Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. febrúar 2025 21:27 Knútur Ármann með jarðarber frá Jarðarberjalandi en Knútur og Helena keyptu rekstur stöðvarinnar um áramótin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslensk jarðarber hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og nú enda seljast þau oftast upp í verslunum. Í einni garðyrkjustöð á Suðurlandi verða ræktuð 60 tonn af jarðarberjum í ár og seljast þau öll eins og heitar lummur. Hver jarðarberjaplanta er notuð í fjórar mánuði en þá er henni skipt út fyrir nýja plöntu. Eigendur garðyrkjustöðvarinnar Friðheima eða þau Knútur Ármann og Helena Hermundardóttir tóku við rekstri garðyrkjustöðvarinnar Jarðarberjalands í Reykholti í Bláskógabyggð um áramótin af Hólmfríði Geirsdóttur og Steinari Jensen en stöðin er rétt hjá Friðheimum. Jarðarber hafa alltaf verið vinsæl hjá landsmönnum enda fátt betra en að fá sér íslensk safarík og holl jarðarber enda segir Knútur að berin séu gott dæmi um hágæða vöru úr íslenskri ylrækt. Nýja stöðin hjá Friðheimum er mjög tæknivædd en gróðurhúsinu er skipt upp í 12 einingar þar sem uppskeran er mjög svipuð í hverri einingu allt árið. Jarðaberjaplönturnar koma sem mjög litlar plöntur inn í gróðurhúsið en það tekur þær svo um tvo mánuði að koma með jarðarber og svo er týnd af plöntunni í um tvo mánuði þannig að ferli hverrar plöntu er um fjórir mánuðir en þá er plöntunni skipt út fyrir nýja jarðaberjaplöntu. Svona gengur þetta koll af kolli. Knútur segir að íslensk jarðarber séu alltaf að verða vinsælli og vinsælli enda stoppi þau stutt út í búðum, þau seljist meira og minna öll. Í Jarðarberjalandi verða framleidd um 60 tonn af íslenskum jarðarberjum í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú ertu líka að rækta tómata í Friðheimum, hvort er nú betra tómatar eða jarðarber? „Það er bara gaman að koma að þessu líka. Við erum náttúrulega búin að vera í því að rækta tómata í 30 ár þannig að við kunnum það bara nokkuð vel og því var mjög gaman að útvíkka bæði sjálfan sig og sjóndeildarhringinn og taka við þessum rekstri en hvoru tveggja bæði gott,” segir Knútur. Þannig að þú ert bara bjartsýnn með þetta? „Mjög bjartsýnn og það sem er gaman við jarðarberin er að við getum fléttað því svolítið inn í ferðaþjónustu hlutann á okkar starfsemi líka því við opnuðum vínstofu og bistro bar fyrir einu og hálfu ári síðan þannig að nú er hægt að koma þar og fá ferska jarðaberjakokteila og drykki úr okkar heimaræktuðu jarðarberjum,” segir Knútur Ármann. Bláskógabyggð Garðyrkja Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Eigendur garðyrkjustöðvarinnar Friðheima eða þau Knútur Ármann og Helena Hermundardóttir tóku við rekstri garðyrkjustöðvarinnar Jarðarberjalands í Reykholti í Bláskógabyggð um áramótin af Hólmfríði Geirsdóttur og Steinari Jensen en stöðin er rétt hjá Friðheimum. Jarðarber hafa alltaf verið vinsæl hjá landsmönnum enda fátt betra en að fá sér íslensk safarík og holl jarðarber enda segir Knútur að berin séu gott dæmi um hágæða vöru úr íslenskri ylrækt. Nýja stöðin hjá Friðheimum er mjög tæknivædd en gróðurhúsinu er skipt upp í 12 einingar þar sem uppskeran er mjög svipuð í hverri einingu allt árið. Jarðaberjaplönturnar koma sem mjög litlar plöntur inn í gróðurhúsið en það tekur þær svo um tvo mánuði að koma með jarðarber og svo er týnd af plöntunni í um tvo mánuði þannig að ferli hverrar plöntu er um fjórir mánuðir en þá er plöntunni skipt út fyrir nýja jarðaberjaplöntu. Svona gengur þetta koll af kolli. Knútur segir að íslensk jarðarber séu alltaf að verða vinsælli og vinsælli enda stoppi þau stutt út í búðum, þau seljist meira og minna öll. Í Jarðarberjalandi verða framleidd um 60 tonn af íslenskum jarðarberjum í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú ertu líka að rækta tómata í Friðheimum, hvort er nú betra tómatar eða jarðarber? „Það er bara gaman að koma að þessu líka. Við erum náttúrulega búin að vera í því að rækta tómata í 30 ár þannig að við kunnum það bara nokkuð vel og því var mjög gaman að útvíkka bæði sjálfan sig og sjóndeildarhringinn og taka við þessum rekstri en hvoru tveggja bæði gott,” segir Knútur. Þannig að þú ert bara bjartsýnn með þetta? „Mjög bjartsýnn og það sem er gaman við jarðarberin er að við getum fléttað því svolítið inn í ferðaþjónustu hlutann á okkar starfsemi líka því við opnuðum vínstofu og bistro bar fyrir einu og hálfu ári síðan þannig að nú er hægt að koma þar og fá ferska jarðaberjakokteila og drykki úr okkar heimaræktuðu jarðarberjum,” segir Knútur Ármann.
Bláskógabyggð Garðyrkja Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira