Viska skilaði 43 prósenta ávöxtun eftir mikinn meðvind á rafmyntamörkuðum

Á öðru heila rekstrarári Visku Digital Assets, sem einkenndist af metinnflæði í Bitcoin-kauphallarsjóði og breyttu viðhorfi stofnanafjárfesta til rafmyntamarkaða, skilaði fagfjárfestasjóðurinn ríflega 43 prósenta ávöxtun. Á árinu 2025 eru væntingar um að Bitcoin fái aukið vægi hjá stofnanafjárfestum, að sögn sjóðstjóra Visku, jafnframt því sem búast má við miklu frá nýjum yfirvöldum í Bandaríkjunum, meðal annars að settur verði á fót varaforði í Bitcoin.
Tengdar fréttir

Rafmyntasjóður hækkaði um 71 prósent á þremur mánuðum og á „mikið inni”
Rafmyntasjóður Visku hækkaði um 70,5 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins, nokkuð meira en sem nemur hækkun rafmyntanna Bitcoin og Ethereum. Sjóðstjórar félagsins telja að markaðurinn „eigi mikið inni” og benda á það styttist í að þvingaðar sölur þrotabúa á rafmyntum ljúki og „erfitt að sjá hvaða markaðsaðilar taki við sölukeflinu.“

Bitcoinsjóðir stærri en lífeyriskerfið en prófessor segir hnignunarfasa að hefjast
Umfang bitcoin kauphallarsjóða, sem hafa einungis verið starfræktir í tvo mánuði, er orðið meira en allt íslenska lífeyriskerfið, segir fjárfestir í rafmyntum sem furðar sig á áhugaleysi fyrirtækja í fjármálageiranum hér á landi. Hagfræðiprófessor telur að fái bitcoin ekki „almennilega notkun“ í framtíðinni verði það verðlaust og líkir slíkum fjárfestingum við kaup á frímerkjum.