„Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 6. febrúar 2025 21:51 Dwayne Lautier-Ogunleye var mættur á ný á gólfið í Njarðvík í kvöld. Vísir/Diego Njarðvík tók á móti KR í IceMar höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Njarðvík hafði tapað tvisvar gegn KR á tímabilinu og mættu grimmir til leiks í kvöld. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu og þeir höfðu betur með 24 stigum 103-79. „Þetta var gott, það er aldrei skemmtilegt að vera frá vegna meiðsla og þurfa að horfa á. Ég fékk mikinn stuðning frá liðinu og núna að vera mættur aftur á gólfið með þeim er frábær tilfinning og að geta hjálpað liðinu eftir hvernig fór síðast gegn KR í bikarnum, “ sagði Dwayne Lautier-Ogunleye leikmaður Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Dwayne hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði og var að koma til baka og spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga síðan í lok nóvember. „Ég er himinlifandi. Það var ömurlegt að vera frá svona lengi en ég er að koma aftur núna fyrir skemmtilegasta hlutan. Það eru nokkrir leikir eftir fram að úrslitakeppni svo við verðum að styrkja stöðu okkar í deildinni með hverjum leiknum og verða betri þannig að við verðum að toppa þegar við förum inn í úrslitakeppnina og getum sýnt hversu hættulegir við erum. Þetta var í fyrsta sinn sem við erum fullmannaðir,“ sagði Dwayne. Dwayne Lautier-Ogunleye var stigahæstur í kvöld með 24 stig og spilaði að auki tæpar 28 mínútur sem er ótrúlegt miðað við mann sem er að koma til baka eftir meiðsli. „Það er enn smá ryð í mér. Ég á ennþá eitthvað í land, það eru enn hlutir sem ég veit ég get gert betur. Þetta snýst bara um að hjálpa liðinu hvernig sem ég get og hjálpað þeim að vinna eins og við gerðum í kvöld sem skiptir höfuð máli,“ sagði Dwayne.Njarðvíkingar eru í flottri stöðu í þriðja sæti deildarinnar þegar lítið er eftir af deildarkeppninni. Aðspurður um mikilvægi þess að ná að halda í allavega þriðja sætið og ná heimavallar réttinum sagði Dwayne að það væri klárt markmið. „Það er markmiðið. Markmiðið okkar fyrir tímabilið var að enda í topp fjórum og ná heimavallar réttinum í fyrstu umferð allavega. Við erum á réttri leið með það en það er enn nóg eftir og við vitum hversu stutt er í þéttan pakka fyrir neðan okkur. Sigurinn í kvöld var frábær því KR var rétt fyrir neðan okkur og við náðum aðeins að skilja okkur frá en það eru fimm leikir eftir og allir geta unnið alla í þessari deild svo við megum ekki taka neinu sem sjálfsögðum hlut,“ Njarðvíkingar hafa litið vel út í vetur og margir spekingar jafnvel gengið það langt að segja þá eiga raunhæfa möguleika um að keppast um þann stóra í vor. „Markmið allra er að vinna meistaratitilinn, enginn okkar kom með önnur markmið en við skiljum að við þurfum að taka þetta einn dag í einu. Um leið og við komumst í úrslitakeppnina þá erum við með frábært íþróttahús og allir stuðningsmennirnir munu mæta með læti og þetta verður erfiðasti heimavöllur í deildinni. Við tökum þessu ekki sem sjálfsögðum hlut og það á enn margt eftir að gerast. Passið ykkur bara á okkur þegar úrslitakeppnin byrjar,“ Sagði Dwayne Lautier-Ogunleye. Bónus-deild karla UMF Njarðvík KR Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Sjá meira
„Þetta var gott, það er aldrei skemmtilegt að vera frá vegna meiðsla og þurfa að horfa á. Ég fékk mikinn stuðning frá liðinu og núna að vera mættur aftur á gólfið með þeim er frábær tilfinning og að geta hjálpað liðinu eftir hvernig fór síðast gegn KR í bikarnum, “ sagði Dwayne Lautier-Ogunleye leikmaður Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Dwayne hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði og var að koma til baka og spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga síðan í lok nóvember. „Ég er himinlifandi. Það var ömurlegt að vera frá svona lengi en ég er að koma aftur núna fyrir skemmtilegasta hlutan. Það eru nokkrir leikir eftir fram að úrslitakeppni svo við verðum að styrkja stöðu okkar í deildinni með hverjum leiknum og verða betri þannig að við verðum að toppa þegar við förum inn í úrslitakeppnina og getum sýnt hversu hættulegir við erum. Þetta var í fyrsta sinn sem við erum fullmannaðir,“ sagði Dwayne. Dwayne Lautier-Ogunleye var stigahæstur í kvöld með 24 stig og spilaði að auki tæpar 28 mínútur sem er ótrúlegt miðað við mann sem er að koma til baka eftir meiðsli. „Það er enn smá ryð í mér. Ég á ennþá eitthvað í land, það eru enn hlutir sem ég veit ég get gert betur. Þetta snýst bara um að hjálpa liðinu hvernig sem ég get og hjálpað þeim að vinna eins og við gerðum í kvöld sem skiptir höfuð máli,“ sagði Dwayne.Njarðvíkingar eru í flottri stöðu í þriðja sæti deildarinnar þegar lítið er eftir af deildarkeppninni. Aðspurður um mikilvægi þess að ná að halda í allavega þriðja sætið og ná heimavallar réttinum sagði Dwayne að það væri klárt markmið. „Það er markmiðið. Markmiðið okkar fyrir tímabilið var að enda í topp fjórum og ná heimavallar réttinum í fyrstu umferð allavega. Við erum á réttri leið með það en það er enn nóg eftir og við vitum hversu stutt er í þéttan pakka fyrir neðan okkur. Sigurinn í kvöld var frábær því KR var rétt fyrir neðan okkur og við náðum aðeins að skilja okkur frá en það eru fimm leikir eftir og allir geta unnið alla í þessari deild svo við megum ekki taka neinu sem sjálfsögðum hlut,“ Njarðvíkingar hafa litið vel út í vetur og margir spekingar jafnvel gengið það langt að segja þá eiga raunhæfa möguleika um að keppast um þann stóra í vor. „Markmið allra er að vinna meistaratitilinn, enginn okkar kom með önnur markmið en við skiljum að við þurfum að taka þetta einn dag í einu. Um leið og við komumst í úrslitakeppnina þá erum við með frábært íþróttahús og allir stuðningsmennirnir munu mæta með læti og þetta verður erfiðasti heimavöllur í deildinni. Við tökum þessu ekki sem sjálfsögðum hlut og það á enn margt eftir að gerast. Passið ykkur bara á okkur þegar úrslitakeppnin byrjar,“ Sagði Dwayne Lautier-Ogunleye.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík KR Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Sjá meira