Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 10:57 Dagný Brynjarsdóttir er næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Getty/Alex Pantling Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham og næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin inn í landsliðshóp Íslands á nýjan leik. Fyrr í vetur lýsti hún óánægju sinni með að hafa ekki fengið sæti í landsliðinu að nýju, og ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni frá því að hún eignaðist sitt annað barn. Dagný, sem eignaðist sitt annað barn fyrir um ári síðan, spilaði síðast landsleik í apríl 2023. Það var hennar 113. landsleikur og í þeim hefur hún skoraði 38 mörk. Hún snýr nú aftur í landsliðið fyrir komandi leiki við Sviss og Frakkland í Þjóðadeildinni, en hópinn má sjá hér neðst í fréttinni. Í viðtali við The Athletic í nóvember lýsti Dagný yfir vonbrigðum sínum með samskiptaleysi af hálfu landsliðsþjálfarans. „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný þá. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný einnig. Landsliðshóp Íslands má sjá hér að neðan en auk Dagnýjar þá snýr Andrea Rán Hauksdóttir aftur í landsliðshópinn. Andrea, sem gekk í raðir bandaríska félagsins Tampa Bay Sun síðasta sumar, lék síðast landsleiki árið 2021. Selma Sól Magnúsdóttir og Hildur Antonsdóttir eru ekki með vegna meiðsla. Þorsteinn sagði á blaðamannafundi í dag að Selma yrði frá keppni næstu 6-8 vikurnar eftir aðgerð, og Hildur næstu 3-4 vikurnar eftir tognun í læri. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er sömuleiðis ekki með núna en Guðný Árnadóttir snýr aftur eftir meiðsli. Ísland á fyrir höndum fyrstu tvo leiki sína á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni og fara þeir báðir fram erlendis. Liðið sækir Sviss heim föstudaginn 21. febrúar og mætir svo Frakklandi 25. febrúar. Landsliðshópur Íslands: Telma Ívarsdóttir - Glasgow Rangers - 12 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - BK Häcken - 8 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 13 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 34 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - Bröndby IF - 68 leikir, 1 mark Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 132 leikir, 11 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 45 leikir, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Valur - 8 leikir,1 mark Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 13 leikir Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 15 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - Kristianstads DFF - 49 leikir, 6 mörk Andrea Rán Hauksdóttir - Tampa Bay Sun - 12 leikir, 2 mörk Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 4 leikir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 47 leikir, 10 mörk Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 113 leikir, 38 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 23 leikir, 2 mörk Sandra María Jessen - Þór/KA - 47 leikir, 6 mörk Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 14 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 44 leikir, 12 mörk Hlín Eiríksdóttir - Leicester City - 43 leikir, 6 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - RB Leipzig - 4 leikir Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 19 leikir, 2 mörk Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 7 leikir, 1 mark Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Dagný, sem eignaðist sitt annað barn fyrir um ári síðan, spilaði síðast landsleik í apríl 2023. Það var hennar 113. landsleikur og í þeim hefur hún skoraði 38 mörk. Hún snýr nú aftur í landsliðið fyrir komandi leiki við Sviss og Frakkland í Þjóðadeildinni, en hópinn má sjá hér neðst í fréttinni. Í viðtali við The Athletic í nóvember lýsti Dagný yfir vonbrigðum sínum með samskiptaleysi af hálfu landsliðsþjálfarans. „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný þá. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný einnig. Landsliðshóp Íslands má sjá hér að neðan en auk Dagnýjar þá snýr Andrea Rán Hauksdóttir aftur í landsliðshópinn. Andrea, sem gekk í raðir bandaríska félagsins Tampa Bay Sun síðasta sumar, lék síðast landsleiki árið 2021. Selma Sól Magnúsdóttir og Hildur Antonsdóttir eru ekki með vegna meiðsla. Þorsteinn sagði á blaðamannafundi í dag að Selma yrði frá keppni næstu 6-8 vikurnar eftir aðgerð, og Hildur næstu 3-4 vikurnar eftir tognun í læri. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er sömuleiðis ekki með núna en Guðný Árnadóttir snýr aftur eftir meiðsli. Ísland á fyrir höndum fyrstu tvo leiki sína á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni og fara þeir báðir fram erlendis. Liðið sækir Sviss heim föstudaginn 21. febrúar og mætir svo Frakklandi 25. febrúar. Landsliðshópur Íslands: Telma Ívarsdóttir - Glasgow Rangers - 12 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - BK Häcken - 8 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 13 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 34 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - Bröndby IF - 68 leikir, 1 mark Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 132 leikir, 11 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 45 leikir, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Valur - 8 leikir,1 mark Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 13 leikir Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 15 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - Kristianstads DFF - 49 leikir, 6 mörk Andrea Rán Hauksdóttir - Tampa Bay Sun - 12 leikir, 2 mörk Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 4 leikir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 47 leikir, 10 mörk Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 113 leikir, 38 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 23 leikir, 2 mörk Sandra María Jessen - Þór/KA - 47 leikir, 6 mörk Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 14 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 44 leikir, 12 mörk Hlín Eiríksdóttir - Leicester City - 43 leikir, 6 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - RB Leipzig - 4 leikir Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 19 leikir, 2 mörk Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 7 leikir, 1 mark
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira