörku leiki og fáum smá frí. Þetta hefur verið alvöru keyrsla þetta árið, síðan að 2025 byrjaði. Þetta er geggjað. Bæði upp á það að fara beint áfram en einnig álagið.“ Alvöru upplifun Og árangurinn er yfir settu marki Lille í Meistaradeildinni fyrir deildarkeppnina. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá er hann það já. Ég held það hafi enginn búist við því að við myndum enda í 7.sæti í deild með bestu liðum í Evrópu. Ofar en lið á borð við Real Madrid, Manchester City og Bayern Munchen og Dortmund, öll þessi lið. Já þetta er hrikalega vel gert hjá okkur.“ Hákon Arnar minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni gegn Liverpool á Anfield á dögunum, nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Gunnlaugsson var þar á meðal áhorfenda. Hákon Arnar í leiknum gegn Liverpool á AnfieldEPA-EFE/ADAM VAUGHAN „Það var mjög sérstakt að spila þarna. Maður hefur horft á nóg af leikjum í ensku úrvalsdeildinni frá þessum velli og alltaf dreymt um að spila á svona stórum og sögulegum völlum. Það var alveg alvöru upplifun.“ Og það hlýtur að hafa verið einmitt sérstak að skila svona frammistöðu af sér þarna þrátt fyrir tap? „Já svo sannarlega á móti svona sterku liði, á þeirra heimavelli, í bestu keppni í heimi. Þá er alltaf gaman að geta sýnt hvað maður getur, þótt við höfum tapað. Mér fannst við jafnvel hafa átt skilið stig úr þessum leik.“ Búinn að fórna helling Mánuðirnir sem Hákon Arnar var fjarverandi vegna beinbrots í fæti fyrr á tímabilinu virðast nú ansi langt frá þegar að litið er í baksýnisspegilinn. Ég er búinn að vera standa mig vel. Ég er einhvern veginn ferskur eftir að hafa komið til baka úr þessum meiðslum. Þetta voru löng meiðsli og maður er alltaf mjög spenntur að komast aftur út á völl eftir að hafa verið svona lengi frá. Mér finnst við bara koma mjög vel út úr þessu.“ Hákon Arnar Haraldsson á Wembley með íslenska landsliðinuGetty/Bradley Collyer En mánuðirnir utan vallar voru krefjandi. „Mjög langur og erfiður tími. Það gekk vel í byrjun hjá mér og liðinu á tímabilinu. Við fórum náttúrulega í gegnum forkeppni Meistaradeildarinnar og ég var að fara í landsliðsverkefni þegar að þetta gerist. Þetta var mikið högg. Andlega erfitt. Ég fékk aðeins að fara heim, það hjálpaði helling að vera heima með fjölskyldunni og vinum en svo þurfti maður bara að vinna að því að komast til baka. Þannig er þetta bara. Erfitt en ég kom mér í gegnum þetta.“ Því staðan sem Hákon er í dúkkar ekki bara upp af sjálfu sér. „Maður er hérna úti til að spila fótbolta. Ég er búinn að fórna helling til þess að komast á þennan stað. Hef verið mikið einn og svo við tvö, ég og kærastan mín, hérna úti. Það hjálpaði helling að komast heim þegar að maður gat ekki gert það sem að manni finnst skemmtilegast.“ Franskan erfiður hjallur að komast yfir Skagamaðurinn var keyptur til Lille frá danska stórveldinu FC Kaupmannahöfn sumarið 2023 og í Frakklandi líður Hákoni ósköp vel en á þó erfitt með að ná valdi á frönskunni. „Það gengur ekki alveg nógu vel með tungumálið. Það er mjög erfitt. Ég reyndi fyrsta árið en það gekk eiginlega ekkert. Ég skil aðallega fótbolta frönskuna en er ekki mikið úti í borginni, er mestmegnis heima og er því ekkert inn úti samfélaginu þannig séð. Bara heima eða úti á velli.“ Hákoni líður vel í FrakklandiGetty/Catherine Steenkeste Hákon þurfti að aðlagast franska boltanum við komuna til Lille því hann er töluvert frábrugðinn þeim danska. „Þar er kannski bara aðallega líkamlegi styrkur leikmanna sem er mun meiri hér. Það er mikið af stórum, sterkum og hröðum leikmönnum. Hraðinn á mönnum er líka meiri sem og tempóið í spilinu. Sem er skiljanlegt. Það er helling af góðum liðum hérna. Þetta er mjög jöfn deild. Ég hef þurft að vera duglegri í ræktinni. Það er ekki minn uppáhalds staður en ég þurfti að vinna í því. Og hef gert það. Maður venst tempóinu hér, bæði með því að æfa og spila á hærra tempói leik eftir leik og fær þá tilfinningu fyrir því hvenær maður getur snúið á leikmenn eða þarf spila einnar eða tveggja snertinga fótbolta.“ Kemst ekki hjá því að heyra af áhuga Lille er í 5.sæti frönsku deildarinnar og ætti að vera ofar að mati Hákonar en hann segir liðið hafa gert sér lífið leitt í mörgum leikjum með því að glutra niður forystu undir lok þeirra. Frammistaða hans á tímabilinu hafa hins vegar vakið töluverða athygli og það út fyrir Frakkland. Lið á borð við Manchester United, Tottenham og Newcastle United eru sögð fylgjast grannt með Skagamanninum unga og hann kemst ekki hjá því að heyra af þessum sögusögnum en gefur þeim lítinn gaum á sama tíma. „Já ég geri það (verður var um orðrómana) því vinir mínir senda mér línu um það á samfélagsmiðlum. Ég kemst ekkert upp með að komast fram hjá þessu,“ segir Hákon hlæjandi. „Þeir eru alltaf mættir strax að spyrja mig hvort þetta sé satt eða eitthvað svoleiðis. Ég fylgist því alveg með umræðunni en það þýðir ekkert að láta hana hafa áhrif á sig.“ „Það er alveg næs að heyra af áhuga en maður veit ekkert hvað er satt í þessu. Aggi, umboðsmaður minn, er bara með þessi mál á sinni könnu, vinnur sína vinnu og er ekkert að pota í mig og segja mér frá því hvaða lið hafa áhuga. Það myndi bara fara að trufla mig ef hann gerði það. Hann sér bara um þetta.“ „Maður ætti kannski að njóta meira“ En eins og áður segir er Hákon sáttur í Frakklandi. „Mér finnst ég hafa valið rétt lið fyrir mig. Lið með góðan leikstíl og ég hef fengið að spila helling. Þetta er frábært félag og ég er mjög sáttur með allt hérna.“ Tuttugu og eins árs gamall spilar hann í tveimur af stærstu deildum Evrópu og þótt víða væri leitað. Það var draumur Hákons í æsku að spila fótbolta á hæsta stigi en gefur hans sér tíma til þess að staldra við, átta sig á sinni stöðu og hvert hann er kominn á sínum ferli? „Þegar að þú segir þetta ætti maður kannski aðeins að njóta meira. Þetta er orðið normið einhvern veginn. Ekki á Anfield samt gegn Liverpool, maður finnur alveg fyrir því að maður er spenntari fyrir þannig leikjum og krakkinn í manni er mjög glaður. Ég á langt eftir en það er gott að vera kominn svona langt hingað. Ég stefni bara á meira, enn hærra.“
Íslendingar erlendis Franski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Sjá meira