„Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. febrúar 2025 12:22 Logi Einarsson er ráðherra fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Ráðherra fjölmiðla lítur ummæli formanns atvinnuveganefndar Alþingis og þingmanns Flokks fólksins um ríkisstyrki til Morgunblaðsins, alvarlegum augum. Fjölmiðlar eigi að vera beittir og gagnrýnir og ekki að þurfa að sitja undir því að stjórnmálafólk hóti þeim vegna umfjöllunar. Það var á miðvikudag sem Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og þingmaður Flokks fólksins sagðist vilja endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar blaðsins um ranga skráningu Flokks fólksins og framgöngu formannsins. Ummæli Sigurjóns hafa vakið hörð viðbrögð og sagðist formaður Blaðamannafélagsins í viðtali við Vísi sama dag, æfur vegna málsins. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar-, og háskólaráðherra segist líta ummæli Sigurjóns alvarlegum augum. „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi. Fjölmiðlar eiga að vera gagnrýnir, þeir eiga að vera beittir og eiga ekki að þurfa að sitja undir því að stjórnmálafólk hóti þeim.“ Áform hans snúi að því að tryggja áframhaldandi styrki til einkarekinna fjölmiðla til eins árs. Í framhaldinu verði lögð fram fjölmiðlastefna og heildstæð löggjöf með það að markmiði að styrkja við mikilvægt hlutverk fjölmiðla. „Svo þarf bara að skoða með hvaða hætti getum við tryggt að sem fjölbreyttasti hluti fjölmiðlanna fái styrki og geti dafnað. Svo höfum við miklu stærri áform. Er þetta styrkjafyrirkomulag heppilegt eins og það er? Ég er ekki viss um það, það er hægt að fara aðrar leiðir í því. Framtíð RÚV verður alveg skoðuð í því samhengi líka.“ Fjölmiðlar Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segist standa við orð sín þess efnis að hann telji vert að lækka styrk ríkisins til Morgunblaðsins. Ýmsir hafa gert athugasemdir við þau orð hans og samhengið sem þau voru sett fram í. 5. febrúar 2025 15:12 Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Formaður atvinnuveganefndar Alþingis úr Flokki fólksins vill endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar þess um flokkinn og formann hans. Hann sakar blaðið um að ganga erinda stórútgerðareigenda sinna. 5. febrúar 2025 10:44 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Það var á miðvikudag sem Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og þingmaður Flokks fólksins sagðist vilja endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar blaðsins um ranga skráningu Flokks fólksins og framgöngu formannsins. Ummæli Sigurjóns hafa vakið hörð viðbrögð og sagðist formaður Blaðamannafélagsins í viðtali við Vísi sama dag, æfur vegna málsins. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar-, og háskólaráðherra segist líta ummæli Sigurjóns alvarlegum augum. „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi. Fjölmiðlar eiga að vera gagnrýnir, þeir eiga að vera beittir og eiga ekki að þurfa að sitja undir því að stjórnmálafólk hóti þeim.“ Áform hans snúi að því að tryggja áframhaldandi styrki til einkarekinna fjölmiðla til eins árs. Í framhaldinu verði lögð fram fjölmiðlastefna og heildstæð löggjöf með það að markmiði að styrkja við mikilvægt hlutverk fjölmiðla. „Svo þarf bara að skoða með hvaða hætti getum við tryggt að sem fjölbreyttasti hluti fjölmiðlanna fái styrki og geti dafnað. Svo höfum við miklu stærri áform. Er þetta styrkjafyrirkomulag heppilegt eins og það er? Ég er ekki viss um það, það er hægt að fara aðrar leiðir í því. Framtíð RÚV verður alveg skoðuð í því samhengi líka.“
Fjölmiðlar Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segist standa við orð sín þess efnis að hann telji vert að lækka styrk ríkisins til Morgunblaðsins. Ýmsir hafa gert athugasemdir við þau orð hans og samhengið sem þau voru sett fram í. 5. febrúar 2025 15:12 Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Formaður atvinnuveganefndar Alþingis úr Flokki fólksins vill endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar þess um flokkinn og formann hans. Hann sakar blaðið um að ganga erinda stórútgerðareigenda sinna. 5. febrúar 2025 10:44 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segist standa við orð sín þess efnis að hann telji vert að lækka styrk ríkisins til Morgunblaðsins. Ýmsir hafa gert athugasemdir við þau orð hans og samhengið sem þau voru sett fram í. 5. febrúar 2025 15:12
Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Formaður atvinnuveganefndar Alþingis úr Flokki fólksins vill endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar þess um flokkinn og formann hans. Hann sakar blaðið um að ganga erinda stórútgerðareigenda sinna. 5. febrúar 2025 10:44