100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. febrúar 2025 20:04 Fulltrúar Bláskógabyggðar, Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri, Kristófer A. Tómasson, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðis og Helgi Kjartansson, oddviti. Með þeim eru bormenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða en þeir heita frá vinstri, Ármann Magnús Ármannsson, Ívar Jensson og Guðmundur Loftsson, sem er borstjóri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar og fulltrúar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því í þorpinu í Reykholti voru að finnast tuttugu sekúndu lítrar af hundrað gráðu heitu vatni í fyrstu tilraun með jarðbornum Trölla. Reykholt er byggðakjarni í Bláskógabyggð þar sem íbúum fjölgar stöðugt enda mikið byggt á staðnum. Þar eru líka öflugar garðyrkjustöðvar og því stór lottóvinningur að finna allt þetta heita vatn í ört stækkandi samfélagi. Það voru starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða á Selfossi, sem fundu allt þetta heita vatn með bornum Trölla. „Við vorum afskaplega heppin, fengum vatn í fyrstu tilraun, 15 til 20 sekúndu lítra af hundrað gráðu heitu vatni, þannig að við erum gríðarlega ánægð með árangurinn,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. „Við erum náttúrulega búin að vera að vinna í þessu með Ísor núna í tvö ár að staðsetja svona vinnsluholur, tókum prufuholur,” segir Helgi. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar (t.v.) og Guðmundur Ármann Böðvarsson, framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, sem eru að sjálfsögðu hæstánægðir með að hafa fundið allt þetta heita vatn í Reykholti í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddvitinn segir að heita vatnið eigi eftir að nýtast mjög vel. „Já, já, það mun náttúrulega nýtast í Reykholti í íbúðabyggðina og garðyrkjuna. Okkur hefur fjölgað svo mikið að við þurfum á þessu vatni að halda og við sjáum fram á enn meiri stækkun en okkur hefur fjölgað um 56% í Reykholti frá 2020. Og frá 2020 höfum við líka úthlutað lóðum fyrir um 100 íbúðir,” bætir Helgi við. Ármann Magnús hefur staðið vaktina í Reykholti með sínum mönnum, sem fundu heita vatnið en brosið fer ekki af þeim síðan, sem eðlilegt er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heita vatnið fannst á 392 metra dýpi. En Bláskógabyggð ætlar að láta bora meira eftir heitu vatni og nú á að fara með borinn Trölla á Laugarvatn og freista þess að finna líka vatn þar á planinu við Menntaskólann að Laugarvatni. Vatnið er 100 gráðu heitt og mun nýtast vel í allri uppbyggingu í Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Vatn Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Reykholt er byggðakjarni í Bláskógabyggð þar sem íbúum fjölgar stöðugt enda mikið byggt á staðnum. Þar eru líka öflugar garðyrkjustöðvar og því stór lottóvinningur að finna allt þetta heita vatn í ört stækkandi samfélagi. Það voru starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða á Selfossi, sem fundu allt þetta heita vatn með bornum Trölla. „Við vorum afskaplega heppin, fengum vatn í fyrstu tilraun, 15 til 20 sekúndu lítra af hundrað gráðu heitu vatni, þannig að við erum gríðarlega ánægð með árangurinn,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. „Við erum náttúrulega búin að vera að vinna í þessu með Ísor núna í tvö ár að staðsetja svona vinnsluholur, tókum prufuholur,” segir Helgi. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar (t.v.) og Guðmundur Ármann Böðvarsson, framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, sem eru að sjálfsögðu hæstánægðir með að hafa fundið allt þetta heita vatn í Reykholti í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddvitinn segir að heita vatnið eigi eftir að nýtast mjög vel. „Já, já, það mun náttúrulega nýtast í Reykholti í íbúðabyggðina og garðyrkjuna. Okkur hefur fjölgað svo mikið að við þurfum á þessu vatni að halda og við sjáum fram á enn meiri stækkun en okkur hefur fjölgað um 56% í Reykholti frá 2020. Og frá 2020 höfum við líka úthlutað lóðum fyrir um 100 íbúðir,” bætir Helgi við. Ármann Magnús hefur staðið vaktina í Reykholti með sínum mönnum, sem fundu heita vatnið en brosið fer ekki af þeim síðan, sem eðlilegt er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heita vatnið fannst á 392 metra dýpi. En Bláskógabyggð ætlar að láta bora meira eftir heitu vatni og nú á að fara með borinn Trölla á Laugarvatn og freista þess að finna líka vatn þar á planinu við Menntaskólann að Laugarvatni. Vatnið er 100 gráðu heitt og mun nýtast vel í allri uppbyggingu í Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Vatn Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira