Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Aron Guðmundsson skrifar 7. febrúar 2025 07:31 Dagur Gautason mættur í treyju Montpellier Mynd: Montpellier „Þetta risa gluggi til þess að sýna mig og sanna,“ segir handboltamaðurinn Dagur Gautason er óvænt orðinn leikmaður franska stórliðsins Montpellier eftir að hafa slegið í gegn í norsku úrvalsdeildinni með liði Arendal. „Síðustu dagar hafa verið mjög súrealískir. Ég held það hafi verið á fimmtudagskvöld í síðustu viku sem umboðsmaðurinn minn hringir í mig og segir að Montpellier vanti hornamann núna strax og að þeir séu tilbúnir í að borga mig út úr samningi mínum til þess að fá mig. Í kjölfarið fóru í gang viðræður milli félaganna um kaupverð og það náðist samkomulag á sunnudeginum. Á þriðjudaginn síðastliðinn var ég svo mættur út á flugvöll með ferðatöskur. Síðustu dagar hafa verið mjög krefjandi en mjög skemmtilegir engu að síður,“ segir Dagur í samtali við Vísi. Dagur, sem er uppalinn hjá KA, hafði farið á kostum með Arendal í norsku úrvalsdeildinni og var hann valinn besti vinstri hornamaður deildarinnar á síðustu leiktíð. Hann hefur svo haldið áfram að standa sig vel í vetur og er langmarkahæstur í liðinu með 83 mörk í 17 leikjum þegar þetta er skrifað og í 9. sæti yfir markahæstu menn í allri deildinni. Mörkin verða þó ekki fleiri í Noregi í bili. Gíraðist strax allur upp Hvernig var þér við þegar að þú fréttir af þessum áhuga Montpellier? „Ég var sem sagt búinn að ákveða að finna mér nýtt lið fyrir næsta tímabil, samningur minn við Arendal var að renna sitt skeið og því voru einhverjar þreifingar farnar af stað en ekki af neinu viti. Síðan kom þetta upp og ég gíraðist strax allur upp. Dagarnir milli þess sem þetta fór í gang og var loksins komið í höfn voru mjög langir en þetta er frábært. Ég er mjög ánægður með að þetta hafi gengið upp.“ Montpellier hefur fjórtán sinnum orðið franskur meistari, síðast árið 2012, þrettán sinnum bikarmeistari og tvívegis unnið Meistaradeild Evrópu, síðast árið 2018. Montpellier er sem stendur í þriðja sæti frönsku deildarinnar skammt á eftir toppliði Nantes og PSG. Þá er liðið komið í átta liða úrslit í franska bikarnum og komið langleiðina í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. Er þetta farið að renna upp fyrir þér af alvöru, að þú sért mættur til Montpellier? „Þegar að ég mætti á æfingu í gær fannst mér ég loksins finna fyrir því að þetta væri í alvörunni að gerast,“ svarar Dagur. „Þegar að ég mætti á æfingu og hitti þjálfarann og leikmenn sem maður hefur fylgst með í mörg ár með landsliðum og í Meistaradeildinni. Þegar að ég sat með þeim inn í klefa og þegar að ég borðaði með þeim, þá fannst mér þetta loksins vera að gerast í alvöru.“ Munurinn stjarnfræðilegur Og móttökurnar hafa verið í takt við stærð liðsins. „Frábærar móttökur. Utanumhaldið og aðstaðan hérna er frábær. Strákarnir í liðinu hafa verið mjög hjálplegir við að hjálpa mér að koma mér fyrir. Bæði í flutningunum en líka á æfingunum sjálfum með því að þýða frönskuna fyrir mig meðal annars. Það er einn Norðmaður á mála hjá liðinu og einn Svíi sem ég get talað við á norsku eða skandinavísku. Þetta hefur gengið mjög vel fyrir sig. Bæði leikmenn, þjálfarar og menn í kringum liðið hafa verið mjög hjálplegir. Þetta hefur í raun verið mjög þægilegt miðað við aðstæður“ Montpellier vann Meistaradeildina árið 2018Vísir/Getty Og er það alveg greinilegt við komuna þangað að þú sért kominn á stærra svið? „Já. Mér fannst munurinn á því sem að ég var vanur á Íslandi og Noregi vera mikill. En munurinn hérna er eiginlega stjarnfræðilegur í aðstöðu, utanumhaldi, gæðum og stærðargráðu á öllum sviðum. Munurinn er þvílíkur. Það er búið að vera gríðarlega mikið að gera síðustu tvo til þrjá daga. Það eru eiginlega bara klukkutímarnir núna á fimmtudegi þar sem að ég hef loksins fengið að anda smá. Ekki að keyra á milli lækna, fara í segul eða á æfingu. Ég þarf að koma mér hratt inn í hlutina og er að vinna í því að læra það helsta. Kerfi og taktík. Planið er bar að spila eins vel og ég get. Samningurinn gildir út tímabilið en það er möguleiki á að framlengja um eitt ár ef að báðir aðilar samþykkja það. Markmiðið er bara að spila eins vel og ég get og þá framlengja um eitt ár eftir tímabilið. Við sjáum bara hvernig það fer.“ Stórt tækifæri á stóru sviði Hver eru skilaboðin sem þú ert að fá frá forráðamönnum liðsins og þjálfurum. Hvers er ætlast af þér? „Lucas Pellas var náttúrulega hornamaður númer eitt hérna og lendir í því að slíta hásin. Það er annar hornamaður fyrir. Mér er ætlað að berjast við hann um þetta lausa sæti í byrjunarliðinu. Hann væntanlega hefur það til að byrja með allavegana og er mjög góður. Markmið mitt er bara að ógna hans stöðu eins mikið og ég get og spila sem mest.“ Sænski landsliðsmaðurinn Lucas Pellas hefur verið fyrsti kostur í vinstra horninu hjá Montpellier. Hann sleit hins vegar hásin á dögunum og verður frá í einhverja mánuði.Vísir/Getty Í ljósi stöðunnar hjá þér þá er þetta ansi stór gluggi fyrir þig til þess að sýna þig og sanna á stóra sviðinu? „Já algjörlega. Franska deildin er ein sú besta í heiminum og Montpellier er risa félag innan Frakklands og spila í Evrópudeildinni. Þetta er risa gluggi upp á framhaldið hjá mér. Í fyrsta lagi með það í huga að geta spilað fyrir samningi á næsta tímabili hér en ef það gengur ekki þá er þetta risa gluggi til þess að sýna mig og sanna fyrir öðrum liðum sem hefðu þá kannski mögulega ekki sýnt mér jafn mikinn áhuga í norsku deildinni. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig upp á framhaldið að gera.“ Þakklátur fyrir skilninginn Hvernig brugðust vinnuveitendur þínir í Noregi við þessum vendingum? „Ég er í raun mjög þakklátur fyrir þann skilning sem þeir sýndu. Þeir vissulega fengu alveg fína upphæð fyrir mig en á sama tíma er ekkert sjálfgefið fyrir þá að hleypa mér í burtu innan við viku í fyrsta leik eftir janúar pásuna. Ég er rosalega þakklátur þeim fyrir það hversu mikinn skilning þeir sýndu, að hafa leyft mér að fara. Þeir tóku þessu furðu vel miðað við aðstæður.“ Það hefur gengið rosalega vel hjá þér í Noregi frá því að þú tókst skrefið þangað úr íslenska boltanum. Þú hlýtur að mæta fullur sjálfstraust út til Frakklands, fullviss um þína hæfileika innan vallar? „Já klárlega. Ég reyni að byggja ofan á það sem ég hef verið að gera í tæp tvö tímabil í Noregi. Leikstíll liðsins hentar mér held ég frábærlega. Þeir keyra hratt, spila hratt og fá mikið af hraðaupphlaupum. Ég held að það spili mikið inn í það að þeir hafi leitað til mín eftir að þeir misstu Pellas. Ég held að ég smellpassi inn í þá hugmyndafræði sem liðið spilar eftir. Ég mæti með kassann út og staðráðinn í að spila eins vel og ég get.“ Töluvert betri leikmaður í dag Hvernig hefurðu þróast sem leikmaður yfir tíma þinn í Noregi? „Ég hef bætt mig mikið á flestum sviðum. Það gerði rosa mikið fyrir mig að fara í algjörlega nýjar aðstæður, æfa öðruvísi heldur en heima á Íslandi. Norska deildin er öðruvísi heldur en deildin heima. Hún er meira líkamlega sterk, ég hef þurft að stíga upp þar og hef gert það bætt líkamlegan styrk sem og varnarlega. Það var áskorun að takast á við stærri og meiri skrokka.“ Dagur Gautason fagnar marki í NoregiÖIF Arendal „Síðan hef ég bætt ofan á það sem ég var að gera vel heima sem er að hlaupa hratt í hraðaupphlaupum og skora mörk. Ég myndi segja að ég hafi bætt mig á flestum sviðum handboltans og að auki þroskast mikið andlega í ljósi þess að vera spila í öðru landi í öðrum aðstæðum. Ég myndi segja að ég væri töluvert betri leikmaður í dag en fyrir tveimur árum heima á Íslandi.“ Talandi um það. Tvö ár síðan að þú hélst héðan af landi brott til Noregs. Hefðirðu geta gert þér það í hugarlund að tveimur árum síðar værirðu mættur í franska boltann með Montpellier? „Nei. Markmiðið var alltaf að fara núna í stærra lið eftir tímabilið. Það voru einhverjar þreifingar farnar af stað en ég hafði nú ekki ímyndað mér að komast alveg á þetta stig í lið sem er að sækja í átt að öllum titlum sem í boði eru. Þetta er framar mínum vonum. Algjörlega.“ Dagur lét til sín taka hér á Íslandi áður en að leið hans lá út í atvinnumennskuvísir/bára Horfir til landsliðsins Og Dagur á sér draum, líkt og aðrir atvinnumenn í handbolta, að spila fyrir land sitt. „Að sjálfsögðu er það markmiðið. Við vissulega erum nokkuð vel settir í vinstra horninu í dag. Bjarki Már er búinn að vera þarna í mörg ár og Orri Freyr var frábær á HM. Þá er Stiven Tobar að spila vel líka en að sjálfsögðu er markmið mitt að setja pressu á þá og ég tel að þetta skref hjálpi mér alveg töluvert með því að komast í eina af betri deildum Evrópu og topplið. Það er alvöru áskorun.“ Orri Freyr Þorkelsson spilar einnig í vinstra horninu og fór á kostum á nýafstöðnu heimsmeistaramóti. Orri er leikmaður Sporting í PortúgalVÍSIR/VILHELM Hann gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Montpellier á laugardaginn kemur. „Það er hörku vika og vikur framu. Átta liða úrslit í bikar núna á laugardaginn, Evrópudeildin á þriðjudaginn og síðan heimaleikur á móti Nantes á laugardaginn eftir rúma viku sem er einn af tveim stærstu heimaleikjum tímabilsins. Þeir færa sig í stærri höll fyrir þá leiki. Það má í raun segja að ég fari beint í djúpu laugina. Vissulega er kominn fiðringur en ég get ekki beðið eftir því að byrja.“ Franski handboltinn Íslendingar erlendis Norski handboltinn Handbolti KA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Sjá meira
„Síðustu dagar hafa verið mjög súrealískir. Ég held það hafi verið á fimmtudagskvöld í síðustu viku sem umboðsmaðurinn minn hringir í mig og segir að Montpellier vanti hornamann núna strax og að þeir séu tilbúnir í að borga mig út úr samningi mínum til þess að fá mig. Í kjölfarið fóru í gang viðræður milli félaganna um kaupverð og það náðist samkomulag á sunnudeginum. Á þriðjudaginn síðastliðinn var ég svo mættur út á flugvöll með ferðatöskur. Síðustu dagar hafa verið mjög krefjandi en mjög skemmtilegir engu að síður,“ segir Dagur í samtali við Vísi. Dagur, sem er uppalinn hjá KA, hafði farið á kostum með Arendal í norsku úrvalsdeildinni og var hann valinn besti vinstri hornamaður deildarinnar á síðustu leiktíð. Hann hefur svo haldið áfram að standa sig vel í vetur og er langmarkahæstur í liðinu með 83 mörk í 17 leikjum þegar þetta er skrifað og í 9. sæti yfir markahæstu menn í allri deildinni. Mörkin verða þó ekki fleiri í Noregi í bili. Gíraðist strax allur upp Hvernig var þér við þegar að þú fréttir af þessum áhuga Montpellier? „Ég var sem sagt búinn að ákveða að finna mér nýtt lið fyrir næsta tímabil, samningur minn við Arendal var að renna sitt skeið og því voru einhverjar þreifingar farnar af stað en ekki af neinu viti. Síðan kom þetta upp og ég gíraðist strax allur upp. Dagarnir milli þess sem þetta fór í gang og var loksins komið í höfn voru mjög langir en þetta er frábært. Ég er mjög ánægður með að þetta hafi gengið upp.“ Montpellier hefur fjórtán sinnum orðið franskur meistari, síðast árið 2012, þrettán sinnum bikarmeistari og tvívegis unnið Meistaradeild Evrópu, síðast árið 2018. Montpellier er sem stendur í þriðja sæti frönsku deildarinnar skammt á eftir toppliði Nantes og PSG. Þá er liðið komið í átta liða úrslit í franska bikarnum og komið langleiðina í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. Er þetta farið að renna upp fyrir þér af alvöru, að þú sért mættur til Montpellier? „Þegar að ég mætti á æfingu í gær fannst mér ég loksins finna fyrir því að þetta væri í alvörunni að gerast,“ svarar Dagur. „Þegar að ég mætti á æfingu og hitti þjálfarann og leikmenn sem maður hefur fylgst með í mörg ár með landsliðum og í Meistaradeildinni. Þegar að ég sat með þeim inn í klefa og þegar að ég borðaði með þeim, þá fannst mér þetta loksins vera að gerast í alvöru.“ Munurinn stjarnfræðilegur Og móttökurnar hafa verið í takt við stærð liðsins. „Frábærar móttökur. Utanumhaldið og aðstaðan hérna er frábær. Strákarnir í liðinu hafa verið mjög hjálplegir við að hjálpa mér að koma mér fyrir. Bæði í flutningunum en líka á æfingunum sjálfum með því að þýða frönskuna fyrir mig meðal annars. Það er einn Norðmaður á mála hjá liðinu og einn Svíi sem ég get talað við á norsku eða skandinavísku. Þetta hefur gengið mjög vel fyrir sig. Bæði leikmenn, þjálfarar og menn í kringum liðið hafa verið mjög hjálplegir. Þetta hefur í raun verið mjög þægilegt miðað við aðstæður“ Montpellier vann Meistaradeildina árið 2018Vísir/Getty Og er það alveg greinilegt við komuna þangað að þú sért kominn á stærra svið? „Já. Mér fannst munurinn á því sem að ég var vanur á Íslandi og Noregi vera mikill. En munurinn hérna er eiginlega stjarnfræðilegur í aðstöðu, utanumhaldi, gæðum og stærðargráðu á öllum sviðum. Munurinn er þvílíkur. Það er búið að vera gríðarlega mikið að gera síðustu tvo til þrjá daga. Það eru eiginlega bara klukkutímarnir núna á fimmtudegi þar sem að ég hef loksins fengið að anda smá. Ekki að keyra á milli lækna, fara í segul eða á æfingu. Ég þarf að koma mér hratt inn í hlutina og er að vinna í því að læra það helsta. Kerfi og taktík. Planið er bar að spila eins vel og ég get. Samningurinn gildir út tímabilið en það er möguleiki á að framlengja um eitt ár ef að báðir aðilar samþykkja það. Markmiðið er bara að spila eins vel og ég get og þá framlengja um eitt ár eftir tímabilið. Við sjáum bara hvernig það fer.“ Stórt tækifæri á stóru sviði Hver eru skilaboðin sem þú ert að fá frá forráðamönnum liðsins og þjálfurum. Hvers er ætlast af þér? „Lucas Pellas var náttúrulega hornamaður númer eitt hérna og lendir í því að slíta hásin. Það er annar hornamaður fyrir. Mér er ætlað að berjast við hann um þetta lausa sæti í byrjunarliðinu. Hann væntanlega hefur það til að byrja með allavegana og er mjög góður. Markmið mitt er bara að ógna hans stöðu eins mikið og ég get og spila sem mest.“ Sænski landsliðsmaðurinn Lucas Pellas hefur verið fyrsti kostur í vinstra horninu hjá Montpellier. Hann sleit hins vegar hásin á dögunum og verður frá í einhverja mánuði.Vísir/Getty Í ljósi stöðunnar hjá þér þá er þetta ansi stór gluggi fyrir þig til þess að sýna þig og sanna á stóra sviðinu? „Já algjörlega. Franska deildin er ein sú besta í heiminum og Montpellier er risa félag innan Frakklands og spila í Evrópudeildinni. Þetta er risa gluggi upp á framhaldið hjá mér. Í fyrsta lagi með það í huga að geta spilað fyrir samningi á næsta tímabili hér en ef það gengur ekki þá er þetta risa gluggi til þess að sýna mig og sanna fyrir öðrum liðum sem hefðu þá kannski mögulega ekki sýnt mér jafn mikinn áhuga í norsku deildinni. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig upp á framhaldið að gera.“ Þakklátur fyrir skilninginn Hvernig brugðust vinnuveitendur þínir í Noregi við þessum vendingum? „Ég er í raun mjög þakklátur fyrir þann skilning sem þeir sýndu. Þeir vissulega fengu alveg fína upphæð fyrir mig en á sama tíma er ekkert sjálfgefið fyrir þá að hleypa mér í burtu innan við viku í fyrsta leik eftir janúar pásuna. Ég er rosalega þakklátur þeim fyrir það hversu mikinn skilning þeir sýndu, að hafa leyft mér að fara. Þeir tóku þessu furðu vel miðað við aðstæður.“ Það hefur gengið rosalega vel hjá þér í Noregi frá því að þú tókst skrefið þangað úr íslenska boltanum. Þú hlýtur að mæta fullur sjálfstraust út til Frakklands, fullviss um þína hæfileika innan vallar? „Já klárlega. Ég reyni að byggja ofan á það sem ég hef verið að gera í tæp tvö tímabil í Noregi. Leikstíll liðsins hentar mér held ég frábærlega. Þeir keyra hratt, spila hratt og fá mikið af hraðaupphlaupum. Ég held að það spili mikið inn í það að þeir hafi leitað til mín eftir að þeir misstu Pellas. Ég held að ég smellpassi inn í þá hugmyndafræði sem liðið spilar eftir. Ég mæti með kassann út og staðráðinn í að spila eins vel og ég get.“ Töluvert betri leikmaður í dag Hvernig hefurðu þróast sem leikmaður yfir tíma þinn í Noregi? „Ég hef bætt mig mikið á flestum sviðum. Það gerði rosa mikið fyrir mig að fara í algjörlega nýjar aðstæður, æfa öðruvísi heldur en heima á Íslandi. Norska deildin er öðruvísi heldur en deildin heima. Hún er meira líkamlega sterk, ég hef þurft að stíga upp þar og hef gert það bætt líkamlegan styrk sem og varnarlega. Það var áskorun að takast á við stærri og meiri skrokka.“ Dagur Gautason fagnar marki í NoregiÖIF Arendal „Síðan hef ég bætt ofan á það sem ég var að gera vel heima sem er að hlaupa hratt í hraðaupphlaupum og skora mörk. Ég myndi segja að ég hafi bætt mig á flestum sviðum handboltans og að auki þroskast mikið andlega í ljósi þess að vera spila í öðru landi í öðrum aðstæðum. Ég myndi segja að ég væri töluvert betri leikmaður í dag en fyrir tveimur árum heima á Íslandi.“ Talandi um það. Tvö ár síðan að þú hélst héðan af landi brott til Noregs. Hefðirðu geta gert þér það í hugarlund að tveimur árum síðar værirðu mættur í franska boltann með Montpellier? „Nei. Markmiðið var alltaf að fara núna í stærra lið eftir tímabilið. Það voru einhverjar þreifingar farnar af stað en ég hafði nú ekki ímyndað mér að komast alveg á þetta stig í lið sem er að sækja í átt að öllum titlum sem í boði eru. Þetta er framar mínum vonum. Algjörlega.“ Dagur lét til sín taka hér á Íslandi áður en að leið hans lá út í atvinnumennskuvísir/bára Horfir til landsliðsins Og Dagur á sér draum, líkt og aðrir atvinnumenn í handbolta, að spila fyrir land sitt. „Að sjálfsögðu er það markmiðið. Við vissulega erum nokkuð vel settir í vinstra horninu í dag. Bjarki Már er búinn að vera þarna í mörg ár og Orri Freyr var frábær á HM. Þá er Stiven Tobar að spila vel líka en að sjálfsögðu er markmið mitt að setja pressu á þá og ég tel að þetta skref hjálpi mér alveg töluvert með því að komast í eina af betri deildum Evrópu og topplið. Það er alvöru áskorun.“ Orri Freyr Þorkelsson spilar einnig í vinstra horninu og fór á kostum á nýafstöðnu heimsmeistaramóti. Orri er leikmaður Sporting í PortúgalVÍSIR/VILHELM Hann gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Montpellier á laugardaginn kemur. „Það er hörku vika og vikur framu. Átta liða úrslit í bikar núna á laugardaginn, Evrópudeildin á þriðjudaginn og síðan heimaleikur á móti Nantes á laugardaginn eftir rúma viku sem er einn af tveim stærstu heimaleikjum tímabilsins. Þeir færa sig í stærri höll fyrir þá leiki. Það má í raun segja að ég fari beint í djúpu laugina. Vissulega er kominn fiðringur en ég get ekki beðið eftir því að byrja.“
Franski handboltinn Íslendingar erlendis Norski handboltinn Handbolti KA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Sjá meira