Leikurinn var ef til vill jafnari en fyrir fram var búist við þar sem Eyjamenn eiga nú að teljast vera með talsvert sterkara lið. Það var ekki að sjá á löngum köflum enda leikurinn stál í stál allt fram undir lokin.
Það var ekki fyrr en á síðustu tíu mínútum leiksins sem gestirnir frá Vestmannaeyjum sigldu fram úr heimamönnum og tryggðu sér á endanum fjögurra marka sigur, lokatölur 26-30.
Elvar Þór Ólafsson var markahæstur hjá Fjölni með sex mörk og Gunnar Steinn Jónsson kom þar á eftir með fimm. Hjá ÍBV skoraði Sigtryggur Daði Rúnarsson sjö mörk og Daniel Esteves Vieira skoraði fimm.
Með sigrinum er ÍBV áfram í baráttunni um heimavallarrétt í úrslitakeppninni en Eyjamenn eru nú með 16 stig í 6. sæti. Fjölnir er með sex stig í 12. og neðsta sæti deildarinnar.