„Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. febrúar 2025 15:39 Trey fékk brak í höfuðið úr sjúkraflugvélinni sem hrapaði til jarðar í Fíladelfíu á föstudag. Hann er nú að jafna sig eftir heilaskurðaðgerð. Facebook/AP Tíu ára drengur sem reyndi að skýla litlu systur sinni þegar sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíu fékk brak í höfuðið og þurfti að fara í heilaskurðaðgerð. Hann er nú að jafna sig, feginn að systir sín hafa sloppið og bíður spenntur eftir Ofurskálinni. Enn er verið að rannsaka flugslysið í Fíladelfíu síðasta föstudag en þar hrapaði sjúkraflugvél Jet Rescue Air Ambulance til jarðar í Rhawnhurst-hverfi með þeim afleiðingum að allir sex um borð létust og einn niðri á jörðinni auk þess sem 24 slösuðust. Einn þeirra sem slasaðist var hinn tíu ára Trey Howard sem var í kleinuhringjarúnt með föður sínum og tveimur systkinum, fjögurra og sjö ára, þegar flugvélin hrapaði til jarðar. „Mér leið eins og í bíómynd, hryllingsmynd,“ sagði Andre Howard Jr, faðir drengsins, í viðtali við fjölmiðla vestanhafs. Honum leið eins og verið væri að skjóta byssukúlum á bílinn. „Þú sérð brennandi bíl, brennandi mann ganga um. Þetta var alveg klikkað,“ sagði hann. Andre segist um leið hafa reynt að bakka bílnum í burtu á meðan Trey skýldi litlu systur sinni. „Ég sný mér við og hann er með málm í höfðinu,“ segir Andre. Til að stöðva blæðinguna notaði Andre sokka og skyrtu gangandi vegfaranda og síðan hafi lögregluþjónn komið þeim með hraði upp á spítalann þar sem Trey fór í aðgerð. Ofurskálin og litla systir komu fyrst upp í hugann Um kvöldið hafi fjölskyldunni verið tjáð að það væru miklar líkur á að drengurinn myndi ekki lifa af. Nú nokkrum dögum síðar er hann hins vegar vaknaður, byrjaður að jafna sig og farinn að tala á fullu. Fyrstu orð hans sneru að Ofurskálinni sem er næsta sunnudag þar sem Kansas City Chiefs spila við Philadelphia Eagles. Trey lengst til hægri með systur sinni og yngri bræðrum. „Hann spurði mig: ,Pabbi, hvaða dagur er í dag?' Ég sagði: ,Mánudagur.' ,Ókei, bíddu. Við spiluðum ekki í gær? ,Nei, þú misstir ekki af Ofurskálinni,“ sagði Andre sem lýsir syni sínum sem forföllnum Eagles-aðdáenda. En Trey var ekki bara að velta fyrir sér boltanum heldur líka litlu systur sinni. „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ hafi verið næsta spurning sem drengurinn bar upp. „Þú sagðir okkur að fara niður. Ég var bara að reyna að hjálpa systur minni... næsta sem gerist er að ég hélt ég hefði dáið,“ segir Andre að Trey hafi sagt við sig á spítalanum. Útherji Eagles hyggst spila fyrir drenginn Uppáhalds körfuboltamaðurinn Trey, Tyrese Maxey hjá Philadelphia 76ers, kom í heimsókn á Barnaspítala Fíladelfíu til að gleðja drenginn. Trey verður væntanlega áfram á spítalanum í einhvern tíma og getur vonandi horft á sína menn keppa á sunnudaginn í Ofurskálinni. A.J. Brown, útherji Philadelphia Eagles, brást við fréttunum af Trey í gær og sagðist ætla að spila sérstaklega fyrir drenginn á sunnudag. Hann myndi síðan koma í heimsókn á spítalann, vonandi með titilinn. Speedy recovery! You are a Hero young man! I’m going to come see you when I get back. Hopefully with some hardware. Playing for you on Sunday my man 💪🏾🫶🏽 https://t.co/pUtf2Zsoh2— AJ BROWN (@1kalwaysopen_) February 5, 2025 Bandaríkin Samgönguslys Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Enn er verið að rannsaka flugslysið í Fíladelfíu síðasta föstudag en þar hrapaði sjúkraflugvél Jet Rescue Air Ambulance til jarðar í Rhawnhurst-hverfi með þeim afleiðingum að allir sex um borð létust og einn niðri á jörðinni auk þess sem 24 slösuðust. Einn þeirra sem slasaðist var hinn tíu ára Trey Howard sem var í kleinuhringjarúnt með föður sínum og tveimur systkinum, fjögurra og sjö ára, þegar flugvélin hrapaði til jarðar. „Mér leið eins og í bíómynd, hryllingsmynd,“ sagði Andre Howard Jr, faðir drengsins, í viðtali við fjölmiðla vestanhafs. Honum leið eins og verið væri að skjóta byssukúlum á bílinn. „Þú sérð brennandi bíl, brennandi mann ganga um. Þetta var alveg klikkað,“ sagði hann. Andre segist um leið hafa reynt að bakka bílnum í burtu á meðan Trey skýldi litlu systur sinni. „Ég sný mér við og hann er með málm í höfðinu,“ segir Andre. Til að stöðva blæðinguna notaði Andre sokka og skyrtu gangandi vegfaranda og síðan hafi lögregluþjónn komið þeim með hraði upp á spítalann þar sem Trey fór í aðgerð. Ofurskálin og litla systir komu fyrst upp í hugann Um kvöldið hafi fjölskyldunni verið tjáð að það væru miklar líkur á að drengurinn myndi ekki lifa af. Nú nokkrum dögum síðar er hann hins vegar vaknaður, byrjaður að jafna sig og farinn að tala á fullu. Fyrstu orð hans sneru að Ofurskálinni sem er næsta sunnudag þar sem Kansas City Chiefs spila við Philadelphia Eagles. Trey lengst til hægri með systur sinni og yngri bræðrum. „Hann spurði mig: ,Pabbi, hvaða dagur er í dag?' Ég sagði: ,Mánudagur.' ,Ókei, bíddu. Við spiluðum ekki í gær? ,Nei, þú misstir ekki af Ofurskálinni,“ sagði Andre sem lýsir syni sínum sem forföllnum Eagles-aðdáenda. En Trey var ekki bara að velta fyrir sér boltanum heldur líka litlu systur sinni. „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ hafi verið næsta spurning sem drengurinn bar upp. „Þú sagðir okkur að fara niður. Ég var bara að reyna að hjálpa systur minni... næsta sem gerist er að ég hélt ég hefði dáið,“ segir Andre að Trey hafi sagt við sig á spítalanum. Útherji Eagles hyggst spila fyrir drenginn Uppáhalds körfuboltamaðurinn Trey, Tyrese Maxey hjá Philadelphia 76ers, kom í heimsókn á Barnaspítala Fíladelfíu til að gleðja drenginn. Trey verður væntanlega áfram á spítalanum í einhvern tíma og getur vonandi horft á sína menn keppa á sunnudaginn í Ofurskálinni. A.J. Brown, útherji Philadelphia Eagles, brást við fréttunum af Trey í gær og sagðist ætla að spila sérstaklega fyrir drenginn á sunnudag. Hann myndi síðan koma í heimsókn á spítalann, vonandi með titilinn. Speedy recovery! You are a Hero young man! I’m going to come see you when I get back. Hopefully with some hardware. Playing for you on Sunday my man 💪🏾🫶🏽 https://t.co/pUtf2Zsoh2— AJ BROWN (@1kalwaysopen_) February 5, 2025
Bandaríkin Samgönguslys Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira